Morgunblaðið - 23.10.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.10.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er ekki bjartsýnn á að þetta réttist að öllu leyti við á innanlands- markaði. Grillvertíðin hefur veruleg áhrif og hún kemur ekki til baka,“ segir Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda og Markaðsráðs kinda- kjöts, um möguleika þess að vinna til baka þann samdrátt sem orðið hefur í sölu lambakjöts á þessu ári. Lambakjötið hefur heldur látið undan síga á síðustu mánuðum og misserum. Ef litið er til síðustu tólf mánaða er samdrátturinn 9,2%. Hann var raunar meiri í september, miðað við sama mánuð í fyrra, eða um 22,3%. Ingvar Már Gíslason, markaðs- stjóri Norðlenska, viðurkennir að sala á lambakjöti hafi ekki verið auðveld í ár. Framleiðsla sé mikil og markaðurinn teljist kaupendamark- aður. „Það er mikill verðslagur og neytendur njóta þess. Ætli verð á lambakjöti sé ekki hagstæðara en það hefur nokkru sinni verið? Það hefur drifið söluna áfram að und- anförnu,“ segir Ingvar. Sigurður vekur athygli á því að hægt sé að fá lambalæri á verði sem er undir 1.000 kr. á kílóið út úr búð og á þá við frosið lambakjöt frá sláturtíð 2013. „Ég tel það gott verð.“ Svínakjötið heldur sínu Sigurður telur að skýra megi mik- inn samdrátt í sölu í september að hluta til með því að sláturtíð hófst örlítið seinna en venjulega. Þess ber að geta að tölur um sölu kindakjöts á innanlandsmarkaði eru miðaðar við sölu frá afurðastöðvum til kjöt- vinnslna og verslana og telur Ingvar að sveiflu í september megi ef til vill skýra með því að kjötvinnslur hafi verið vel birgar af kjöti og haldið að sér höndum við frekari kaup. Ef litið er til annarra innlendra kjötafurða má sjá að samdráttur er í öllum greinum á síðustu tólf mán- uðum, nema svínakjöti. Sala á því eykst um 1,7% á milli ára. Tölurnar af innanlandsmarkaði þurfa þó ekki að endurspegla sam- drátt í kjötneyslu í landinu því inn- flutningur á kjöti hefur aukist. Þannig voru flutt til landsins 1.820 tonn af kjöti fyrstu átta mánuði árs- ins, eða tæpum 800 tonnum meira en sömu mánuði í fyrra. Mest mun- ar um stóraukinn innflutning á nautakjöti, sem nemur 757 tonnum á móti 115 tonnum þessa mánuði í fyrra. Innflutningur á kjúklingum hefur einnig aukist og nemur 686 tonnum.  Samdráttur í sölu á lambakjöti á innanlandsmarkaði þrátt fyrir verðlækkun á markaði  Flutt hafa verið inn tæp tvö þúsund tonn af kjöti það sem af er ári Kindakjötssala eykst ekki Morgunblaðið/RAX Skrokkar Lömbin eru þyngri í haust og framleiðslan eykst. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Háhyrningurinn Keikó drapst vegna þess að tilfinningar og óskhyggja náðu yfirhöndinni, en þekking og reynsla fékk að sitja á hakanum. Svo segir í nýrri bók, Killing Keiko, eftir Mark A. Simmons, sérfræðing í atferli dýra og einn af þeim sem sáu um þjálfun Keikó og tilraunir til þess að koma honum á ný í náttúrulegt umhverfi. Í bók sinni lýsir Simmons ýmsum ágreiningi sem varð á milli hans og félaga hans, Robins Friday, annars vegar og yfirstjórn samtakanna Ocean Futures Society, sem hafði veg og vanda af verkefninu hérlendis, hins vegar. Segir Simmons að reynt hafi verið að þrýsta á um að Keikó yrði sleppt út í náttúruna fyrr en æskilegt væri. Lifðu í „Hollywood-veruleika“ Simmons lýsir ítarlega í bók sinni fyrstu tilrauninni til þess að kynna Keikó fyrir öðrum villtum háhyrningum og endaði hún með þeim ósköpum að Keikó flúði, og tókst með herkjum að fá hann til baka til Klettsvíkur. Gagnrýnir Simmons mjög yfirstjórn verkefnisins, sem hann segir hafa lifað í þeim „Hollywood-veruleika“ að trúa því að Keikó myndi bara þurfa þetta eina tækifæri til þess að verða frjáls. Tilefnið hafi því orðið að hálf- gerðum fjölmiðlasirkus, sem hafi ekki orðið til að róa taugar Keikó. Sögðu Simmons og Friday sig í kjölfarið frá verkefninu. Simmons ber Íslandi og Íslendingum að mestu vel söguna, og segir til dæmis á einum stað að hann hafi orð- ið stoltur af Landhelgisgæslunni fyrir hönd Íslendinga. Eftir því sem á leið kvarnaðist hins vegar úr sérfræð- ingahópnum frá Bandaríkjunum sem fenginn var til