Morgunblaðið - 23.10.2014, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þótt um tveir mánuðir séu til jóla
eru sumar jólavörur þegar upp-
seldar í Ikea í Garðabæ. Jólalögin
eru samt ekki farin að heyrast á öld-
um ljósvakans þetta haustið og
hlustendur FM957 verða að bíða þar
til fyrsta sunnudag í aðventu til að
heyra þessi árstíðarbundnu lög.
Verslunarkeðjan Walmart í
Bandaríkjunum byrjaði að selja jóla-
vörur í lok september og tæpum
mánuði síðar eða fimmtudaginn 16.
október sl. hófst sala á jólavarningi
hjá Ikea í Garðabæ. Birna Bogadótt-
ir, sölustjóri hjá Ikea, segir að venj-
an sé að taka upp jólavörurnar um
miðjan október og á því hafi ekki
orðið breyting í ár.
Skipulagðir viðskiptavinir
„Salan hefur gengið mjög vel,
jafnvel betur en undanfarin ár,“ seg-
ir Birna og telur að helsta ástæðan
sé sú að viðskiptavinir séu skipu-
lagðari en áður. „Fagurkerinn í fólki
blómstrar líka kannski fyrr en
venjulega,“ bætir hún við.
Að venju er víða boðið upp á mikið
úrval af vörum sem tengjast jólum
og jólahaldi. Birna bendir á að Ikea
bjóði upp á vörur sem endurspegli
sænska hefð og þessar vörur hitti
greinilega vel í mark á Íslandi. Með
tilliti til þess að sumar vörur hafi
þegar selst upp segir Birna að alltaf
megi deila um hvort innkaupin séu í
réttu magni eða hvort markhóp-
urinn taki snemma við sér en hvað
sem því líði sé hún ánægð með inn-
kaupin. „Við teljum innkaupin okkar
vera vel skipulögð og fín og erum
sátt við innkaup ársins,“ segir hún.
Bætir við að vissulega komi sumar
vörur ekki aftur fyrir jól en aðrar,
eins og til dæmis ákveðnar jólaserí-
ur, verði aftur fáanlegar. „Ein og ein
vara hefur klárast og það er bara
flott, því við getum þá sagt með
sanni að Íslendingar taka vel á móti
„sænsku“ jólunum í ár.“
Jólalögin byrja 30. nóvember
Jólalögin eru órjúfanlegur hluti
jólanna. Eins og samheitið gefur til
kynna eru þau almennt aðeins spiluð
í aðdraganda jóla og yfir jólin.
Útvarpsstöðin FM957 hefur sér-
hæft sig í flutningi jólalaga fyrir jól
og hefst útsending fyrsta sunnudag í
aðventu, sem er 30. nóvember í ár.
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrár-
stjóri FM957, segir að sú hefð hafi
skapast að byrja að spila jólalög
fyrsta sunnudag í aðventu. „Við
prófuðum einu sinni að byrja að spila
jólalög í kringum 20. nóvember og
það var ekki leið til vinsælda, okkar
hlustendum þótti þetta of snemmt,“
segir hann. Ríkharð leggur áherslu á
að ekki megi byrja of snemma og
reynslan sýni að fyrsti sunnudagur í
aðventu sé rétti tíminn. Hann bætir
við að venjan sé að fara rólega af
stað og auka síðan keyrsluna eftir
því sem nær dragi jólum. „Síðustu
vikuna fyrir jól erum við nánast ein-
göngu í jólalögum,“ segir hann.
Hápunktur jóladagskrár FM957
er á aðfangadag. Ríkharð segir að þá
sé boðið upp á sérstaka hátíðardag-
skrá, beina útsendingu frá klukkan
níu að morgni til klukkan sex, þegar
klukkurnar hringja inn jólin. „Hér
starfa mikil jólabörn,“ heldur hann
áfram og bætir við að jólalögin séu
spiluð fram á miðnætti annars dags
jóla. „27. desember er síðan allt
komið í eðlilegt horf, þá byrjum við
að stuða okkur aftur upp og und-
irbúa áramótin.“
Morgunblaðið/Golli
Jólagleði í Rúmfatalagernum Jólavörurnar eru áberandi í Rúmfatalagernum í aðdraganda jóla.
Sumar jóla-
vörur þegar
uppseldar
„Sænsku“ jólunum vel tekið í Ikea
Byrja að spila jólalögin á aðventunni
Engin
lántökugjöld
Lánshlutfall
allt að 80%
Engin
lántökugjöld
Allt að 7 ára
lánstími
Landsbankinn býður betri kjör. Í október greiða
einstaklingar engin lántökugjöld af bílafjármögnun.
Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/bilalan.