Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 72

Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 72
þjóðlegt gómsætt og gott alla daga Gríptu með úr næstu verslun www.flatkaka.is kÖku gerÐ hp JÓLAtónleikar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að var fyrir tæpum áratug að systkinin Ellen Kristjáns- dóttir og Kristján Krist- jánsson, KK, héldu sína fyrstu jólatónleika. Tilefnið var jóla- platan Jólin eru að koma sem leit dagsins ljós í árslok 2005, að sögn Ellenar fyrir hálfgerða slysni. „Við ætluðum að gera okkar fyrstu „systkinaplötu“ og vorum að reyna að semja lög fyrir það verk- efni. Þetta var í júlí eða ágúst og óvænt þróast tónsmíðarnar út í það að hlusta á og semja jólalög,“ segir hún. Ellen lýsir hvernig þau Kristján leituðu uppi jólalega og hátíðlega texta bæði úr safni fjölskyldunnar og úr verkum sumra ástkærustu ljóðskálda þjóðarinnar. Titillag plöt- unnar var einmitt kvæði og lag ömmu þeirra Ellenar og Kristjáns, Elínar Eiríksdóttur frá Ökrum. „Öll þessi vinna fór hálfpartinn fram í leyni og endaði með því að í október vorum við komin upp í sum- arbústað með Ívari Bongó. Fyrr en varði voru tólf lög tilbúin til útgáfu og örstutt til jóla.“ Síðan þá hafa Ellen og Kristján haldið jólatónleika hvert einasta ár og fengið til liðs við sig úrvalshóp listamanna. Ellen segir systkinin hafa verið tvö saman fyrst um sinn en síðan hafi tekið að fjölga í hópn- um. Að þessu sinni er hljómsveitin skipuð þeim Jóni Ólafssyni, hljóm- sveitarstjóra og hljómborðsleikara, Andra Ólafssyni bassaleikara, Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Lilju Valdimarsdóttur sem leikur á franskt horn. Alls verða tónleikarnir tíu talsins, hér og þar um landið. Ellen og KK troða upp sem dúett í Ólafsvík 3. desember og Landnámssetrinu Borgarnesi 19. desember. Öll hljóm- sveitin kemur fram 29. nóvember í Neskirkju, 30. nóvember í Lang- holtskirkju, 12. desember í Hljóma- höllinni Keflavík, 13. og 14. desem- ber í Salnum Kópavogi, 15. desember í Fríkirkjunni í Reykja- vík, 20. desember í Bæjarbíói Hafn- arfirði og 21. desember í Graf- arvogskirkju. „Fátækleg jól“ Aðspurð hvernig yfirbragðið verð- ur á jólatónleikunum segir Ellen að það megi eiga von á rólegri og nota- legri stemningu þar sem blandað er saman frumsömdum jólalögum úr smiðju systkinanna og sígildum jóla- söngvum, jafnt gömlum sem nýjum. „Ónafngreindur en þekktur tón- listarmaður gantaðist skemmtilega með það þegar diskurinn kom út ár- ið 2005 og kallaði hann KK og Ellen: fátækleg jól. Kom þetta til af því að tónlistarflutningurinn var mjög fá- brotinn: bara söngur og gítarleikur,“ segir hún. „Þó bæst hæfi við lítil hljómsveit er einfaldleikinn enn til staðar og tónlistinni gerð skil á lát- lausan hátt.“ Inni á milli laga segir Kristján gestum frá jólunum eins og þau voru í æsku hans og Ellenar, á stóru heimili, yngst fimm systkina. „Það er mikill uppistandari í bróður mín- um þegar sá gállinn er á honum og hann getur verið afskaplega fynd- inn. Eina söguna hefur hann sagt ár eftir ár á jólatónleikunum og í hvert sinn hef ég átt í mestu erfiðleikum með að stilla mig, oft hlegið í gegn- um heilu lögin á eftir. Var það fyrst í fyrra að ég fór að loksins komast yf- ir þetta og geta sungið hlátralaust eftir þessa sögu.“ Leppalúði í Lundi Bæði eru þau Ellen og Kristján mikil jólabörn og segir Ellen KK vera mikinn jólasvein og uppá- tækjasaman þegar þessi árstími gengur í garð. Þannig hafi hann og einn af eldri bræðrunum stundað það, þegar fjölskyldan bjó í Lundi í Svíþjóð, að hræða börnin í næstu húsum og láta þau halda að Grýla og Leppalúði væru á ferð. Hún segir það forréttindi fyrir systkinin að fá að eiga þennan góða og ánægjulega tíma saman í desember ár hvert. „Ég hlakka til þessara tónleika og ómetanlegt er að troða svona upp á ólíkum stöð- um í miklu jólaskapi.“ Á móti kemur að lítill tími vill gefast fyrir jólaundirbúning í des- ember. Fyrir utan alla tónleikana með Kristjáni syngur Ellen einnig á árlegum jólatónleikum Borg- ardætra. Ekki bætir úr skák að Ellen er gift Eyþóri Gunnarssyni sem spilar bæði með Baggalúti og Borgardætrum um jólin. Tónleika- hald þeirra beggja þýðir að sam- verustundirnar á aðventu eru fáar. „Ég reyni að undirbúa það sem ég get af jólunum í nóvember en svo gengur þetta allt samt vel fyrir sig, með hefðbundnu jólastússi, ys og þys, og endar með kærleiks- ríkum jólum með stórfjölskyld- unni. Miðar á tónleika Ellenar og KK verða seldir á www.midi.is Morgunblaðið/Sverrir Huggó Ellen og KK verða meða annars í Fríkirkjunni í Reykjavik. Slysuðust til að gera jólaplötu Ellen Kristjánsdóttir segist oft eiga í mesta basli með að halda aftur af hlátrinum þegar bróðir hennar Kristján deilir æskuminn- ingum með gestum á jólatónleikunum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Minningar „Það er mikill uppistandari í bróður mínum þegar sá gállinn er á honum og hann getur verið afskaplega fyndinn,“ segir Ellen um innslögin á milli laga þegar KK segir frá jólunum á æskuheimili þeirra systkinanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.