Helgafell - 01.12.1955, Side 95

Helgafell - 01.12.1955, Side 95
LIST OG EFTIRLÍKING 93 ustu raunhyggjumanna draga upp mjög stytta og ófullkomna mynd af sálar- lífi þeirra manna og þeim atburðum, sem þeir hafa tekizt á hendur að lýsa. Hin raunsæjasta orðlist er því ekki rétt spegilmynd mannlífsins. Zola, forvígis- maður raunsæisstefnunnar, var nógu mikill hstamaður til að skilja þetta. Hann segir einhversstaðar: „Une oeuvre ne sera jamais qu’un coin de Ia nature vu á travers un tempérament“, en það er í lauslegri þýðingu: Listaverk er aldrei nema örlítið brot af náttúrunni eins og hver maður skilur hana samkvæmt eðli sínu. Skáldið líkir ekki blint eftir náttúrunni frekar en aðrir listamenn. Það er aldrei bundið af fyrirmyndinni. í mannlýsingum styðzt það ekki nærri alltaf við raunverulegar fyrirmyndir, sem það breytir svo og lagar í hendi sér. Yms- ar mannlýsingar í skáldverkum eru hrein hugsmíði. Eftirlíking eða stæling er eitt þeirra hugtaka í fagurfræði, sem notað er í fleiri en einni merkingu. Þetta hugtak er margrætt og óákveðið og veldur því notkun þess oft ruglingi. I þrengstu og bókstaflegri merkingu er eftirlíking stæling á svipbrigðum, látæði og hreyfingum annars manns, eða það sem kallað er eftirhermur. Eftirlíking af þessu tagi er ekki list, og hinn mesti mis- skilningur er að rugla saman leikara og hermikráku. Leikarinn þarf ávallt á skapandi ímyndunarafli að halda til að túlka skapgerð þeirrar persónu, sem hann leikur. í öðru lagi er talað um eftirlíkingu, þegar maður gerir tilraun til að gera nákvæma eftirmynd af náttúrlegum hlut, eða hlut, sem einhver annar maður hefur gert. Stælandinn þarf hér engan veginn að nota sömu að- ferðir og sá, er fyrirmyndina gerði. Hann vill einungis ná sama árangri. Nú er oft talað um eftirlíkingu í enn annarri merkingu, og getur þessi tegund eftirlik- ingar hafizt til listrænnar tjáningar. Þá er ekki átt við, að listaverkið sé nákvæm eftirmynd einhvers hlutar, heldur, að það veki með mönnum sömu eða svip- aðar tilfinningar eða hafi sömu eða svipuð áhrif og fyrirmyndin. Þótt mál- verkið sé ekki alveg eins og fyrirmyndin, er markmið málarans að vekja með mönnum svipaða tilfinningu og sýn fyrirmyndarinnar myndi vekja með þeim. Til þess að ná þessum árangri beitir hann ýmsum brögðum: að nokkru leyti stælir hann nákvæmlega fyrirmyndina, en í sumum atriðum víkur hann frá henni, dregur skýrar fram ýmsa drætti hennar og sérkenni, sleppir öðrum, bæt- ir jafnvel sumum við. Allt þetta er gert af leikni og kunnáttu, enda er það auðvitað engan veginn sakir kunnáttuleysis, að andlitsmálarar leggja ekki ein- göngu stund á að stæla fyrirmyndina nákvæmlega. Vér könnumst öll við, að hlutir eru breytilegir í skynreynslu vorri eftir sálarástandi voru í þann og þann svipinn. Þegar veiðimaðurinn stendur augliti til auglitis við óargadýr, sýnist honum kjaftur þess og klær enn stærri og ægilegri en þau eru í raun og veru, af því að hann er hræddur og honum stafar hætta af dýrinu. Af þessu leiðir, að ljósmynd eða nákvæm eftirlíking af óargadýri er kenndrænt ólík því. Af þessari ástæðu víkur málarinn oft frá hinni hlutlægu fyrirmynd. Tilgangur hans er að vekja með áhorfendunum líka tilfinningu og þá, sem býr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.