Morgunblaðið - 23.10.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.10.2014, Qupperneq 38
VIÐTAL Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Brynjar Harðarson, framkvæmda- stjóri Valsmanna hf., sem eiga land- svæðið á Hlíðarenda, þar sem þeir hyggjast byggja upp 500 íbúða byggð og atvinnuhúsnæði, gefur ekki mikið fyrir það sem fram kom á fundi um framtíð Reykjavíkurflug- vallar í fyrra- kvöld, og var boð- að til af félagsskapnum Hjartað í Vatns- mýrinni. „Við vinnum áfram samkvæmt þeim áætlunum að uppbyggingin geti hafist fyrir árslok. Valsmenn hf. starfa að und- irbúningnum á grund-velli gildandi deiliskipulags, sem gefið var út í október árið 2010,“ sagði Brynjar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég tel að þessi fundur hafi verið algjört gönuhlaup, því það var ekki verið að veita okkur neitt framkvæmda- eða byggingarleyfi. Við erum með starf- andi samráðshóp Reykjavíkurborg- ar, Vals og Valsmanna hf. um und- irbúning þessara framkvæmda, og sá samráðshópur er að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir fram- kvæmdavegi til að skilja að íþrótta- svæði Vals og uppbyggingarsvæð- ið.“ Brynjar bendir á að Valsmenn hf. hafi keypt landið sem um ræðir fyrir tíu árum og þá greitt fyrir hálfan milljarð króna. „Við erum ekki á móti Reykjavík- urflugvelli. En mér finnst það gleymast í umræðunni að hér er um tvö aðskilin mál að ræða, annars vegar er það neyðarbrautin svokall- aða og svo er það Reykjavíkurflug- völlur í heild sinni. Á þessum fundi flugvallarvinanna var verið að blanda þessum málum saman,“ segir Brynjar. Spurður um það viðhorf sem fram kom á fundinum í fyrrakvöld, að nauðsynlegt væri að Rögnunefndin svonefnda, sem fjallar um framtíð innanlandsflugsins og flugvöllinn, fengi að ljúka störfum, áður en tekn- ar væru óafturkræfar ákvarðanir í skipulagsmálum, sagði Brynjar: „Samkvæmt embættisbréfi Rögnu Árnadóttur frá því að hún var í fyrra skipuð formaður nefndarinnar er nefndin ekkert að fjalla um neyðar- brautina. Ragna hefur lýst því yfir á fundum með okkur, að ekkert í hennar vinnu snerti þessa umræddu flugbraut.“ Brynjar segir að þegar þríhliða samkomulagið um flugvallarnefnd- ina var gert í október í fyrra, hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra gefið út þá yfirlýsingu að hún myndi gefa nefndinni vinnu- frið. Rögnunefndin á að skila niður- stöðum sínum fyrir áramót, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Fjallar ekki um neyðarbrautina Brynjar segir að þegar nefndin hafi skilað af sér muni koma á dag- inn að ekkert í umfjöllun hennar taki til þriðju flugbrautarinnar, neyðar- brautarinnar. Það verði einfaldlega að taka sjálfstæða ákvörðun um hana. Brynjar bendir jafnframt á að þegar til hafi staðið að samgöngu- miðstöð yrði byggð á sama svæði og Valsmenn hf. undirbúa nú uppbygg- ingu, þ.e. norðan við Loftleiðahótel- ið, hafi engum andmælum verið hreyft, þótt ljóst hafi verið þá að neyðarbrautin yrði að víkja. „Svo er nú ekki úr vegi að benda á að neyð- arbrautin er að einum þriðja undir mold í dag, þannig að það er fyrir löngu búið að aftengja stóran hluta þessarar brautar,“ segir Brynjar. „Það er enginn vandi að þróa byggð í Vatnsmýrinni á sama tíma og þar er rekinn nýtískulegur flug- völlur og á fundinum í gær komu þau sjónarmið fram í máli tveggja frum- mælenda. Ég held að ef menn halda áfram að berja hausnum við steininn og berjast fyrir flugvellinum í óbreyttri mynd muni það á endanum skaða mest hagsmuni flugvallarins sjálfs. Flugvöllurinn þarf að þróast eins og öll mannanna verk,“ sagði Brynjar að lokum. „Ekki á móti flugvellinum“  Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir Reykjavíkurflugvöll þurfa að þróast  Segir fundinn á Hótel Natura, sem flugvallarvinir boðuðu til, hafa verið gönuhlaup Hlíðarendi Valsmenn hf. áforma mikla uppbyggingu vestan undir Öskjuhlíð. Þar er stefnt að því að reisa um 500 íbúðir, í fimm hæða blokkum. Áformin gera ráð fyrir að einnig verði reist verslunar- og atvinnuhúsnæði á reitnum. Brynjar Harðarson 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! Skeifunni 17 „...virkilega vönduð, lipur og góð þjónusta. Allt sem þau sögðu stóðst. Auðvelt að mæla með Remax Alpha!