Morgunblaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 69
arða ábati af sæstreng.“ Frétta-
maðurinn, sem styðst við
upplýsingar úr ENTSO-E áætl-
uninni, velur aðeins eitt af fyrr-
nefndum tíu markmiðum þ.e. hina
þjóðhagslegu velferð B2. Öllu hinu
er sleppt þ.á m. kostnaði við mann-
virkin skv. lið C1 og kostnaði við
rekstur, viðhald og ýmis konar
rekstraráhættu. Að sleppa því er
afar villandi svo ekki sé meira sagt.
Mann sundlar við að horfa upp á
hvernig niðurstöður ENTSO-E eru
mistúlkaðar.
Kostnaður við
sæstrengsframkvæmdina, með
virkjunum, styrkingu flutningskerf-
isins á Íslandi, sæstrenginn með
endastöðvum og styrkingu flutn-
ingskerfisins á Bretlandi gæti verið
um 700 milljarðar. Ef árlegur fjár-
magnskostnaður, kostnaður við
rekstur og viðhald og áhættuálag
væri áætlað 12% af stofnkostnaði
mundi það nema 84 milljörðum á
ári. Það gerir þá meira en að
þurrka út fyrrgreindan 65 milljarða
ábata vegna aukningar á hinni
þjóðhagslegu velferð. Og hvar
stöndum við þá?
Frétt Mbl. heldur áfram: „Björg-
vin Skúli Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri markaðs- og viðskiptaþróun-
arsviðs Landsvirkjunar, segir að
niðurstaðan sýni fram á öfunds-
verða stöðu Íslands. Hún gefur
sterklega til kynna að við gætum
náð enn meiri arðsemi af orkuauð-
lindum okkar í framtíðinni. Björg-
vin bendir á að í greiningu
ENTSO-E sé ekki lagt mat á það
hvernig ábatanum yrði skipt á
milli þeirra sem kæmu að slíku
verkefni. Hagsmunir Landsvirkj-
unar og Íslands eru því aug-
ljóslega þeir að meta hversu mik-
ils virði okkar orkuvinnslustöðvar
eru – bæði núverandi og framtíð-
arvirkjunarkostir – og tryggja að
stærstur hluti þess ábata sem slík-
ur sæstrengur hefði í för með sér
myndi fara til Íslands.“
Þarna eru menn með hug-
myndir um hvernig ætti að skipta
væntanlegum arði af sæstreng, en
ekki er minnst á hvernig skipta
ætti tapinu, ef af verður. Þessu má
líkja við aðferðafræði Enron um
síðustu aldamót og háttarlag fyr-
irtækja sem stuðluðu að hruninu
hér á Íslandi haustið 2008.
Hægt er að vera sammála
Björgvini Skúla um að næsta
skref í málinu hljóti að vera að
hefja viðræður við bresk stjórn-
völd og/eða raforkufyrirtæki. Fá á
hreint hvaða ívilnanir sæstrengs-
verkefni mundi fá frá breskum
stjórnvöldum og hvaða möguleiki
er að fá fjárfesta til að taka þátt í
að leggja, eiga og reka sæstreng-
inn og hvaða kröfur þeir gerðu í
því sambandi. En að leggja fram
skýrslu ENTSO-E ásamt túlk-
unum Björgvins Skúla Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra mark-
aðs- og viðskiptaþróunarsviðs
Landsvirkjunar, er ekki boðlegt.
Eðlilegast væri að leggja fram
aðrar rannsóknir Landsvirkjunar
á málinu. Ekki er við öðru að bú-
ast en að þær liggi fyrir, en nú eru
fimm ár liðin síðan Landsvirkjun
lagði fram sæstrengshugmyndir
sínar undir forystu forstjórans.
Annars ætti þetta að vera í góðu
lagi í bili, en í áætlun sinni gerir
ENTSO-E ekki ráð fyrir gang-
setningu raforkusæstrengs milli
Íslands og Bretlands fyrr en í
fyrsta lagi árið 2030.
»Ef árlegur fjár-
magnskostnaður,
kostnaður við rekstur
og viðhald og áhættuá-
lag væri áætlað 12%
af stofnkostnaði mundi
það nema 84 milljörðum
á ári.
Höfundur er verkfræðingur.
UMRÆÐAN 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
Finnbogi
Hilmarsson
lögg. fasteignasali
Bogi
Pétursson
lögg.fasteignasali Finndu okkur
á Facebook
Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is
Ásdís Írena
Sigurðardóttir
skjalagerð
Gústaf Adolf
Björnsson
lögg. fasteignasali
Stefán Már
Stefánsson
sölufulltrúi
Guðbjörg G.
Blöndal
lögg. fasteignasali
Brynjólfur
Snorrason
sölufulltrúi
Bíldshöfði 9 - Iðnaðar- og atvinnuhúsnæði
Óskað er eftir kauptilboðum!
• Húsnæðið, sem upphaflega var byggt fyrir Hampiðjuna, stendur á góðum stað í borginni og hefur margskonar notkunarmöguleika.
• Húsið er á tveimur hæðum, skráð stærð þess er 10.032 fm, þ.e. um 5.000 fm hvor hæð, einnig eru geymslurými í kjallara.
• Lofthæð á hvorri hæð er um 4,4 m. Á milli hæða er 3ja tonna vörulyfta.
• Fjöldi stórra innkeyrsluhurða er á húsinu á öllum hliðum sem gefur margskonar nýtingarmöguleika og skiptingu á húsnæðinu.
