Morgunblaðið - 23.10.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið:Mán. - föst. kl. 09-18
Laugardaga kl. 11-15
INNRÉTTINGAR
DANSKAR
Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,
FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM,
GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ
AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI.
STERKAR OG GLÆSILEGAR
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Þrátt fyrir að í heildina sé örlítill
samdráttur þá horfum við fram á
mjög sterk bókajól,“ segir Bryndís
Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra
bókaútgefenda, spurð hvernig líti
út með bókaútgáfuna fyrir komandi
jól.
Félagið gefur út Bókatíðindi fyr-
ir hver jól og lauk skráningu í þau
nýverið. 619 titlar eru skráðir í
Bókatíðindi í ár og eru þeir ívið
færri en síðustu ár, reyndar varð
sú breyting á uppsetningunni að nú
eru hljóðbækur og rafbækur settar
undir titilinn á einum stað en áður
gat sami titill birst allt að þrisvar á
síðum tíðindanna. Bryndís tekur
fram að ekki skrái allir bækur sínar
í Bókatíðindi, gera megi ráð fyrir
að það komi út um 10% fleiri bækur
á ári hverju en eru skráðar þar.
Fáir vilja ævi sína út gefa
65 titlar eru skráðir í flokk ís-
lenskra skáldverka í Bókatíðindum
2014 og er það fjölgun frá því í
fyrra þegar þeir voru 52. „Fjölg-
unin felst í nýjum skáldverkum, í
fyrra var aðeins minna en venju-
lega af þeim en nú er aftur gefið í í
þeim flokki,“ segir Bryndís. „Það
eru sveiflur í flokkum á milli ára. Í
ár er jafn mikið af matreiðslubók-
um og í fyrra en ívið minna af ís-
lenskum barnabókum. Þýdd skáld-
verk voru 82 í fyrra en eru 50 í ár.
Það má rekja til þess að Upp-
heimar hafa dregið saman í út-
gáfu.“
Fækkunin er mest í flokki ævi-
sagna og endurminninga. Þar eru
19 titlar í ár og hafa aldrei verið
færri. „Þetta hefur farið dalandi en
aldrei verið jafn fátt og nú. Það
voru 28 bækur í þessum flokki 2012
og 37 í fyrra. Breytingarnar sem
hafa orðið á ævisögunum eru þær
að þetta eru vandaðri og stærri út-
gáfur núna um fólk sem gengið er
en ekki sjálfsævisögur lifandi fólks
sem voru vinsælar á tímabili,“ seg-
ir Bryndís.
Meðal þeirra stóru höfunda sem
gefa út skáldverk í ár eru Yrsa Sig-
urðardóttir, Arnaldur Indriðason,
Steinar Bragi, Stefán Máni, Oddný
Eir Ævarsdóttir, Guðrún Eva Mín-
ervudóttir, Gyrðir Elíasson og
Steinunn Sigurðardóttir. Bryndís
segir að ljóst sé að um svolítil
kanónujól sé að ræða og það sé til-
hlökkunarefni að fara að kíkja í
bókabúðir.
„Gæðin eru í lagi, það eru flottir
titlar að koma út þótt úrvalið sé
ekki alveg það sama og hefur ver-
ið,“ segir Bryndís.
Prenta hálfa milljón eintaka
Stór hluti jólabókanna er prent-
aður hjá prentsmiðjunni Odda. Jón
Ómar Erlingsson, framkvæmda-
stjóri Odda, segir að þar sé allt
komið af stað og magnið sé enn
sem komið er á svipuðu róli og í
fyrra. Jón segist þó sjá þá breyt-
ingu að titlunum sé að fækka en
þá sé jafnvel meira selt af hverj-
um titli. „Í þessari jólabókavertíð
er þetta svona hálf milljón eintaka
sem við prentum. Það geta verið
prentuð frá 500 og upp í nokkra
tugi þúsunda eintaka af hverjum
titli,“ segir Jón.
Prentunin fór af stað í sept-
ember og nær hámarki í október
og nóvember. Síðan fer það eftir
sölu hvað er mikið að gera í des-
ember en þá er aðallega um end-
urprentun á vinsælum titlum að
ræða. „Það er mesti hamagang-
urinn í kringum endurprentanir,
þá er komið í ljós hvað selst og
þarf að fylla í hilluplássið mjög
hratt.
Megnið af jólabókavertíðinni er
verið að vinna bækur allan sólar-
hringinn hjá okkur og við erum að
sigla inn í þann tíma núna. Það er
alltaf heilmikil stemning í kring-
um þetta,“ segir Jón.
