Milli mála - 01.01.2010, Síða 108
til myndarinnar.41 Sigríður Thorlacius þýddi töluvert og hafði
„löngum viðað að sér góðum erlendum barnabókum og þýtt marg-
ar þeirra“ eins og hún sagði í viðtali árið 1979 þegar hún las
Marselínó í ríkisútvarpinu.42 Fernández romero var spænskur
náms maður sem dvaldi hér á sjötta áratugnum við íslenskunám og
varð síðar mikilvirkur þýðandi norrænna bókmennta á spænsku.
Hann þýddi meðal annars verk eftir Halldór Laxness meðan hann
var hér á landi. Það er ekki ólíklegt að Fernández romero hafi átt
hugmyndina að því að fá Helga Hálfdanarson til að þýða spænsk
skáld, meðal annars Federico garcía Lorca.43
Á sjöunda áratugnum var lítið um smásagnaþýðingar en Blasco
Ibáñez vitjar þó aftur íslenskra lesenda. Saga hans „Flautuleikarinn
frá Benicofar“ birtist í Tímanum en þýðandinn er óþekktur. Það
sem einkennir helst þennan áratug og þá sem fylgja í kjölfarið er að
nú beinast þýðingar að rithöfundum frá spænskumælandi löndum
rómönsku ameríku. Á þessum árum fara Evrópumenn að kynnast
bókmenntum ýmissa landa í ameríku og verk rithöfunda þaðan
rata út fyrir álfuna og ná meðal annars til Íslands gegnum ýmis
tungumál. Tvær sögur eftir Juan rulfo, hinn mikla smásagnahöf-
und frá Mexíkó, voru þýddar, „Segðu þeim að drepa mig ekki“ og
„Vegna fátæktar okkar“. Þær birtust í Lesbók Morgunblaðsins 1963
og Sunnudagsblaði Tímans 1965. Þýðanda að fyrri sögunni er ekki
getið en þá síðari þýddi Helgi H. Jónsson.44 Þessar sögur eru báðar
í smásagnasafninu Sléttan logar frá 1953. rulfo er án efa einn
markverðasti smásagnahöfundur álfunnar ef ekki heimsins. Árið
1962 birti Félagsbréf AB „Babýlóníuhappdrættið“ eftir annan „risa“
graFIð úr gLEYMSKu
108
41 Sjá ýmsar dagblaðaauglýsingar, til dæmis Vísir, 12. des. 1958, bls. 7 og Morgunblaðið, 11.
des. 1958, bls. 16. Einnig umfjöllun um bókina: „nýjar bækur frá Iðunnarútgáfunni“,
Morgunblaðið, 2. des, 1958, bls. 14 og „Frásagnir af örlagaríkum atburðum. Sex nýjar
bækur Iðunnarútgáfunnar og meðal þeirra akú-akú“, Vísir, 3. des, 1958, bls. 4.
Höfundurinn fékk bókmenntaverðlaun H.C. andersens árið 1968.
42 Þjóðviljinn, 25. júlí 1979, bls. 13.
43 Jón Ármann Héðinsson sagði frá því í viðtali við undirritaða (24. nóv. 2010) að hann hafi
komið Fernández romero í kynni við Helga Hálfdanarson þegar hann dvaldi á heimili hans
á Húsavík og var að þýða verk Halldórs Laxness. Má ætla að þessi kynni hafi að hluta til
leitt til þess að garcía Lorca varð vinsæll hér á landi og þýddur svo mjög sem raun ber vitni.
Fyrstu þýðingar Helga á garcía Lorca komu út 1957 í Nýju Helgafelli, en áður hafði Magnús
Ásgeirsson þýtt (úr sænsku) „Vögguþulu“ úr leikritinu Blóðbrúðkaup eftir spænska skáldið
og birt í Helgafelli 1945.
44 Hólmfríður Matthíasdóttir þýddi einnig fyrri söguna og las í ríkisútvarpinu árið 1985. Hún
er óútgefin.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 108