Morgunblaðið - 23.10.2014, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Nýr sporðamælingavefur Jöklarann-
sóknafélags Íslands sýnir hvernig
margir helstu jökulsporðar landsins
hafa breyst frá því að byrjað var að
mæla þá. Vefurinn var kynntur á
haustfundi Jöklarannsóknafélagsins
á þriðjudaginn var. Slóðin á vefinn er
http://spordakost.jorfi.is.
Vefurinn byggist á kortavefsjá sem
sýnir breytingar á 64 mælistöðvum
við 50 jökulsporða. Hægt er að skoða
línurit sem sýnir
þróunina, hvernig
jökulsporðurinn
hefur hopað eða
gengið fram, við
hverja mælistöð
frá því að mæl-
ingar hófust á
hverjum stað. Til
er gríðarlega mik-
ið af mæligögnum
sem eru aðgengi-
leg á síðunni. Eins
eru gefnar nánari upplýsingar um
jökulinn sem mælistöðin tilheyrir,
hvenær mælingar hófust þar og hver
annast þær nú. Þá er hægt að skoða
ljósmyndir sem sýna umræddan
jökulsporð. Í nokkrum tilvikum eru
ljósmyndaraðir sem sýna breytingar
sporðanna. Ljósmyndirnar eru flest-
ar eftir Odd Sigurðsson og Snævar
Guðmundsson.
Eins og sést á meðfylgjandi skjá-
skoti af vefnum er hægt að kalla fram
og skoða útlínur jöklanna frá árunum
1890 (rauð), 1946 (græn) og 2000 (blá)
og bera saman við nýjasta kortið. Þá
er hægt að lesa á síðunni ársskýrslur
um jöklabreytingar sem birst hafa í
tímaritinu Jökli allt frá 1950, skoða
yfirlitsmyndir sem sýna marga jökla
saman og þar verða einnig aðgengi-
legar vísindagreinar um jökla.
Sporðamælingavefurinn var settur
upp á liðnu sumri í verkefninu
Sporðaköst sem Vinir Vatnajökuls
styrktu. Andrea Björk Björnsdóttir,
nemi í stærðfræði og tölvunarfræði
við HÍ, forritaði vefinn. Verkefninu
stýrðu þeir Hálfdán Ágústsson, dokt-
orsnemi í veðurfræði, og Tómas Jó-
hannesson, fagstjóri á sviði jökla-
rannsókna, báðir hjá Veðurstofu
Íslands. Þróun vefjarins er ekki lokið.
Merkilegir mælistaðir
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
og sérfræðingur á sviði jöklarann-
sókna hjá Veðurstofunni, hefur haft
umsjón með jöklamælingum frá árinu
1987. Hann sagði að sér þættu sumir
mælistaðirnir við jökulsporðana vera
mjög merkilegir. „Ég hef mikið dá-
Sporðaköst jöklanna á netinu
Nýr vefur Jöklarannsóknafélags Íslands sýnir hvernig margir helstu jöklar landsins hafa breyst
frá því að mælingar á jökulsporðum hófust Sjálfboðaliðar fara á hverju hausti að mæla sporðana
Oddur
Sigurðsson
Kaldalónsjökull Jökullinn hljóp í september 1998. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, hefur mælt jökulsporðinn í meira en aldarfjórðung.
NÝ UPPLÝSINGASÍÐA UM FJÁRMÁL Á LÍFEYRISALDRI
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is
HOLLRÁÐ VIÐ
STARFSLOK
Fjármál flækjast til muna þegar taka lífeyris hefst. Starfsfólk VÍB hefur sérhæft sig í fjármálum
í aðdraganda og kjölfar starfsloka. Við höfum sett upp einfalda vefsíðu þar sem leitast er við
að svara áleitnum spurningum er kunna að brenna á fólki á þessum tímamótum.
» Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
» Hvernig og hvenær ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn?
» Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið?
» Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?
Kynntu þér málið á vib.is/60 eða bókaðu fund þér að kostnaðarlausu í síma 440 4900.