Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olísog er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi
í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Það nýmæli er í lögum um menn-
ingarminjar sem samþykkt voru á
árinu 2012 að einungis þarf form-
legt leyfi Minjastofnunar til að
stunda fornleifarannsóknir sem
hafa jarðrask í för með sér. Til-
kynna þarf aðrar rannsóknir, þótt
ekki sé grafið upp. Þá er það
spurningin hvað maðurinn með
málmleitartækið gerir þegar hann
fær svörun um að eitthvað sé undir.
Hann má ekki grafa eftir forn-
leifum. Hann má sjálfsagt grafa ef
hann telur að undir sé járnadrasl
yngra en 100 ára. Þetta hlýtur að
vera erfið samviskuspurning.
Hitt er svo annað mál að forn-
leifafræðingar nota lítið málmleit-
artæki við rannsóknir sínar hér á
landi. Hefðbundnari aðferðir henta
þeim betur. Þá má geta þess að
járninnihald bergs er hátt hér á
landi og getur truflað tækin.
Málmleitartæki eru notuð við
ýmislegt fleira en að leita að jarð-
sprengjum og silfursjóðum. Þau
eru til sölu í verslunum, bæði tæki
sem henta atvinnumönnum í fram-
kvæmdum og áhugamönnum. Þau
kosta frá fáeinum tugum þúsunda
en draga þá skammt. Tæki eins og
Skotinn var með kosta hér um 130
þúsund krónur, samkvæmt upplýs-
ingum frá versluninni Íhlutum.
Málmleitartæki er einnig hægt að
fá leigð í áhaldaleigum. Hentugt
getur verið að grípa til þeirra ef
skartgripur hverfur í sandinn í
Nauthólsvík.
Ekki margir sjóðir hér
Ekki eru miklar líkur á að stórir
silfursjóðir liggi hér í jörðu. Það er
ef til vill heppilegt fyrir forn-
leifaverndina. Freistingarnar eru
minni. Mjöll Snæsdóttir, fornleifa-
fræðingur hjá Fornleifastofnun Ís-
lands, nefnir þrjá sjóði frá síðustu
öld en þeir fundust í Gaulverjabæ,
Ketu á Skaga og Miðhúsum á Hér-
aði. Sá síðastnefndi fannst 1980.
Auk þess hafa fundist minni sjóðir
og stakir silfurpeningar. Allir sjóð-
irnir fundust fyrir tilviljun, vegna
einhverra framkvæmda. Gaulverja-
bæjarsjóðurinn hefur sérstöðu því
hann er eini hreini peningasjóð-
urinn. Í honum eru um 350 pen-
ingar frá ýmsum löndum. Uppi-
staðan er enskir og þýskir
peningar frá því um 1000 eða fyrr.
Mjöll segir það rökrétt að hér
séu fáir sjóðir miðað við nágranna-
löndin. Líklegt sé að fleiri sjóðir
hafi verið grafnir þar sem fleira
fólk bjó. Því má bæta við að faldir
fjársjóðir hafa gjarnan verið tengd-
ir hernaði. Menn hafi átt þá til að
kaupa sig frá ófriði eða verið að
fela fjármuni sína vegna hernaðar
og síðan fallið sjálfir. Þótt oft hafi
verið ófriður á milli höfðingja hér á
landi var það þó talið friðsamt og
ekki eins mikil ástæða til að fela
sjóði og í nágrannalöndum þar sem
barist var um yfirráð.
Silfur Egils eign ríkisins
Ef einhver dettur í lukkupottinn,
til dæmis með því að finna silfur
Egils Skallagrímssonar í Mosfells-
dal, er sjóðurinn eign íslenska rík-
isins og ber að tilkynna fundinn
tafarlaust til Minjastofnunar og
skila honum til Þjóðminjasafnsins.
Raunar má ekki hagga kistunum,
hvað sem kann að vera eftir af
þeim, eða fjarlægja lausa hluti
vegna þess að fornleifafræðingar
vilja geta rannsakað ummerkin ná-
kvæmlega. Áhugamaðurinn fær
fleira en heiðurinn af fundi sjóðsins
því hann á rétt á að fá greiðslu sem
svarar til helmings af verðmæti
hans og landeigandinn hinn helm-
inginn.
Amast við fjársjóðsleit
Ekki gert ráð fyrir aðkomu áhugamanna að leit að fornminjum Ekki lengur bannað að nota
málmleitartæki en ekki má hreyfa við jarðvegi í leit að forngripum Skylda að tilkynna um gripi
Leit Það er vaxandi áhugamál í ná-
grannalöndum að leita að silf-
ursjóðum með málmleitartækjum.
