Milli mála - 01.01.2010, Page 101
aftur á móti verður breyting á þessu næsta áratuginn því þá má
segja að ríki „þögn“; engar þýðingar á sögum frá þessum áratug
hafa fundist. Á þriðja áratugnum glæðist útgáfa á þýðingum úr
spænsku á ný en þá koma út nokkrar sögur í ýmsum ritum.
Flestar eru þær eftir þekkta og virta höfunda á borð við Pío
Baroja, ricardo Jaimes Freyre, rubén Darío og fyrrnefnda
Pardo Bazán. Sagan „Ástarsaga flakkara“ eftir Pío Baroja birtist
í Sunnudagsblaðinu í þýðingu axels Thorsteins sonar. Er tekið
fram að sagan sé þýdd úr ensku. „Ástarsaga flakkara“ er eina
verk Baroja sem hefur birst í íslenskri þýðingu. Hann er einkum
þekktur fyrir skáldsagnaskrif sín og er talinn til svonefndrar ‘98
kynslóðar á Spáni. Sömu sögu gaf axel út löngu síðar, eða 1972,
í smásagnasafninu Ástardrykkurinn og sögur eftir aðra heimsk-
unna höfunda. axel Thorsteinsson gaf út nokkrar frumsamdar
bækur og þýðingar en hann var blaðamaður, útvarpsmaður og
tímarita- og bókaútgefandi.26 Hann fór ungur til Kanada og
stofnaði þar tímaritið Rökkur árið 1922. Í því riti voru margar
smásagnaþýðingar27 en það hefur ekki reynst auðvelt að taka af
tvímæli um útgáfusögu þess. Fyrstu tveir árgangarnir voru gefn-
ir út í Winnipeg en útgáfa þess virðist hafa flust til Íslands með
axel og var gefið út hér frá 1924.28 Í því birtist sama ár sagan
„Juan neira“ eftir chileanska höfundinn Joaquín Díaz-garcés.
Hann var blaðamaður og rithöfundur sem skrifaði í anda cost-
umbrista-hefðarinnar, eins konar sveitasögur með þjóðlegum
fróðleik. Þýðandi er óþekktur og ekki vitað úr hvaða tungumáli
er þýtt; nafn höfundar hefur misfarist: Jouquin. Sagan hafði birst
fyrr á árinu sem neðanmálssaga í Morgunblaðinu. Tímaritið
Saga, einnig gefið út í Winnipeg, birti í lok áratugarins söguna
„Blæja Mab drottningar“ eftir skáldið rubén Darío frá
nicaragua. Þýðanda er ekki getið. Á þeim tíma var Darío orðinn
þekktur og verk hans höfðu borist víða. Darío er eitt mesta skáld
ameríku og spænskrar tungu og var upphafsmaður módernism-
ans í ameríku í lok 19. aldar, stefnu sem fluttist síðan til Spánar
KrISTÍn guðrún JÓnSDÓTTIr
101
26 Þess má geta að axel var sonur Steingríms Thorsteinssonar.
27 axel virðist hafa verið aðdáandi smásagna. Hann þýddi meðal annars Ítalskar smásögur I
og Ítalskar smásögur II – úr ensku – sem komu út 1937 og 1938. útgefandi var rökkur.
28 Sjá Ólafur F. Hjartar, Vesturheimsprent. Skrá um rit á íslensku prentuð vestanhafs og aust-
an af Vestur-Íslendingum, reykjavík: Landsbókasafn Íslands, 1986, bls. 40.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 101