þess að sjá um Keikó og þurfti að draga úr kostnaði, sem um tíma var orðinn 26 milljónir króna á mánuði. Yfirstjórn verkefnisins hafi þá brugðið á það ráð að ráða heima- menn til starfa. Simmons segir að Ísland hafi ekki haft innviði til þess að fylla í skörðin með eigin fólki. Segir Simmons það ekki meint sem móðgun gagnvart þjóðinni, heldur hafi þekkingin sem þurfti til þess að sleppa há- hyrningi út í Atlantshafið á ný verið það sérhæfð að hana hafi ekki verið að finna hér á landi. Simmons greinir einnig frá því í bók sinni að Jim Horton, einn af þjálfurum Keikó, með víðfeðma reynslu úr skemmtigarðinum SeaWorld, hafi greint lungnasýk- ingu í hvalnum. Þessari staðreynd hafi hins vegar verið sópað undir teppið, því að í henni fælist viðurkenning á því að Keikó myndi aldrei spjara sig í náttúrunni. Segir Keikó hafa drep- ist vegna óskhyggju  Aðbúnaður háhyrningsins gagnrýndur í nýrri bók Morgunblaðið/Kristinn Keikó Háhyrningnum komið fyrir í innsiglingunni í Eyjum í september 1998, eftir flutning frá Bandaríkjunum. Ford 450 Sjálfskiptur. Árg. 2006, ekinn 18 þús. km. Bíllinn er útbúin 1,5 tonna vöru lyftu. Einnig er Stöðvarleyfi hjá Nýju sendíbílastöðinni til sölu hjá sama aðila og getur það selst sér. FORD sendibíll til sölu Nánari upplýsingar veitir Sæberg í síma 557 9229 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Átján starfsmönnum var sagt upp í gær hjá Arion banka. Þar á meðal eru einu tveir starfsmenn bankans á Hólmavík en í kjölfarið verður úti- búinu þar lokað. Fólki sem átt hefur í viðskiptum við útibúið er bent á næsta útibú í Borgarnesi, sem er í um 160 kílómetra fjarlægð. „Þetta er búið að vera í gangi frá vorinu ár- ið 2008 til dagsins í dag. Það hefur varla liðið mánuður án þess að komið hafi til uppsagna. Það er þessi enda- lausa svokallaða hagræðing sem kemur fyrst og fremst fram í því að það er verið að loka afgreiðslu- stöðum, bæði í Reykjavík og um allt land,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfs- manna í fjármálaþjónustu. Hann ótt- ast að frekari uppsagna sé að vænta í bankakerfinu. „Við erum komin niður fyrir þann fjölda sem vann í viðskiptabankakerfinu öllu fyrir 25 árum,“ segir Friðbert. Um 3.300 manns starfa í viðskiptabönkunum. Haraldur Guðni Einarsson, for- stöðumaður samskiptasviðs hjá Ar- ion banka, segir að þeir, sem hafi verið sagt upp, séu allir á við- skiptabankasviði. Hann segir að útibúi í Borg- arnesi sé ætlað að sinna kjarna- starfsemi á Vest- urlandi og því sé viðskiptavinum á Hólmavík beint þangað. „Af þeim sem eru með sín viðskipti á Hólma- vík, þá er um helmingurinn með bú- setu á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Haraldur Guðni. Andrea K. Jónsdóttir, sveit- arstjóri í Strandabyggð, segist afar hissa á þessari ákvörðun. „Ég er mjög vonsvikin yfir þessu. Þetta er tap á störfum úr sveitarfélaginu og það er mjög alvarlegt. Sérstaklega í ljósi þess að nú er sýslumaður að hverfa á brott og að auki eru blikur í sjávarútvegi. Línuívilnun og skertur ýsukvóti er í raun aðför að þeirri grein. Þegar þetta er tekið saman þá er þetta mjög alvarleg staða,“ segir Andrea. Næsta útibú í 160 km fjarlægð  Arion segir upp 18 starfsmönnum Andrea Kristín Jónsdóttir Enn er mikil skjálftavirkni og sig í Bárðarbungu. Rúmlega 50 skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti og var sá stærsti 4,9 að stærð kl. 11.09. Í gær mældist stór skjálfti 5,3 stig að stærð við norðanverða brún Bárðarbunguöskju. Nokkuð hefur dregið úr virkni eldgossins í Holuhrauni, en gas- mengun er helsta vandmálið sem það skapar. Veðurstofan varar við gasmengun á norðanverðu landinu í dag, frá Jökuldalsheiði fyrir aust- an, vestur í Hvammsfjörð. Gasmengun á norð- anverðu landinu Fimm rútur á leið til Seyðisfjarðar í Norrænu lentu í vanda á Fjarðar- heiði í gærkvöldi vegna mikillar hálku. Komust þær aftur af stað eftir að keðjur voru settar á dekkin. Lögreglan ítrekar mikilvægi þess að nota keðjur í svona færi og segir að fleiri stórir bílar hafi komist í hann krappan á heiðinni vegna van- búnaðar. Fljúgandi hálka á Fjarðarheiði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.