Milli mála - 01.01.2010, Qupperneq 79
4. alsír sem táknmynd ofbeldis
Þegar ný ofbeldisalda hófst í alsír á tíunda áratug 20. aldar hafði það
mikil áhrif á Djebar – ekki aðeins á það hvernig hún hugsaði um
hlutverk tungumálsins í eigin landi heldur einnig um hlutverk lands-
ins í tungumálinu.14 rekja mátti þjóðfélagsólguna að miklu leyti til
blóðbaðsins sem varð í tengslum við þingkosningarnar þar árið
1991. Þetta var fyrsta lýðræðistilraunin í alsír frá því að landið fékk
sjálfstæði, enda hafði stjórnarflokkurinn, Þjóðfrelsisfylkingin, verið
eini löglegi flokkurinn til ársins 1989. Stór hluti kjósenda ákvað að
sýna óánægju sína með stjórn Þjóðfrelsisfylkingarinnar með því að
styðja íslamskan flokk (Front Islamique du Salut, FIS) í fyrri umferð
kosninganna. Þegar allt benti til þess að sá flokkur næði völdum var
ákveðið að fella niður seinni umferð kosninganna. FIS var bannaður
og leiðtogar hans fangelsaðir. Þetta leiddi til mikillar þjóðfélagsólgu
og síðan borgarastríðs. Íslamskir hópar vígvæddust og lýstu yfir
stríði á hendur Hizb-Fransa (Franska flokksins), þ.e. frönskumæl-
andi menntamönnum, blaðamönnum, útlendingum og öllum sem
þeir töldu hafa unnið með stjórnvöldum gegn íslamska flokknum. Í
kjölfarið var fjöldi menntamanna myrtur, en hugtakið „menntamorð“
hefur verið notað um þessa atburði.15
Djebar brást strax við með því að að leggja til hliðar skáldsögu
sem hún var með í smíðum til að skrifa gegn ofbeldinu í alsír. Hún
skrifaði þrjár bækur í þessu skyni: Vaste est la Prison, Le Blanc
d’Algérie (algeirshvítur, 1995)16 og Oran, langue morte (Oran,
dautt tungumál, 1997)17. Í öllum þessum bókum er glímt við eyði -
legg ingu heimalands hennar. Markmiðið var ekki að skilja það sem
henni fannst óskiljanlegt, heldur að takast á við harmleikinn með
því að hugsa upp á nýtt svæði tungumálsins, þar sem fjölmörg
tungumál leysa af hólmi tvískiptingu/andstæður frönskunnar og
arabískunnar.
IrMa ErLIngSDÓTTIr
79
14 Sjá Julija Šukys, „Language, the enemy: assia Djebar’s response to the algerian intello-
cide“, Journal of Human Rights, 3(1)/2004, bls. 115–131.
15 um ofbeldið í alsír sjá t.d. Mohammed H. Hefez, „armed Islamist Movements and Political
Violence in algeria“, Middle East Journal, 54(4)/2000, bls. 571–592; Mohamed Samroui,
Chronique des Années de Sang: Algérie, Comment les Services Secrets ont Manipulé les
Groupes Islamistes, París: Denoël, 2003.
16 assia Djebar, Le Blanc d’Algérie, París: alben Michel, 1995.
17 assia Djebar, Oran, langue morte, París: actes Sud, 1997.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 79