Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 113

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 113
ÞYZK MYNDLIST VORRA TIMA III efnishyggju, kúgaðir og vonþrota, þótti á þeim árum nægilegt efni í listaverk, þar sem leitazt var við að túlka á áhrifamikinn hátt virðinguna fyrir mann- inum og rétt hans til mannsæmandi lífs. Slíkar myndir voru annað og meira en tímabundin þjóðfélagsádeila, heldur fólst í þeim djúp samsvörun listamanns- ins við hugsjónina um bræðralag alls mannkyns. I dag leitum við árangurs- laust að hliðstæðum slíkrar listar, — og það meira að segja í Þýzkalandi. Þetta er því undarlegra, sem efniviðurinn virðist vera nægur til slíkrar myndtúlkunar. En hvernig sem við leitum, þá finnum við engar myndir, sem draga fram hryllinætur loftárásanna, hina gegndarlausu eyðileggingu styrj- aldarinnar, eða sem segja okkur um neyð þeirra milljóna, sem hafa orðið að hrekjast frá heimilum sínum á austursvæðunum, eða um lífið í bröggunum og þeim þúsund vandamálum, þjóðfélags- og menningarlegum, sem það hefur leitt af sér. Helzt virðist svo sem listamanni nútímans komi þrengingar og ör- birgð sambræðranna ekki við. Þýzk nútímalist hefur ekki ennþá eignazt neitt, sem gæti kallazt hliðstæða „Guernicu“ eftir Picasso. Spurningin um samstöðu listarinnar við manninn, við mannsmyndina, við hið mannlega í manneskjunni, — spurningin um afstöðuna til mannsins í daglegu umhverfi sínu og striti, er því hin veigamesta, sem að nútíðarlistinni snýr. Um þetta efni gildir nokkuð hið sama og þegar hefur verið sagt um trú- arlega myndlist Þýzkalands. Málarar eldri kynslóðarinnar, sem sumir eru látn- ir fyrir alllöngu, sumir nýlega, og aðrir, sem enn eru á lífi, sýna í verkum sín- um listræn gildi, sem virðast standa jafn óhögguð þótt nýir tímar taki við. Meðal þessara listamanna er fyrst og fremst að nefna Ernst Barlach, Gerhard Marcks, Karl Hofer og Max Beckmann, Emil Nolde og Schmith-Rottluff. Við þennan hóp bætast enn nokkrir yngri menn, sem eiga það sameiginlegt þeim eldri,*að gera manninn, mannsmyndina, að höfuðviðfangsefni listar sinnar, hvort sem túlkunarform þeirra er hlutrænt eða óbundið ákveðinni fyrirmynd. Barlach og Beckmann eru látnir, hinir starfa enn óbrotnu afli. Þeir til- heyra ekki neinum sameiginlegum stíl eða stefnu, heldur fara þeir hver sína leið, að því er virðist óháðir hvor öðrum. Það eina, sem þeim er sameiginlegt er það, að maðurinn skipar ávallt öndvegissess í verkum þeirra, enda þótt hann sé skilinn og túlkaður á ólíkan hátt. Ernst Barlach var í senn myndhöggvari, svartlistarmaður og skáld, — einn þeirra alhliða snillinga, sem þjóð eru aðeins gefnir á löngum árafresti. Allt lífsstarf hans mótaðist af túlkun hins stríðandi manns, sem leitar einmana og yfirgefinn að vegi hins dýpsta sannleika. Mannsmyndir hans sýna ekki ákveðnar persónur, þær eru ekki svip- eða sálarlýsing Péturs eða Páls, held- ur er þeim lyft á svið hins ópersónulega. I þeim er leitazt við að finna sam- hljóm þeirrar veraldar, sem við byggjum við hin dýpstu eðlisrök lífsins. Þegar Barlach gerir risahöggmyndir fyrir Katrínarkirkjuna í Lýbiku, ætlaðar í vegg- skotin þar sem áður stóðu fornar höggmyndir, þá er það „syngjandi fólk“,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.