Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 23

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 23
læti á sumum stöðum, en hver jökull segir þó sína sögu,“ sagði Oddur. Sem dæmi um mælistaði sem hann heldur upp á nefndi hann Sólheima- jökul, sem hefur mjög heillegan mæl- ingaferil. Sólheimajökull hefur fylgt hitamælingum ótrúlega vel og miklu betur en menn óraði fyrir að myndi gerast í jöklum, að sögn Odds. Annar staður er Múlajökull suður sem er í Hofsjökli. Hann er framhlaupsjökull en sýnir engu að síður áhrif loftslags- breytinga. Þá fylgir Hyrningsjökull í Snæfellsjökli sömuleiðis sveiflum í loftslaginu mjög vel. Breiðamerkurjökull hefur sýnt mjög sláandi áhrif þess að hafa Jök- ulsárlón á Breiðamerkursandi við jökulsporðinn, að sögn Odds. Korta- sjáin sýnir þrjár mælistöðvar frá ár- um áður, við Hálfdanaröldu, Skála og Stemmu, sem nú eru komnar langt frá jökulsporðinum vegna þess hve langt hann hefur hopað. Breiðamerk- urjökull hefur styst meira en aðrir jöklar í landinu vegna þess að Jökuls- árlón bræðir mikinn jökulís umfram það sem gerist vegna loftslagsáhrifa. Breiðamerkurjökull er samsettur úr nokkrum jökulstraumum en í hon- um koma saman aðallega fjórir skrið- jöklar. Austastur er Norðlingalægð- arjökull, svo Esjufjallajökull og Mávabyggðajökull en þeir koma allir ofan af breiðum bungum Vatnajök- uls. Vestast er ónefndur skriðjökull úr Öræfajökli. Jöklarnir renna saman í dal sem veldur því að Breiðamerk- urjökull hrúgast upp á flatlendinu. Þessir jökulstraumar geta hegðað sér mjög mismunandi þótt þeir séu sam- an komnir í einn í dalnum. Breiðamerkurjökull var enn þykk- ari á árum áður en hann er nú. Oddur nefndi athyglisverðar ljósmyndir sem teknar hafa verið til vesturs frá Reynivöllum í Suðursveit. Bóndinn þar tók mynd seint á fjórða áratug 20. aldar og þá var Breiðamerkurjökull eins og fjall sem byrgði sýn til Öræfa- jökuls. Nú er hann horfinn úr mynd- inni og skyggir ekki lengur á Öræfin. Langt ferðalag Oddur sagði að hafa bæri í huga að á bakvið hverja mælingu væri yfir- leitt langt ferðalag, fyrst aðallega fót- gangandi en síðar gangandi og ak- andi. Sjaldan hafi þetta verið minna en dagsferðir. Fyrstu árin voru það aðallega bændur og menn tengdir Jóni Eyþórssyni sem mældu í sjálf- boðavinnu. Nú eru fáir bændur eftir í hópi mælingamanna, en nokkrir samt. Í þeirra stað eru komnir mæl- ingamenn og sjálfboðaliðar úr flest- um stéttum þjóðfélagsins sem fara á hverju hausti og mæla sinn jökul. Flestir eru mælingamennirnir fé- lagar í Jöklarannsóknafélaginu. Hið mikla sjálfboðaliðastarf sem hér er innt af hendi við jöklamælingarnar er einsdæmi á heimsvísu eftir því sem Oddur veit best. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Uppskriftir á gottimatinn.is H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A bökuð sítrus- ostakaka Þessi er virkilega fersk og skemmtileg. Hér er hugmynd: skiptu út 18% sýrðum rjóma fyrir nýja 36% sýrða rjómann og berðu hana fram með smá slettu af 36% rjómanum. Það verður enginn svikinn af því. NÝTT Jöklarannsóknafélag Íslands (jorfi.is) var stofnað árið 1950. Frá stofnun þess hafa sjálfboðaliðar úr félaginu og fleiri fylgst með jökul- sporðum og mælt þá á hverju ári. Jöklarannsóknafélagið er öllum opið. Félagsmenn eru rúmlega 500 talsins. Markmið félagsins er að stuðla að jöklarannsóknum og ferða- lögum á jöklum landsins og að gefa út tímaritið Jökul ásamt fréttabréfi. Einnig að gangast fyrir fræðandi fyrirlestrum og myndasýningum. Starf Jöklarannsóknafélagsins byggist á sjálfboðavinnu og hefur fé- laginu tekist að virkja fjölmennan hóp áhugafólks. „Sú samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða sem er grundvöllur fé- lagsins hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi,“ segir m.a. á heimasíðu félagsins. Jöklarannsóknafélagið stendur fyrir einni til þremur rannsókna- ferðum á Vatnajökul og fleiri jökla á hverju ári. Vorferðir hafa verið farn- ar óslitið frá árinu 1953 þegar fyrsta ferðin var farin á Vatnajökul. Félag- ið á nokkra skála. Aðalaðstaðan er á Grímsfjalli og í Jökulheimum við Tungnaárjökul. Elstu mæligögn um stöðu jökul- sporðanna ná aftur á ofanverða 19. öld. Skipulagðar mælingar jökul- sporða víða um land hófust 1930 með starfi Jóns Eyþórssonar, veðurfræð- ings og veðurstofustjóra. Jón hafði umsjón með jöklamælingunum til ársins 1966 þegar Sigurjón Rist vatnamælingamaður tók við og hafði hann umsjón með þeim til ársins 1986. Eftir það tók Oddur Sigurðs- son, sem þá var jarðfræðingur á Orkustofnun og síðar Veðurstofunni, við umsjón með mælingunum. Oddur er að nálgast starfslok vegna aldurs og eftirmaður hans sem umsjónarmaður jöklamælinga er Bergur Einarsson, röskur jökla- maður og eðlisfræðingur hjá Veð- urstofunni. Vísindamenn og sjálfboðaliðar Morgunblaðið/Malín Brand Hvannadalshnjúkur Jöklarann- sóknafélagið styður rannsóknir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.