Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 30

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 30
Á VEIÐUM Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Á morgun hefjast jólin hjá rjúpna- veiðimönnum. Þá hefst rjúpna- veiðitímabilið þar sem skyttur fara á fjöll til að veiða í jólamatinn. Tímabilið stendur í tólf daga þar sem veiða má þrjá daga í senn frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla dagana og mikilvægt að huga vel að því við undirbúning. Sam- kvæmt spá helgarinnar verður fínt að ganga til rjúpna á Norðurland- inu en verra annars staðar. Sunnudagurinn gæti svo orðið ónýttur og í raun ónýtur vegna djúprar lægðar sem stefnir á land- ið. Skotveiðifélag Íslands, Skotvís, sendi frá sér tilkynningu í vikunni en veiðimenn eru flestir afar ósáttir við að vera nánast skipað á fjöll í hvaða veðri sem er. „Hvað varðar fjölda leyfilegra veiðidaga vill Skotvís engu að síð- ur ítreka fyrri áherslur sínar varð- andi veiðitíma á rjúpum, þar sem lagt er til að stunda megi veiðar að minnsta kosti í 18 daga, yfir sex vikna tímabil. Rökstuðningur Skotvís byggist á þeirri staðreynd að á þeim árum sem veiðidögum fækkaði úr 69 í níu hafði fjöldi leyfilegra veiðidaga engin áhrif á sóknina. Þann árangur sem náðst hefur við að ná niður heildarveið- inni má rekja til sölubanns á rjúpnaafurðum, sem sett var á ár- ið 2005 og hefur verið í gildi síðan. Stíga á varlega til jarðar Þó svo að vel megi rökstyðja að leyfilegir veiðidagar ættu að vera fleiri en 18 og tíminn lengri en sex vikur telur Skotvís að stíga eigi varlega til jarðar við fjölgun daga umfram þessar tillögur. Með þessu móti ætti að skapast nægilegt svigrúm fyrir veiðimenn, stofnanir og fræðimenn til að rannsaka áhrif annarra þátta en veiða.“ Skotvís vill ennfremur benda veiðimönnum á að ganga vel um landið – þannig geta þeir haft áhrif. „Nú í aðdraganda veiðanna og meðan á þeim stendur biður Skotvís veiðimenn að sýna öðrum gott fordæmi í anda siðareglna skotveiðimanna, njóta útiverunnar og félagsskaparins þessa 12 daga sem leyft er að veiða, tína upp tóm skothylki og skilja ekkert eftir nema sporin sín.“ Fínt á föstudag Einar Sveinbjörnsson á Veður- vaktinni segir að um helgina megi vænta hæglætisvetrarveðurs víð- ast hvar á föstudag, með hægum vindi og smáéljum hér og þar. „Á laugardag hvessir hins vegar af austri og þá má reikna með snjó- komu og skafrenningi til fjalla en slyddu á láglendi. Einkum um sunnanvert landið. Norðan- og norðaustanlands er útlit fyrir heldur skárra veður. Á sunnudag dregur svo enn frekar til tíðinda og talsverðar líkur þá á norð- ankasti á landinu samfara djúpri lægð fyrir austan land.“ Ekkert á að skilja eftir nema sporin  Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun  Fjöldi leyfilegra veiðidaga hefur engin áhrif á sóknina  Spáð vondu veðri á sunnudag og því gæti einn dagur farið í súginn  Skotvís vill fleiri daga Morgunblaðið/Golli Bráð í sjónmáli Veiðimenn veiða rúmlega 10% af stofni rjúpunnar en sölubann sem sett var á laggirnar 2005 hefur stuðlað að hóflegum veiðum flestra veiðimanna þótt alltaf séu til svartir sauðir sem stunda magnveiðar. 