• Fjölmörg malbikuðuð bílstæði sem eru bæði austan og vestanmegin við húsið.
• Öll aðkoma að húsinu er góð, stutt í stofnbrautir og fjölbreytta starfsemi í næsta nágrenni.
• Ástand eignarinnar er almennt gott og hefur hún fengið gott viðhald í gegnum árin.
Allar frekari upplýsingar veita Bogi Pétursson og Finnbogi Hilmarsson á Heimili fasteignasölu.
Myndir þú, lesandi
góður, ráða þér ein-
hvern til umfangmik-
illa viðgerða á húseign
þinni sem hvorki væri
löggiltur iðn-
aðarmaður né aðili að
félagi sem héldi utan
um faglega ábyrgð
síns fólks? Á Íslandi
hafa um 50 iðngreinar
verið löggiltar í yfir
80 ár. Auðvitað hefur það ekki
komið í veg fyrir fúsk eða mistök
eins og gengur en skv. nýlegri
skýrslu OECD (Efnahags- og fram-
farastofnunar Evrópu) eru iðnir
sagðar með blóma í landinu, eins
þótt sumar sjaldgæfustu iðngrein-
arnar séu fámennar eða jafnvel
ómannaðar. Í samanburði við önnur
lönd á Norðurlöndum eru hér gam-
algrónar hefðir enn í allmargra
höndum (miðað við höfðatölu), ólíkt
hinum löndunum, og góð verk-
menning í löggiltu fari. Það merkir
að nemar stunda bóklegt og verk-
legt nám, verða sveinar og síðar
meistarar í opnu ferli sem er
verndað með lögum og undir eft-
irliti hins opinbera. Í mjög mörgum
tilvikum fer verklega námið fram í
fyrirtækjum undir umsjá meistara
og þannig fæst hinn traustasta
þekking og færni; að sjálfsögðu
með öllum þeim ólíku mannlegu
kostum og göllum sem einkenna
okkur.
Iðngreinar eiga að
vera lögverndaðar
Margra alda reynsla af verndun
iðngreina hefur ekkert með þrönga
hagsmuni að gera. Ný tækni, auð-
veldari aðkoma ófaglærðra að sum-
um iðnum og marg-
frægt
„ég-kann-allt-
mögulegt“-viðhorf Ís-
lendinga má ekki
verða til þess að grafa
undan fagþekkingu og
ábyrgð í öllum þeim
fjölbreyttu iðnum sem
eiga að standa undir
gamalli og nýrri
menningu, ásamt með
til dæmis listum lands-
manna. Þar og í hand-
verki eru sannarlega
grá svæði og breið
landamæri. Við fögnum sjálflærða
gítarleikaranum, flinka fluguhnýt-
aranum, smekklega ljósmynd-
aranum og handlagna
flísalagningarmanninum en í meg-
inatriðum eru það menn, konur og
karlar, með mislanga skólagöngu
og verklega þjálfun að baki sem
bera uppi jafnt listir sem iðn-
greinar. Listgreinar eru ekki lög-
verndaðar en það eru iðngreinar
vegna þess að þorri þeirra varðar
mikilvæga þjónustu, skilgreinda
vinnutaxa, meðhöndlun verðmæta
til að bæta þau og ábyrgð á að
verk séu unnin eins vel og unnt er.
Öflug kynning iðngreina og aðlað-
andi náms- og starfskerfi ættu að
vera boðorð dagsins.
Atlaga að okkur öllum
Nú hefur verið sett nefnd á lagg-
irnar á vegum iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytisins til þess að end-
urskoða löggjöf um iðngreinar,
auðvitað ekki skipuð fulltrúa iðn-
greina (!). Eftir því sem heyrst hef-
ur á að afnema lögverndun 25-30
iðngreina svo sem skósmíði, söðla-
smíði, steinsmíði, kökugerðar
(konditori) og feldskurðar. Í þessu
felst ekki peningasparnaður (að
prófkostnaði frátöldum). Og varla
er það von stjórnmálamanna að
fluguhnýtarinn fari að gera við skó?
Nei, þessar arfavitlausu hug-
myndir eiga sennilega að auka at-
vinnufrelsi. Fer þá lítið fyrir talinu
um að hvetja ungt fólk til áhuga-
verðrar vinnu utan bóknámsstarfa
og háskólanáms og enn minna fyrir
talinu um sjálfbærni. Það liggur í
augum uppi að nú þegar sneiðist
um auðlindir, og umhverfismál eru
í brennidepli, þarf sem aldrei fyrr
fullnuma fólk í lögvernduðum iðn-
greinum til þess að gjörnýta, við-
halda og bæta eigur okkar, bera
fyrir okkur almennilegan mat og
sinna faglegri þjónustu. Mér hafði
aldrei dottið í hug að þurfa að
standa vörð um skósmiðinn minn
og hans lögvernduðu iðn. En nú er
komið að því. Vonandi skilja sem
flestir hvað klukkan slær og stöðva
vitleysuna.
Burt með Skarpa skósmið!
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson
Ari Trausti
Guðmundsson
»Eftir því sem heyrst
hefur á að afnema
lögverndun 25-30 iðn-
greina svo sem skó-
smíði, söðlasmíði, stein-
smíði, kökugerðar
(konditori) og feld-
skurðar.
Höfundur er jarðvísindamaður
og rithöfundur.
mbl.is
alltaf - allstaðar