Ljósmynd/Úr bókinni Kuml og haugfé
Silfurpeningar Um 350 peningar frá því um og fyrir árið 1000 eru í sjóðnum sem fannst í Gaulverjabæ 1930. Silf-
ursjóðurinn er á Þjóðminjasafni, eins og aðrir sjóðir og stakir peningar sem fundust hér á landi á síðustu öld.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er gert ráð fyrir aðkomu
áhugamanna við leit að fornminjum
í lögum um menningarminjar. Þeir
geta leitað á yfirborðinu, til dæmis
með málmleitartækjum, en mega
ekki róta í jarðvegi til að fá svar við
því hvort forngripir eru undir. For-
stöðumaður Minjaverndar ríkisins
veltir því fyrir sér hvort ekki ætti
að gera ráð fyrir samstarfi við
áhugafólk við þá stefnumörkun sem
nú er framundan.
Fréttir berast oft af því frá ná-
grannalöndunum að áhugamenn
um fornminjar hafi rambað á
merka forngripi með notkun málm-
leitartækja. Áhugamenn hafa til
dæmis fundið merka fjársjóði frá
víkingaöld, bæði í Danmörku og
Bretlandi. Nýjasta dæmið er Skot-
inn Derek McLennan sem fann fal-
inn fjársjóð frá víkingaöld í Dum-
friesskíri í síðasta mánuði. Telja
sérfræðingar þetta merkasta fjár-
sjóð sem fundist hefur á Skotlandi.
McLennan og félagar hans voru að
leita með málmleitartækjum. Hann
datt líka í lukkupottinn í fyrra þeg-
ar hann fann stærsta sjóð silf-
urpeninga frá miðöldum sem fund-
ist hefur í Skotlandi.
Erfið samviskuspurning
Leit að forngripum er áhugamál
fjölda fólks í nágrannalöndunum,
ekki síst í Bretlandi. Þar eru reglur
um slíka leit rýmri en á Norð-
urlöndunum og svipar til reglna í
Bandaríkjunum. Íslenskar reglur
taka mið af norrænum rétti þar
sem þeir eru tortryggðir sem
leggja það á sig að leita að forn-
gripum. Óttast fornleifafræðingar
að fólk hirði sjálft gripina og valdi
tjóni á fornleifum. Þannig var al-
menningi bannað að nota málmleit-
artæki við fornleifarannsóknir en
búið er að taka það ákvæði út úr ís-
lenskum lögum.
„Þetta er skemmtilegt hobbí fyrir
stráka sem hafa áhuga á sögu. Það
er einhver Indíana Jones-tilfinning
sem fylgir. Enginn er að þessu til
að græða, frekar að finna skemmti-
lega hluti í jörðu,“ segir Sigurður
Helgi Pálmason, kaupmaður í Safn-
aramiðstöðinni við Hverfisgötu.
Hann telur að nokkrir ungir menn
séu með málmleitartæki að reyna
að finna hluti.
„Það hefur enginn hringt í mig
og sagst hafa fundið eitthvað í
jörðu. Það hefur ekkert af því tagi
komið sem einhverju máli skiptir,“
segir Sigurður.
Hann segist viss um að þessir
menn séu ekki að leita á friðuðum
fornleifastöðum. Þeir þekki regl-
urnar. Hins vegar geti það alltaf
gerst að menn komi óvart niður á
eitthvað merkilegt sem teljist forn-
leifar.
Sigurður segist hafa reynt að
ræða málið við starfsfólk Þjóð-
minjasafnsins til að sýna því fram á
að það borgi sig að vinna með
áhugafólkinu. Það hafi ekki borið
árangur. Safnið hafi litið svo á að
allir væru að þessu til að stela
þeim gripum sem þeir hugsanlega
kæmu niður á.
Hann bendir á að í Bretlandi og
Bandaríkjunum séu haldin nám-
skeið fyrir áhugafólk og því síðan
beint á staði sem fornleifafræð-
ingar fari ekki á. Það hafi borið ár-
angur. „Ég tel að stjórnvöld ættu
að nýta áhugann og líta á hann
með jákvæðum huga en ekki nei-
kvæðum.“
Kristín Huld Sigurðardóttir, for-
stöðumaður Minjastofnunar Ís-
lands, segir að nokkrir menn hafi
sýnt þessu áhuga. Það hafi verið
fyrir nokkrum árum, þegar bannað
var að nota málmleitartæki nema
með sérstökum leyfum. Ekki hafi
orðið meira úr af þeim ástæðum.
Einn maður hafi þó haft mikinn
áhuga á minjum úr seinni heims-
styrjöldinni. „Við fengum hann í lið
með okkur og hann leitaði með
okkar vitund og vilja,“ segir Kristín.
Hún segir að fyrir dyrum standi
ný stefnumörkun. „Það mætti al-
veg velta því fyrir sér hvort við
tækjum meira höndum saman við
áhugafólk á þessu sviði.“
Skemmtilegt hobbí fyrir ungt
fólk með áhuga á sögu
NOKKRIR MEÐ MÁLMLEITARTÆKI
Sigurður
Pálmason
Kristín Huld
Sigurðardóttir