Milli mála - 01.01.2010, Page 76
Fornafnið assia felur í sér tilvísun til asíu og hinna dularfullu
austurlanda. Þannig má segja að Djebar hafi staðfest „hinn“ í nafni
sínu, ólíkt t.d. kvenrithöfundum eins og george Eliot, georges
Sand – eða Karen Blixen sem notaði karlkynsnafn þegar hún gaf
fyrst út Out of Africa (Jörð í Afríku, ísl. þýðing 1952) og anne
Brontë sem gaf út bækur undir nokkrum karlkynsnöfnum. Djebar
felur sig ekki bak við nafnið gagnvart hinum almenna (frönsku-
mælandi) lesanda heldur dregur athyglina að uppruna sínum. Hún
skrifar á frönsku „þrátt fyrir“ arabískt nafn sitt – og hún skrifar á
frönsku sem assia Djebar – sem kona af alsírskum uppruna og með
sterkri tilvísun til menningar og sögu alsírskra kvenna.
Djebar varð fyrir miklum þjóðernisáhrifum í háskólanámi sínu
vegna alsírsstríðsins 1954–1962 og baráttunni gegn franskri
nýlendustefnu í alsír. Hún tók þátt í verkföllum námsmanna í
Frakklandi til stuðnings kröfunni um sjálfstæði alsírs og skrifaði
bókina Les alouettes naïves (grunlausir lævirkjar, 1967)9 sem
fjallar um reynslu flóttamanna frá alsír í stríðinu, en því lauk þann -
ig að Frakkar viðurkenndu sjálfstæði alsírs árið 1962. Eftir að
sjálfstæðismarkmiðinu var náð lagði Þjóðfrelsisfylkingin (Front de
Libération national, FLn), sem hafði skipulagt andstöðuna gegn
Frökkum og komist til valda, mikla áherslu á að eyða frönskum
áhrifum. Það átti að byggja upp hið nýja ríki á arabískum forsend-
um og menningu. Djebar vann með Þjóðfrelsisfylkingunni um
tíma, m.a. með því að taka viðtöl við alsírska flóttamenn í Túnis og
Marokkó. Eftir að alsír öðlaðist sjálfstæði var Djebar gagnrýnd
fyrir að skrifa áfram á frönsku í stað arabísku eins og þá var ætlast
til af alsírskum rithöfundum. Þá var hún hins vegar orðin fullgild-
ur frönskumælandi rithöfundur en var jafnframt mjög trú alsírskum
uppruna sínum og gildum.
Höfundarverki assiu má skipta í tvö tímabil. Á árunum 1957–
1962 skrifaði hún fjórar skáldsögur sem tengjast á einn eða annan
hátt ástandinu í alsír, stöðu kvenna og baráttu gegn feðraveldi og
andspyrnu gegn nýlendustefnu: La Soif, Les Impatients (Hinir óþolin -
móðu, 1958), Les enfants du nouveau monde (Börn í nýjum heimi,
1962) og Les alouettes naîves. Síðan tók við langt hlé á rithöfundar-
ferli hennar, en hún gaf ekkert út í 12 ár. Á því tímabili sneri hún sér
TunguMÁL úTLEgðar – uM SKrIF aLSÍrSKa rITHöFunDarInS aSSIu DJEBar
76
9 assia Djebar, Les alouettes naïves, París: Julliard, 1967.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 76