“ Áslaug og Benni HRINGDU NÚNA 820 8080 Á málstofu RNH, Rannsóknarseturs um ný- sköpun og hagvöxt, föstudaginn 24. nóvember mun bandaríski hagfræðingurinn Corbett Grainger, prófessor í Wisconsin-háskóla, bera saman auðlindaskatt í sjávarútvegi og úthlutun afnotaréttinda, en hann hefur birt fjölda fræði- greina um það mál. Ragnar Árnason prófessor mun greina og gagnrýna ýmsar mælingaskekkjur og hugs- anavillur í umræðum á Íslandi um tekjudreif- ingu og skatta. Hannes H. Gissurarson prófessor mun ræða um nýútkomna bók franska hagfræðingsins Thomasar Pikettys um Fjármagn á 21. öld, en sú bók hefur vakið mikla athygli og verið mis- jafnlega tekið. „Vill Piketty leggja alþjóðlega ofurskatta á stóreignamenn og hátekjufólk. Mun Hannes gagnrýna talnameðferð og röksemdir Pikettys og meðal ann- ars bera saman tekjudreifingu í heiminum og á Vesturlöndum síðustu ára- tugi, lýsa áhrifum hnattvæðingarinnar á tekjudreifingu og tala um, hvað sé óréttlátt við tekjudreifingu samkvæmt frjálsu vali og hvað Balzac, sem Piketty vitnar oft í, segi í raun og veru um ríkt fólk í skáldsögum sínum,“ segir í tilkynningu. Auk RNH standa Samtök skattgreiðenda að málstofunni. Hún er í fund- arsal fyrirtækisins Gamma við Garðastræti 37 kl. 16-17.30, en síðan er mót- taka þar í boði RNH til 19. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Málstofa um nýsköpun og hagvöxt Corbett Grainger Á málstofu Hafrannsóknastofnunar fimmtudaginn 23. október flytur Ástþór Gíslason fiskifræðingur er- indi sem nefnist: Dreifingu og flutn- ingi dýrasvifs á Selvogsbanka að vorlagi lýst með svifsjá. Erindið verður flutt kl. 12:30 í fyrirlestr- arsal á fyrstu hæð á Skúlagötu 4 og eru allir velkomnir. Í erindinu verður lýst útbreiðslu dýrasvifs og sviflægra agna á fín- og stórkvarða á Selvogsbanka í tengslum við umhverfisþætti og plöntusvif. Jafnframt verður lýst líklegum flutningsleiðum svifsins með því að tvinna saman upplýsingar um mergð og útbreiðslu svifs og nið- urstöður þrívíddarstraumalíkans af íslenska hafsvæðinu. Erindi um dreifingu og flutning dýrasvifs STUTT Ögmundur Jónasson, fyrrver- andi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifuðu hinn 19. apr- íl 2013, réttum átta dögum fyrir alþingiskosningarnar, undir samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjón- ustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Í samkomulaginu fólst meðal annars að Isavia tæki yfir rekst- ur og eignarhald á núverandi flugstöð Flugfélags Íslands, að gerð yrði viðskiptaáætlun fyrir nýja flugstöð og að fallið yrði frá fyrri áformum um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatns- mýri. Nú, einu og hálfu ári eftir undirritun samkomulagsins, hefur ekkert verið gert til þess að hrinda samkomulagi ríkis og borgar um endurbætur á að- stöðu á Reykjavíkurflugvelli í framkvæmd. Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi Isavia, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það eina sem hefði gerst á þessum 18 mánuðum væri að fulltrúi Icelandair Group væri kominn í Rögnunefndina. SAMKOMULAG RÍKIS OG BORGAR 19. APRÍL 2013 Ekkert gerst í 18 mánuði Kampakátir Ögmundur Jónasson og Jón Gnarr undirrita samninginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.