Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 32

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íslendingur? Bliki brá fyrir í aug- um Danans sem ég hitti í fjarlægu landi. Hann varð ofurlítið dreyminn á svipinn og sagði að á Íslandi hefði hann átt eitthvert besta tímabil ævi sinnar. „Það var gaman að vera á Bessastöðum. Annast kýrnar og eignast góða vináttu við forsetahjón- in, Ásgeir og Dóru,“ sagði Poul Henning Jensen, sem er orðinn 77 ára og var lengi kúabóndi á Fjóni. Hann brá búi fyrir allmörgum árum og fól búskapinn afkomendum sín- um. Þegar búskapnum sleppti lögðust Poul og Inge kona hans í heims- hornaflakk og voru í orlofi við Gardavatnið á Ítalíu þegar Morg- unblaðsmaður hitti Poul. Þegar eftir því var leitað var honum ljúft að rifja upp Bessastaðasögu sína. Sest var niður í sólstofu hótelsins og snakkað á prentsmiðjudönsku. Hrafl á hinu ástkæra ylhýra máli flaut þó með enda er íslenskan sem Poul nam á sínum tíma honum ekki fyrnd með öllu. Óvænt upphefð Fyrr á árum var nokkuð algengt að Íslendingar réðu sig til landbún- aðarstarfa í hinum norrænu lönd- unum og öfugt. Og það var vorið 1956 sem Paul sá auglýsingu í hinu danska Landbrugsbladet um að lið- tæka menn þyrfti til Íslands og reynsla af fjósverkum væri góð. Hann svaraði kalli, sendi bréf og lýsti áhuga sínum. Svar barst fljót- lega og ekki leið á löngu uns þau Poul og Inga héldu til Íslands, þá ung og ástfangin. „Það var í maímánuði sem við komum til Íslands með vél frá Flug- félagi Íslands. Ferðin var annars svolítið án fyrirheits, það var fyrst þegar ég hitti fulltrúa Búnaðar- félags Íslands sem ég fékk að vita að ég færi á Bessastaði,“ segir Poul, sem fannst þetta nokkuð óvænt upp- hefð. Unnustan Inge munstraðist hins vegar í vinnukonuvist á glæsiheimili við Ægisíðu. Sá þar um þrif og að „pússa gluggana svo sæist vel yfir Skerjafjörðinn að Bessastöðum“, eins og Poul kemst að orði. Um helg- ar tók hann gjarnan Hafnarfjarð- arstrætó til að heimsækja ástina sína en fékk bíl í eigu forsetaemb- ættisins við betri tilefni. Ekkert kóngalíf Löng hefð var fyrir því að rekið væri rausnarbú á Bessastöðum. Bú- peningur var á húsi og tún heyjuð á sumrin. Var þetta við lýði allt til loka embættistíðar Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1968. Forsetasetrið var með öðrum orðum gott íslenskt sveita- heimili, hvar barnabörn forseta- hjónanna, þeirra Ásgeirs og Dóru Þórhallsdóttur, dvöldust mikið á sumrin. Því var oft líf og fjör á bæn- um. Þótt á forsetasetri væri gat Poul ekki lagst þar á silkidún og sæng og tekið upp kóngalíf, þótt einhver hefði kannski vænst þess á svona stað. Prinsar konungsins þurftu að standa sína plikt. „Þetta var hörkuvinna og þegar ég kom var bústjórinn Jóhann Jón- asson í orlofi svo ég tók strax við búsforráðum. Það var í mörg horn að líta, kýrnar voru 43 og til viðbótar allmargar kvígur. Að dönskum sið fór ég semma á fætur á morgnana, var oft kominn í fjósið um fjög- urleytið. Íslenskur strákur, vinnu- maður sem átti að vera mér til að- stoðar, var hins vegar morgunlatur og lét ekki segjast fyrr en ég fór ein- hvern morguninn inn til hans. Svipti af honum sænginni og sagði strák að koma sér á fætur og til vinnu. Það var ekkert gefið eftir skal ég segja þér, enda þurfti að sinna verkunum þótt menn væru þreyttir,“ segir Poul. Ásgeir kom oft í fjósið Hlutverk þeirra fjósamanna var að koma mjólkinni á brúsa sem síðan var seld beint til Landspítalans. „Á sjúkrahúsinu var sóst eftir að fá ógerilsneydda mjólk, sem átti að gera sjúklingum gott. Ásgeir forseti var alltaf vel til til fara og ljóst hárið vel greitt. Hann kom oft í hvers- dagsfötunum til okkar í fjósið og spurði hvernig búskapurinn gengi. Þá var bróðir Ásgeirs, Ragnar bún- aðarráðunautur, stundum þarna á svæðinu,“ segir Poul og heldur áfram: „Annars bar margt á góma í spjalli við forsetann. Hann talaði góða dönsku og nefndi oft handrita- málið, að Íslendingar yrðu að end- urheimta þennan menningararf sinn aftur frá Dönum. Þá var spjallað um allt mögulegt við eldhúsborðið því þegar úr fjósinu kom var alltaf kom- ið við á heimili forsetahjónanna og komið með mjólkurskammt dagsins. Jú og stundum buðu þau forseta- hjónin upp á pönnukökur. Þá varð maður auðvitað var við talsverðan gestagang. Ég missti þó af heimsókn þeirra Friðriks 9. Danakonungs og Ingiríðar drottningar í apríl 1956, það er mánuði áður en ég kom.“ Fjósið nú bílageymsla Paul starfaði liðlega eitt ár á Bessastöðum. Réð sig í framhaldinu að Lundi í Kópavogi, þar sem var stórt bú og mikil umsvif. Þau Poul og Inge héldu svo aftur heim til Danmerkur árið 1958. Höfðu þá myndað tengsl við fjölda Íslendinga. Hafa þau því alltaf haft nokkur tengsl til Íslands. Þá kveðst viðmæl- andi okkar alltaf fylgjast með tíð- indum frá landinu í norðri, nú að undanförnu af eldgosinu í Holu- hrauni. „Já, ég hef tvívegis komið að Bessastöðum eftir þetta; fyrst 1985 og seinna 2004. Þá tók ráðsmaður á móti okkur og sýndi mér gamla fjós- ið. En mikil þóttu mér þau viðbrigði að sjá að búið væri að breyta gamla fjósinu í geymslu fyrir glæsibíla for- setans.“ Fjósamaður forsetans fundinn  Danskur Jensen mjólkaði Bessastaðakýrnar  43 voru í fjósinu  Pönnukökur hjá Ásgeiri og Dóru  Var eitt besta tímabil ævi minnar  Snakkað á prentsmiðjudönsku við Íslending á Ítalíu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dani Það var gaman að vera á Bessastöðum. Annast kýrnar og eignast góða vináttu við forsetahjónin, segir Poul Henning Jensen fyrrum bóndi á Fjóni. Ljósmynd/Úr safni afkomenda Ásgeirs Ásgeirssonar Bústörf Heyskapur á Bessastaðatúni á fallegum og sólríkum sumardegi fyrir um það bil sextíu árum. Skuldlaus Poul Henning fór kvitt frá Bessastöðum, eins og veraldlegt yf- irvald sveitarinnar, Sveinn Erlendsson, staðfesti með þessu bréfi. Falleg jólagjöf frá Ernu Handsmíðaðir íslenskir silfurmunir í 90 ár Póstsendum Serviettuhringurinn 2014 Verð: 12.500 Jólaskeiðin 2014 (hönnun Sóley Þórisdóttir) Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 0Verð: 19.50 Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Aukablað alla þriðjudaga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.