Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Rafgeyma-
hleðslutæki/
vaktarar
Laufsuga 3000W
Fötur/Balar/tunnur/
stampar,mikið úrval 9.995
Tilboð
Ruslapokar
Stórir sterkir
Vinnuvettlingar Pu-Flex
frá 295
Strekkibönd/
farangursteygjur,
rosalegt úrval
frá 385
frá 1.995
frá 595
Rúðuþurrkur
frá 4.995
Startkaplar
frá 1.895
Vasaljó
frá
Miklu meira, en bara ódýrt
s ímiklu úrva
295
li
frá 1.695
1.995
Snjósköfur
Snjóskóflur
Fiskar
Bílamottur
Frábært úrval
af tjökkum
Omega/
ProLift Jeppa/
fólksbílatjakkur 2.25T,
lyftihæð 52cm
2T tjakkur
í tösku
5.995
19.985
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Glæsilegt fjögurra hæða steinhús
hefur litið dagsins ljós á Granda-
garði. Ekki þannig að um nýbygg-
ingu sé að ræða, heldur hefur á síð-
ustu árum verið rýmt til þannig að
gamla síldarverksmiðjuhúsið við
Grandagarð 20 nýtur sín til fulls.
HB Grandi er eigandi hússins og
lét fjarlægja mjöltanka af lóðinni fyr-
ir nokkrum árum og flytja til Vopna-
fjarðar og þá varð húsið betur sýni-
legt. Klæðning hefur verið sett utan á
húsið að hluta og fyrr á þessu ári
voru yngri viðbyggingar fjarlægðar
af lóðinni þannig að húsið blasir nú
við vegfarendum á Grandagarði. Allt
hefur svæðið smátt og smátt gengið í
endurnýjun lífdaga.
Framkvæmdirnar við Grandagarð
20 þykja vel heppnaðar og hlutu sér-
staka viðurkenningu Reykjavík-
urborgar í lok ágústmánaðar.
Stundum nefnt Marshall-hús
Á heimasíðu Faxaflóahafna var á
síðasta ári fjallað um húsið og end-
urnýjun þess og rifjað upp að árið
2012 var gert samkomulag við HB
Granda hf. um úthlutun lóðar undir
frystigeymslu, sem fékk nafnið Ís-
björninn, gerð útilistaverks á enda
Norðurgarðs og lagfæringu ytra
byrðis eigna HB Granda á athafna-
svæði félagsins.
Vorið 2012 hóf fyrirtækið end-
urnýjun á ytra byrði gömlu síld-
arbræðslunnar, húsið var hreinsað og
gluggar teknir úr áður en fram-
kvæmdir við uppbyggingu þess hóf-
ust. Fram kemur á heimasíðunni að
gamla síldarbræðslan var stundum
nefnt Marshall-hús, en það var byggt
skömmu eftir seinni heims-
styrjöldina.
Í umsögn Reykjavíkurborgar fyrir
viðurkenninguna til HB Granda segir
að framtak eigenda hússins sé einkar
lofsvert og „mikilvægt fordæmi fyrir
eigendur eldra iðnaðarhúsnæðis sem
hefur gildi fyrir byggingarlistasögu
Gamalt hús lítur dagsins ljós
Andlitslyfting á gömlu síldarbræðslunni á Grandagarði Yngri byggingar hafa verið fjarlægðar
Morgunblaðið/Þórður
Fær að njóta sín Húsið var byggt fyrir 60 árum og þykir nú bæjarprýði, mikilvægur hluti af umgjörð hafnarinnar.
Morgunblaðið/Þórður
Horfið Yngri byggingar hafa vikið og síldarverksmiðjuhúsið orðið sýnilegra.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Geimferja yfir Grandagarði Enterprise á baki Boeing-burðarþotu árið 1983. Eins og glöggt má sjá hefur margt breyst á Grandagarði og í Örfirisey á síðustu
30 árum. Mikið hefur verið byggt á uppfyllingunni og þar starfa fjölmörg fyrirtæki, m.a. tengd sjávarútvegi. Athafnasvæði HB Granda er lengst til hægri.
Lykt frá fiskimjölsverksmiðjum
hefur angrað marga á síðustu
áratugum og hávært verið kvart-
að yfir fnyknum sem lagt hefur
yfir sjávarpláss. Aðrir eru já-
kvæðari og jafnvel fagna pen-
ingalyktinni.
Síldarbræðslan í Örfirisey olli
deilum á sínum tíma eins og vel
kemur fram í könnun á húsunum
á Grandagarði og í Örfirisey sem
Drífa Kristín Þrastardóttir og
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
unnu árið 2009 að beiðni Faxa-
flóahafna sf. Þar er m.a. rifjuð
upp umræða í samfélaginu þegar
bygging hússins stóð fyrir dyrum.
Vantrú og hneykslan
„Verksmiðjan átti að geta unnið
úr nærri 700 tonnum af síld á sól-
arhring og var gert ráð fyrir að
hana mætti stækka í áföngum,
enda var búist við áframhaldandi
síldveiði. Við staðsetningu verk-
smiðjunnar í Örfirisey var einkum
horft til þess að bygging hafn-
armannvirkja væri þá óþörf og
eins þess að þar ríkti oftast aust-
anátt og ólykt frá verksmiðjunni
ætti því ekki að valda óþægindum.
Margir óttuðust að mikinn óþef
myndi leggja yfir bæinn vegna
verksmiðjunnar, enda voru menn
minnugir þess tíma í lok 19. aldar
þegar Geir Zoëga kaupmaður
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Í fullum gangi Loðna brædd í verk-
smiðjunni í Örfirisey árið 1974.
„Gúanó á besta stað
Peningalykt frá bræðslum angraði marga víða um land