Helgafell - 01.12.1955, Síða 92

Helgafell - 01.12.1955, Síða 92
90 HELGAFELL leika, ummyndar hann hann á augabragði með töfrasprota sínum og snýr hon- um í fegurð. Þetta er gullgerðarlist, þetta eru töfrar'V) Efni allra listaverka er sótt í mannlega reynslu, reynslu mannsins af sjálf- um sér, öðrum mönnum og náttúrunni. I þessum skilningi tala listamenn oft um náttúruna sem ótæmandi uppsprettu allra lista, hinn eilífa lærimeistara þeirra, hina miklu spekibók, sem öllum stendur opin, en fáir kunna að lesa. Sú skoðun hefur lengi ríkt, að náttúran legði mönnum til efnið, en hin list- ræna sköpun væri í því fólgin að gefa þessu efni fagurt form. Mikill hluti fagur- fræði 19. aldarinnar snerist um þessi tvö hugtök, form og efni, og má greina að tvær meginstefnur hennar eftir því, hvort menn töldu fegurðina fólgna í formi listaverksins eða í efni þess. Allar tilraunir til að skilja að form og efni listaverka hafa komizt í ógöngur. Þeir fagurfræðingar, sem töldu fegurðina fólgna í forminu, urðu,að játa, að áhrif listaverksins yrði meiri, ef við form- fegurðina bættist efnisgildi, og hinir, sem héldu fram efnisgildinu, gátu ekki lokað augunum fyrir því, að efmð yrði áhrifaríkara, ef það væri klætt í fag- urt form. Sannleikurinn virðist vera þessi: Að vísu er hægt, í vissum skilningi, að greina að form og efni Iistaverka.en hvorugt þeirra einangrað, tekið út af fyrir sig, er fagurt eða listrænt. Aðeins eining þeirra er listræn eða fögur. Þetta merkir, að í list hefur efnið ávallt form og formið tjáir ávallt eitthvert efni. I listaverkum eru form og efni ekki tveir aðskildir og sjálfstæðir þættir, heldur er þar um frumrænan samruna þeirra að ræða, svo að hvorugt er þar til án hins. I listaverkum hefur allt form merkingu, það tjáir eitthvað, og efn- ið, innihaldið, hefur ávallt eitthvert form. Þetta tvennt er óaðskiljanlega sam- runnið. Formið fellur ekki einungis að efninu, heldur renna þau saman, þann- ig, að hvorugt á sér sjálfstæða tilveru án hins. Þegar skáldið yrkir kvæði, veit það ekki fyrirfram, hvernig það á að vera. Skáldinu er ólíkt farið og húsgagnasmiðnum.sem hefur hjá sér mál og teikningu af borði og veit þvi fyrirfram, hvernig borð hann ætlar að smíða. Hugarsýnir og tilfinningar skálds- ins klæðast æ ákveðnari mynd, eftir því sem lengra líður á sköpunarstarfið. Aðeins í fullortu kvæði sér skáldið, hvert markmið sitt hefur verið. Um leið og ljóðið tekur á sig fastara form, verður merking þess eða efni að sama skapi ákveðnara. M. ö. o. þróun forms og efnis kvæðisins í huga skáldsins er eitt og hið sama. I misheppnuðum listaverkum er eining forms og efnis rofin. Bæði efni og form verða að gagntaka hug listamannsins. Þess vegna velur góður listamaður sér aldrei einskisvert efni, né kastar höndunum til formbúnings þess efnis, sem honum er kært. Ef hann reynir þetta, mistekst honum að skapa listaverk. Verk hans verður sjálfu sér sundurþykkt, í því verður vart tvískinnungs, þar sem eining forms og efnis eru rofin. Sannur listmaður ber jafna lotningu 1) Rodin: L’Art, París 1911.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.