Milli mála - 01.01.2010, Page 180
á fræðimenn við Háskóla Íslands að birta rannsóknaniðurstöður í
erlendum fræðiritum og þá á ensku. Þetta sést m.a. á því að fleiri
rannsóknarstig fást fyrir greinar í erlendum ritum en innlendum,
framgangur miðast við birtingar í erlendum ritum og við úthlutun
úr samkeppnissjóðum er hvatt til útgáfu á ensku samanber núgild-
andi stefnu Háskóla Íslands4. Með því að hvetja fræðimenn til þátt-
töku í alþjóðlegu fræðastarfi er um leið leitast við að auka sam-
keppnishæfni íslenskra fræðimanna og háskóla. Þessi stefna vekur
hins vegar áleitnar spurningar um jafnræði þ.e. að hve miklu leyti
fræðimenn eru þess umkomnir að skrifa fræðigreinar á ensku, um
gæði slíkra skrifa á öðru máli en móðurmálinu og þá raunverulega
samkeppnishæfni. En um leið þarf að velta fyrir sér hvaða áhrif það
hefur á þróun íslenskrar akademískrar orðræðu ef fræðaskrif verða
mikið til á ensku. Spurningar sem þessar eru ekki séríslenskt fyrir-
brigði heldur má segja að um gervalla Evrópu, en einkum í norður-
Evrópu, sé tekist á um sömu málefni. Fram til þessa hafa ekki legið
fyrir tölur um umfang fræðaskrifa á ensku á Íslandi, hvernig þau
dreifast á fræðasvið né heldur hafa viðhorf fræðimanna við
Háskóla Íslands til enskunotkunar verið könnuð fyrr en nú.
Könnunin sem hér greinir frá er hluti af langtíma rannsóknar-
verkefni sem styrkt er af rannÍS og rannsóknarsjóði Háskóla
Íslands. Markmið verkefnisins er að kortleggja stöðu ensku sem
samskiptamáls í breyttu málumhverfi á Íslandi. Sú könnun sem hér
er lýst tilheyrir þeim hluta rannsóknarverkefnisins þar sem skoðuð
eru annars vegar viðhorf nemenda og hins vegar viðhorf kennara til
enskunotkunar almennt í námi og kennslu við Háskóla Íslands. Í
þeim hluta var m.a. kannað hversu vel eða illa undirbúna nemend-
ur og kennarar teldu sig vera til að takast á við mikla enskunotkun
en eins og áður hefur komið fram eru um 90% námsbóka á háskóla-
stiginu á Íslandi skrifuð á ensku.5 niðurstöður þeirra kannana eru
kynntar í fyrri skrifum.6 Í þessari grein verður lýst viðhorfum kenn-
EnSKan Og FrÆðaSKrIFIn
180
4 Stefna Háskóla Íslands, http://www.hi.is/is/skolinn/stefna_og_markmid.
5 Birna arnbjörnsdóttir og Hulda Kristín Jónsdóttir, „notkun ensku í háskólanámi á Íslandi“,
fyrirlestur haldinn á Hugvísindaþingi, 13–14 mars, 2009.
6 Hafdís Ingvarsdóttir og Birna arnbjörnsdóttir, „Coping with English at Tertiary Level:
Instructors’ Views“, Menntakvika 2010, ráðstefnurit gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um
uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, http://netla.khi.is/mennta -
kvika2010/010.pdf; Birna arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, „Coping with English at
university: Students’ Beliefs“.
Milli mála 2011_Milli mála 1-218 6/28/11 1:39 PM Page 180