Milli mála - 01.01.2010, Page 136
minni þörf en áður fyrir fólk sem getur látið íslenskuna mæta hugs-
un og tjáningu sem er henni framandi.
Áhyggjur dagsins í dag beinast öllu fremur að því hvort þýðend-
ur séu starfi sínu vaxnir og gildir það vísast hvar sem er í heim -
inum. Danski þýðandinn Thomas Harder telur að þótt flestir
þýðendur séu góðir, séu allt of margir sem ekki uppfylli eðlilegar
kröfur. að hans mati verða þýðendur og forlög að taka á þessum
málum og bendir jafnframt á að umræða og gagnrýni sé af hinu
góða.7 Harder hefur miklar áhyggjur af samdrætti í tungumála- og
túlkanámi í Danmörku. Menn horfi æ meira til ensku sem lingua
franca og þeim fari ört fækkandi sem hafi staðgóða kunnáttu í
frönsku eða þýsku og leitun sé að einstaklingum sem sleipir séu í
báðum tungumálunum.8
Ég tel að margir deili þessum áhyggjum með Harder. Hér á Ís -
landi hafa áherslur í námskrá varðandi tungumálakennslu breyst og
reynsla margra kennara er að viðhorf nemenda til að lesa sér til á
erlendum málum séu yfirleitt frekar neikvæð.9 Efla þarf þýðinga-
starf til að mæta þörfum þeirra sem ekki geta lesið sér til gagns á
erlendum tungum, og jafnframt að auka tungumálakennslu til að
fleiri verði færir um að þýða af erlendum tungum á íslensku.
Oft er talað um að Íslendingar hafi hér fyrr á árum almennt lesið
dönsku sér til gagns.10 Sú færni virðist ekki hafa gengið til næstu
kynslóða, en markaður fyrir lesefni áfram verið til staðar og
þýðingar á skáldsögum úr dönsku eða öðrum norðurlandamálum
því fallið í góðan jarðveg. Mér er ekki kunnugt um að gerð hafi
verið athugun á því hversu mikið Íslendingar lesa á erlendum
tungumálum og þá hvaða tungumálum. Það má varpa fram þeirri
hugmynd, að um leið og kunnátta almennings í ákveðnu tungumáli
ÞýðIngar úr nOrðurLanDaMÁLuM
136
7 Thomas Harder, Mellem to sprog. Om oversættelse, tolkning, sprogpolitik, og hvorfor det er
bedre at være tosproget end tvetunget, Kaupmannahöfn: Museum Tusculanums Forlag,
2010, bls. 60.
8 Sama rit, bls. 36.
9 Kennarar heyrast oft kvarta yfir því að nemendur veigri sér í æ ríkari mæli við að lesa náms-
efni á erlendum málum – á það væntanlega jafnt við um ensku sem önnur tungumál. Það er
hugsanlega ávísun á meiri þörf fyrir þýðingar. Birna arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir
hafa gert rannsókn um tengt efni og má lesa um niðurstöður þeirra í greininni „Coping with
English at university. Students’ Beliefs,“ http://netla.khi.is/menntakvika2010 [sótt 31. des-
ember 2010].
10 Hér má vísa til þess að dönsk vikublöð áttu marga dygga lesendur hér á landi langt fram eftir
síðustu öld.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 136