Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 58

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 58
REYKJAVÍK2014Á FERÐ UMÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014  Íslenski sjávarklasinn heitir sam- starfsvettvangur fyrirtækja í sjáv- artengdri starfsemi á Íslandi. Mark- miðið er að auka virði þeirra fyrir- tækja sem starfa í klasanum. Hlutverk sjávarklasans er að tengja saman fólk og fyr- irtæki og knýja áfram nýjar hugmyndir og verkefni. Sjáv- arklasinn er til húsa á Granda- garði 16 í Reykjavík. Þar innan- dyra hafa um þrjátíu aðilar komið sér fyrir og vinna að margvíslegum þró- unar- og nýsköpunarverkefnum. Er þar jafnt um að ræða lítil nýsköp- unarfyrirtæki sem eru að stíga sín fyrstu spor yfir í útibú stórra og rótgróinna fyrirtækja sem starfa á alþjóðavísu. Starfsemi sjáv- arklasans hefur fengið góðar viðtökur. Þar hefur myndast þekking og kunnátta sem nýt- ist í verkefnum á sviði klasa- stjórnunar, ráðgjafar og nýsköp- unar sem á einn eða annan hátt tengist hafinu. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýsköpun Hús Íslenska sjávarklasans á Grandagarði í Reykjavík. Þrjátíu nýsköpunarfyrirtæki eru í Íslenska sjávarklasanum  Árið 2011 var Reykjavík útnefnd ein af bókmenntaborgum UNESCO, sú fimmta í heiminum til að hljóta þá nafnbót og sú fyrsta utan ensks mál- svæðis. Titillinn er varanlegur og núna í október stendur yfir svokölluð lestrarhátíð í Bókmenntaborg sem er haldin í þriðja sinn og er að þessu sinni helguð smásögum, örsögum og ritlist undir yfirskriftinni Tími fyrir sögu. Í tengslum við lestrarhátíðina má finna forvitnilegt svæði á vefsíðu Bókmenntaborgarinnar sem nefnist Nestisboxið og er safn stuttra sagna sem eru nógu stuttar til að hægt sé að lesa þær í matar- eða kaffihléum. Þar eru alls konar sögur eftir ólíka höfunda, t.d. Svövu Jakobsdóttur, Þórarin Eldjárn og Sigurbjörgu Þrast- ardóttur, og kemur ný saga inn á degi hverjum. annalilja@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Bækur Reykjavík var mikill sómi sýndur með að vera útnefnd Bókmenntaborg. Óvíða í heiminum eru gefnir út eins margir bókatitlar á íbúa og á Íslandi. Nestisbox, sneisafullt af sögum Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tvisvar í viku kemur hópur drengja og karla á aldrinum 13-33 ára saman til að spila amerískan fótbolta. Þar eru á ferðinni liðs- menn Einherja, sem æfa íþróttina á veturna á hinum ýmsu íþrótta- völlum í Reykjavík og fá svo inni í Fífunni í Kópavogi yfir köldustu vetrarmánuðina. Einherjar komu fyrst saman árið 2009, síðan þá hefur þeim fjölgað jafnt og þétt og nú stend- ur til að koma starfseminni í fast- ari skorður að sögn Bergþórs Phillips Pálssonar, varaformanns Einherja. Eina starfandi liðið Bergþór fékk ungur áhuga á íþróttinni, er hann fékk amer- ískan fótbolta að gjöf, fór þá að horfa á NFL-deildina í sjónvarp- inu og í framhaldinu sjálfur að spila. „Það eru átökin og hvernig þessi leikur hentar fjölbreyttum Íþróttin er ekki bara fyrir einhverja jaka  Einherjar spila amerískan fótbolta Ljósmynd/Einherjar Vel varðir Einherjar klæðast brynjum og bera hjálma þegar þeir keppa innbyrðis á æfingakappleikjum. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hljómburðurinn hér er góður eða eins og í sálminum segir: Kirkjan ómar öll. Okkur finnst því mikið vanta að hér sé ekki orgel, enda skapar það einstakan hljóm þegar flutt eru trúarleg verk. Því efnum við til þessarar hátíðar og af eðlis- lægri bjartsýni ætla ég að okkur leggist til þeir peningar sem duga til orgelkaupa,“ segir Lovísa Guð- mundsdóttir, kirkjuvörður í Guð- ríðarkirkju í Grafarholti í Reykja- vík. Kórar, Pétur Örn og Bjarni Ara Klukkan 17 næsta laugardag, 25. október, verða í Guðríðar- kirkju tónleikar og rennur ágóð- inn af þeim til tónlistarsjóðs kirkj- unnar. Allir listamenn sem fram koma gefa vinnu sína og það sem safnast fer í orgelið. Er Björgvin Tómasson, orgelsmiður á Stokks- eyri, nú að leggja lokahönd á smíði þess. Á tónleikunum kemur fram Stormsveitin, tuttugu manna karlakór ásamt fimm manna rokk- hljómsveit sem syngur í fjórum röddum. Pétur Örn, kenndur við hljómsveitina Buff, tekur lagið með kórnum. Efnisskráin er fjöl- breytt, íslensk karlakórs- og þjóð- lög svo og músík með sveitum eins og Queen og Metallica. Storm- sveitin hefur verið starfandi í rúmt ár og verið gerður góður rómur að leik hennar og söng. Þá kemur Karlakór Kjalnesinga fram með Bjarna Arasyni, sem syngur nokkur laga sinna með kórnum. Hljóðfæri fyrir fermingarmessurnar Guðríðarkirkja í Grafarholti var byggð á mettíma. Hafist var handa um framkvæmdir vorið 2007 og hún vígð 7. desember 2008. Í september það ár var sam- ið við Björgvin Tómasson um smíði á orgeli og út var greiddur þriðjungur þess verðs sem hann setti upp. En svo kom október með hruni og kreppu og þá stopp- aði allt. Flygill hefur því verið notaður við allan tónlistarflutning í kirkjunni. Það hefur þótt ágætt, svo langt sem það nær, en orgelið vantar enn og því þykir nokkuð skorta á. „Orgeltónlist færir andann of- ar. Sum tónverk, svo sem Faðir- vorið eftir Malotti, gerir sig aldrei betur en í flutningi á orgel. Ég vona að tónleikarnir um helgina skili okkur því að orgel verði kom- ið í kirkjuna fyrir fyrstu ferming- armessurnar sem verða 12. apríl,“ segir Hrönn Helgadóttir, organisti og kórstjóri í Guðríðarkirkju. Kórinn er hverfið Alveg frá því Grafarvogssöfn- uður var stofnaður árið 2008 hefur Hrönn sinnt tónlistarstarfi þar, en fyrstu árin fór kirkjustarfið fram í sal í fjölbýlishúsi eldri borgara við Þórðarsveig. Fluttist svo í full- gerða og vígða í kirkjuna og þar hefur tónlistarlífið eflst og dafnað. Hrönn bætir við að kirkjan hafi Morgunblaðið/Kristinn Söngur Kórinn er fólkið í hverfinu sem kemur og syngur, segir Hrönn organisti, hér með Lovísu kirkjuverði. Færir andann ofar  Safnað fyrir orgeli í Guðríðarkirkju  Halda tónleika næstkomandi laugardag  Hljómburðurinn þykir góður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.