Milli mála - 01.01.2010, Page 150
inalselskab frá árinu 1992. nítján bækur hafa hlotið verðlaunin,
tvær þeirra íslenskar, en af hinum sautján hafa átta verið þýddar á
íslensku sem er næstum helmingur. Sjö þeirra eru sænskar, fimm
norskar, fjórar danskar og ein finnsk.
af verðlaunabókum sem að framan getur hefur mun hærra hlut-
fall verið þýtt af glæpasögum en öðrum skáldverkum.29 Ástæðunn-
ar má ef til vill leita í framboði og eftirspurn á hverjum tíma.
Sakamálasögur hafa lengi verið vinsæl bókmenntagrein í hinum
enskumælandi heimi, en það er fyrst um og eftir 1990 að
Skandinavar hasla sér völl á sviði þeirra fyrir alvöru og vekja
athygli utan sinna heimalanda.30 Íslendingar hafa ekki farið var-
hluta af þessari þróun, því helmingur þeirra átta verðlaunaglæpa-
sagna sem þýddar hafa verið kom út á íslensku á árunum 1994 til
1999.
4. Lokaorð
Hér á undan hefur verið fjallað um skáldverk, sem hafa verið þýdd
úr norðurlandamálum undanfarin 50 ár, með áherslu á það sem af
er þessari öld og þau flokkuð. Einnig hefur verið reynt að skil-
greina það sem hefur verið þýtt og væri áhugavert að kafa dýpra í
það efni sem og að skoða það sem ekki hefur verið þýtt. Þetta er
einungis fyrsta skref í langtímaverkefni sem snýr að því að skoða
sögu þýðinga úr norðurlandamálum á íslensku.
útgefnum bókatitlum á Íslandi hefur fjölgað ár frá ári31 en
ekki er gerð grein fyrir því hér hvar fjölgunin kemur helst fram; í
þýðingum á erlendum verkum, frumsömdum íslenskum,
fræðibókum, ævisögum eða enn öðrum tegundum bóka. Í heild
fjölgar þýddum skáldverkum á tímabilinu 2000 til 2010, þótt
ÞýðIngar úr nOrðurLanDaMÁLuM
150
29 Hér má geta þess að bók Kerstin Ekmans, Atburðir við vatn, var bæði tilnefnd til bók-
menntaverðlauna norðurlandaráðs og glerlykilsins 1994, og hlaut þau fyrrnefndu.
(„Bókmenntaverðlaun norðurlandaráðs“, http://www.norden.org/is/nordurlandarad/verth-
laun-northurlandaraths/bokmenntaverthlaunin [sótt 29. desember 2010] og „Kochs kri-
mier“, http://www.kochskrimier.dk/oversigter/glasnoeglevindere.htm [sótt 30. desember
2010]).
30 Áður hefur verið minnst á þátt Svíanna Sjöwall og Wahlöö, sem nær aftur til 1975 (sbr. bls.
147)
31 Sjá töflu 1, bls. 135.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:38 PM Page 150