Færri bókartitlar gefnir út í ár
Samdráttur í bókaútgáfu 619 titlar í Bókatíðindum Aldrei verið jafn fáar ævisögur og þýddum
skáldverkum fækkar verulega Íslenskum skáldverkum fjölgar þó frá því í fyrra „Kanónujól“
Morgunblaðið/Kristinn
Freistandi Jólabækurnar eru farnar að tínast í verslanir. Um 619 titlar koma út í ár en hluti af þeim eru endur-
útgáfur á eldri titlum í kiljur, hljóðbækur og rafbækur. Íslenskir skáldsagnahöfundar hafa verið duglegir í ár.
Bókatíðindi 2014
» 619 titlar eru skáðir í
Bókatíðindi 2014.
» Endurútgáfur á eldri bók-
um sem kiljur, rafbækur eða
hljóðbækur eru líka í Bókatíð-
indum.
» 75 íslenskar barnabækur
eru gefnar út í ár og 65 ís-
lensk skáldverk.
» Ævisögur og endurminn-
ingar eru aðeins 19 og hafa
aldrei verið færri frá því sam-
antektin hófst árið 1991.
» Bókatíðindum verður dreift
á hvert heimili í landinu um
miðjan nóvember.
Bóksala hefur dregist saman um 19% að raunvirði
frá árinu 2008. „Kreppan 2008 hitti bókaútgáfuna
ekki jafn hart og hratt og aðrar greinar en áhrifanna
gætir mun lengur. Við erum enn að súpa seyðið af
kreppunni. Þess vegna erum við að óska eftir að
bækur fari í 0% virðisaukaskatt eins og t.d. leiksýn-
ingar og íþróttaviðburðir. Við eigum undir högg að
sækja.“
Bryndís segir að nýjar íslenskar bækur geti aldrei
orðið jafn ódýrar og bækur á ensku út af markaðs-
svæðinu. „Þær eru ef eitthvað er ódýrari m.v. framleiðslukostnað og
hlut höfunda. Verð á íslenskum bókum er mjög viðkvæmt og við
finnum það, þær þola ekki hátt verð.“
Súpa enn seyðið af kreppunni
BÓKSALA DREGIST SAMAN FRÁ 2008
Bryndís
Loftsdóttir
Plötuútgáfan í ár dregst töluvert
saman hjá Senu en virðist vera svip-
uð og áður hjá minni útgáfum. „Við
erum að fækka útgáfum á milli ára
frá rúmlega 40 titlum í fyrra niður í
25 í ár. Fyrir jólin núna gefum við út
um 15 geisladiska og plötur,“ segir
Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu.
Ástæðan er minnkandi sala að sögn
Ísleifs en þó sé bransinn í þeirri
stöðu að líflínan er ennþá geisla-
diskasalan. „Salan fer minnkandi og
á móti fer stafræn tónlistarsala vax-
andi en vöxturinn í stafrænu sölunni
er samt hægari en niðursveiflan í
diskunum eins og staðan er núna.“
Ísleifur segir að safnplötur og fer-
ilsplötur seljist best og mun útgáfa
Senu fyrir jólin einkennast af því þó
nýjar plötur frá innlendum lista-
mönnum komi líka út.
Fimm plötur koma út frá útgáf-
unni Record Records í ár. Haraldur
Leví Gunnarsson segir þrjár þegar
komnar út og von sé á tveimur í nóv-
ember. „Þetta er tölvert minna en í
fyrra en þá fór allt úr böndunum og
við gáfum út 14 plötur. En árið í ár
er í takt við það sem við höfum verið
að gera síðustu ár sem eru 4 til 7
plötur á ári. Það lítur út fyrir að það
komi út færri plötur í ár en áður en
það er bara af því að það eru færri
bönd með plötur, þá verður næsta ár
kannski öflugra í staðinn,“ segir
Haraldur.
Lárus Jóhannesson hjá 12 Tónum
segir að þeir séu að gefa út heldur
fleiri titla í ár en áður. Tvær plötur
komi út fyrir Airwaves og þá séu
þeir nýlega búnir að gefa út þrjá
titla. Hann býst við því að það verði
mikið að gera í plötusölu kringum
Airwaves. „Það verða í raun og veru
jól á undan jólunum.“
Matthías Árni Ingimarsson hjá
dreifingarfyrirtækinu Kongó, sem
dreifir tónlist fyrir fjölda sjálfstæðra
útgefenda og einstaklinga, segir að
svo virðist sem það séu alltaf fleiri og
fleiri sem velji að gefa út sjálfstætt.
„Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að
þetta dragist saman í ár hjá okkur.
Við erum búin að dreifa 44 titlum, þá
diskum, plötum og bókum, það sem
af er árinu, af því eru rúmlega 30 titl-
ar nýir. En í fyrra dreifðum við yfir
allt árið 58 titlum,“ segir Matthías.
Lítur út fyrir sam-
drátt í plötuútgáfu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sena Raggi Bjarna 80 ára kemur út
á geislaplötu fyrir jólin.