Morgunblaðið - 23.10.2014, Síða 78
78
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014
JÓLAtónleikar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
J
ólaandinn mun svífa yfir vötn-
um á árlegum Hátíðartón-
leikum Karlakórs Reykjavík-
ur. Í ár falla tónleikarnir á
laugardaginn 13. desember og
sunnudaginn 14. desember. Á laug-
ardeginum hefjast tónleikarnir kl. 17
og klukkan bæði 17 og 20 á sunnu-
deginum.
Friðrik S. Kristinsson er stjórn-
andi kórsins og segir hann rösklega
20 ára hefð fyrir jólatónleikunum.
„Mikil helgi og hátíðleiki er í kring-
um þessa tónleika. Efnisskráin hefur
á sér trúarlegt yfirbragð og við hæfi
enda fara tónleikarnir fram í Hall-
grímskirkju. Syngjum við falleg að-
ventu- og jólalög í bland við kirkju-
leg verk.“
Eru þetta jafnt
íslensk lög og
söngvar frá
enskumælandi
þjóðum, en að
auki syngur kór-
inn hluta tón-
leikanna á latínu.
„Hefð er fyrir því
að syngja inn-
göngusálm á lat-
ínu. Gengur kór-
inn þá í fylkingu inn kirkjuna og
syngur þennan fallega söng um hina
heilögu þrenningu,“ útskýrir Frið-
rik.
Fullt hús af gleði
Á tónleikunum verður jólastemn-
ingin nánast rafmögnuð. „Öll þessi
ár hefur kórinn sungið fyrir fullu
húsi og alltaf hef ég skynjað bæði
mikla eftirvæntingu, gleði og þakk-
læti meðal áheyrenda.“
Einn af hápunktum jóla-
tónleikanna er hefðbundinn fjölda-
söngur. Í tveimur eða þremur lögum
fá gestir að syngja með og eru út-
prentanir á textum í öllum sætum.
Þó að Íslendingar séu margir feimn-
ir að eðlisfari segir Friðrik að þátt-
takan í fjöldasöngnum sé undantekn-
ingalítið góð. „Allir standa upp og
syngja með. Vitaskuld er alltaf einn
og einn sem bara stendur en lætur
hinum eftir að syngja og er það í
góðu lagi, en enn skemmtilegra er að
taka undir með skaranum þegar
kirkjan öll ómar í voldugum söng. Er
um að ræða skemmtileg jólalög sem
allir ráða við og gaman er að syngja.“
Englarödd og óperustjarna
Að vanda fær karlakórinn til sín
einsöngvara og hljóðfæraleikara
sem gera tónleikana enn magnaðri.
Einsöngvarar í ár eru Helga Rós
Indriðadóttir sópran og Benedikt
Gylfason drengjasópran. Á hljóðfæri
leika Ásgeir H. Steingrímsson og
Eiríkur Örn Pálsson trompetleik-
arar en Eggert Pálsson leikur á
páku. Lenka Mátéová leikur á org-
elið.
„Benedikt er 11 ára meðlimur í
Drengjakór Reykjavíkur og syngur í
tveimur lögum. Hann er með gull-
fallega rödd og vakti mikla ánægju
og aðdáun tónleikagesta þegar hann
söng með okkur í fyrra. Er ekki síð-
ur mikill fengur í Helgu Rós sem nú
er að gera garðinn frægan í sýn-
ingum Íslensku óperunnar á Don
Carlo í Hörpu. Þar fer Helga með
hlutverk Elísabetar drottningar.“
Að sögn Friðriks eru tónleikar
karlakórsins fyrir löngu orðinn fast-
ur og ómissandi liður í jólaundirbún-
ingi margra gesta. Í huga sumra
marki tónleikarnir að jólin eru alveg
á næsta leiti og ekki seinna vænna
að komast í hátíðarskap. „Að fara á
tónleika í Hallgrímskirkju getur
verið fullkominn endir á ánægju-
legum degi í miðborginni. Margir
nota tækifærið fyrir tónleikana og
skoða miðbæinn í jólaskrúða, kaupa
jólagjafir handa ástvinum og kíkja
kannski inn á kaffihús til að drekka
eitthvað hlýtt og narta í eitthvað ljúf-
fengt.“
Heldur starfinu gangandi
Ekki má heldur gleyma að tónleik-
arnir eru mikilvægasta tekjulind
kórsins. Til að fjármagna öflugt kór-
starfið árið um kring þarf miðasalan
að ganga vel. Þá fer ómæld vinna í
undirbúning þessa stóra viðburðar.
„Æfingar fyrir jólatónleikana hefjast
strax í september samhliða æfingu á
öðrum verkum. Er haustið nær allt
undirlagt og hittist kórinn tvisvar í
viku til að syngja saman, tvo tíma í
senn, og oftar þegar styttist í stóra
daginn. Er þá eftir að bæta við allri
þeirri þjálfun og æfingum sem með-
limir kórsins stunda heimafyrir.“
Þeir sem vilja styrkja sérlega vel
við starf kórsins geta, auk þess að
sækja tónleikana, keypt einn af jóla-
diskum kórsins. „Höfum við gefið út
tvenna jóladiska, og annar þeirra
tekinn upp á jólatónleikum kórsins í
London árið 2004 og eru diskarnir
seldir við innganginn.“
Miðasala á Hátíðartónleika Karla-
kórs Reykjavíkur fer fram á
www.midi.is og á heimasíðu kórsins,
www.kkor.is. ai@mbl.is
Ljósmynd / Ernst Backman
Fríðir Tónleikar á borð við þá sem Karlakór Reykjavikur heldur hver jól eru afrakstur mikillar vinnu og langra æfinga sem hefjast snemma að hausti. Kórinn um síðustu jól.
Kirkjan ómar öll í voldugum söng
Jólatónleikar Karlakórs Reykjavíkur fara fram röskri viku fyrir jól Benedikt Gylfason drengjasópran og
Helga Rós Indriðadóttir eru einsöngvarar að þessu sinni Fastur liður að gestir syngja með í nokkrum lögum
Friðrik
Kristjánsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samvera Mörg hundruð raddir tónleikagesta taka undir í fjöldasöngnum
og heyrist eflaust söngur kórs og gesta langt út fyrir kirkjuna.
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is