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Það er árviss viðburður að björg- unarsveitir séu ræstar út til að aðstoða rjúpnaskyttur í vanda. Með því að undirbúa sig vel má bæði koma í veg fyrir slys og að villast. Hér koma nokkur einföld ráð frá Vátryggingarfélagi Íslands: » Mikilvægt er að veiðimenn búi sig vel, kynni sér í þaula færð og veður fyrir brottför og taki fullt mark á viðvörunum. » Skoði gasspá og mælingar á loftgæðum. Ef gasmengun er á svæðinu getur þurft að endur- skoða áætlanir og/eða hafa með sér viðeigandi búnað. Rakur klút- ur fyrir vitum getur hjálpað. » Gera ferðaáætlun og skilja hana eftir hjá vandamönnum. » Klæðast fatnaði í nokkrum lögum og það ysta vel vind- og vatnshelt og í áberandi lit. » Vera í vatnsheldum skóm með grófum sóla. » Hafa áttavita, kort og fjar- skiptatæki með í för. Gæta þess að allar rafhlöður séu vel hlaðnar og vera með 112 snjallsíma- forritið í símanum. » Vera á vel útbúnum bíl, á góð- um vetrardekkjum. » Hafa orkuríkt nesti og nægan vökva með í för og gott er að hafa hluta vökvans heitan. » Ekki vera ein/n á ferð og gæta að öðrum veiðimönnum. » Aldrei geyma byssuna hlaðna í bílnum og hafa öryggið á á göngu. » Spenna ávallt bílbeltið. Búnaður og þekking RJÚPNASKYTTUR ÞURFA AÐ HUGA AÐ MÖRGU Þrítugasti og sjötti árgangur Jarðhitaskólans útskrif- aðist síðasta föstudag og fór athöfnin fram í Víðgelmi, fyrirlestarsal Orkugarðs. Að þessu sinni útskrifuðust 29 nemendur frá 14 löndum. Nemendur komu frá Bólivíu (1), Kína (1), Djibouti (2), Ekvador (1), El Salvador (1), Eþíópíu (2), Íran (1), Kenýa (11), Papúa Nýja-Gíneu (1), Portúgal (2), Rúanda (2), Sankti Vinsent og Grenad- íneyjum (1), Súdan (1) og Tansaníu (1). Frá upphafi hafa 583 nemendur frá 58 löndum útskrif- ast úr skólanum, en auk þess stendur skólinn fyrir styttri námskeiðum í þróunarlöndum þar sem fleiri sérfræð- ingum gefst tækifæri á þjálfun. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur starfað í Reykjavík frá 1979 og er hluti af þróunaraðstoð Íslendinga. Skólastjóri er Lúðvík Georgsson. Árlega koma um og yfir 30 raunvísindamenn og verkfræðingar frá þró- unarlöndunum til sex mánaða sérhæfðs náms í jarðhitafræðum og á annan tug eru í meistara- og doktorsnámi í samvinnu við Háskóla Íslands. Útskrifuðu 29 nemendur frá 14 löndum Geðhjálp og samtökin Olnboga- börn halda málþing á Gullteigi á Grandhóteli í dag. Heiti málþingsins er: Börn og ungmenni með tvíþættan vanda, hvernig kemur heilbrigðis- og velferðarþjónusta til móts við börn og ungmenni með vímu- efna- og geðrænan vanda? Málþingið hefst klukkan 10 og stendur til klukkan 16. Alls verða flutt 14 erindi og að þeim loknum verða pallborðs- umræður með þátttöku fimm sérfræðinga. Fundarstjóri er Helgi Seljan. Rætt um ung- menni með tví- þættan vanda Ljóstæknifélag Íslands var stofnað 22. október 1954. Félagið er því orð- ið 60 ára. Af þessu tilefni býður stjórn LFÍ til málþings fimmtudag- inn 23. október kl. 13:30 í höfuð- stöðvum Orku náttúrunnar á Bæj- arhálsi 1. Einnig verður kynnt ný og upp- færð útgáfa af ritinu „Góð lýsing á heimilinu“. Í tengslum við málþingið verður sýningin „Svipmyndir úr 60 ára sögu LFÍ“ í samantekt Aðalsteins Guð- johnsen, Daða Ágústssonar og Guðna Gíslasonar. Hún verður sett upp í sýningarsalnum 100 gráður í tilefni dagsins. Dagskráin er öllum opin. Afmælismálþing um ljóstækni og sýning STUTT Skólavörðustíg 7 | 101 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is Bleikur fimmtudagur opið til 21:0020% afsláttur af öllum hönskum frá 23-25 okt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.