Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 95

Morgunblaðið - 23.10.2014, Side 95
Hann starfar sem aðstoðar- skólastjóri við Tónlistarskóla Skagafjarðar ásamt því að vera kirkjuorganisti, kórstjóri og undir- leikari. Karlakórinn Heimir Stefán hefur staðið fyrir tón- leikahaldi í Skagafirði í áratugi og einnig ferðast mikið hérlendis og erlendis með Karlakórnum Heimi, Álftagerðisbræðrum og kirkjukór- um Glaumbæjarprestakalls, sem hann hefur stjórnað frá árinu 1984. Stefán hefur farið í tónleikaferðir til Ísraels, Egyptalands, Kanada, Bandaríkjanna, Rússlands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Grænlands, Færeyja, Kanaríeyja, Lúxemborgar og Skotlands. Auk þess var Karlakórinn Heimir valinn til að vera framlag Íslands á Heimssýningunni Expo 2000 í Hannover í Þýskalandi árið 2000. Stefán hefur staðið fyrir tón- leikahaldi í mörg ár, m.a. haldið tónleika sem nefnast Sönglög á sæluviku síðastliðin sex ár sem ýmsir listamenn hafa tekið þátt í. Karlakórinn Heimir hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu síðastliðið vor og einnig voru Álftagerðisbræður með tónleika fyrr sama vor. Tónlistin er aðaláhugamál Stef- áns er önnur áhugamál eru bílar og veiðiskapur – stangveiði og skot- veiði. Stefán hefur tekið þátt í útgáfu geisladiska með þeim kórum sem hann hefur stjórnað; fimm diskar með Karlakórnum Heimi, fjórir með Álftagerðisbræðrum og tveir diskar með Kirkjukór Glaumbæjar- prestakalls. Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Margrét S. Guðbrandsdóttir, f. 4.7. 1956, ritari í Varmahlíðarskóla, bús. í Varma- hlíð. Foreldrar hennar eru Guð- brandur J. Frímannsson, f. 26.5. 1922, d. 20.3. 2000, slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki, og Hallfríður Ey- björg Rútsdóttir, f. 8.11. 1927, hús- freyja á Sauðárkróki. Börn Stefáns og Margrétar eru Halla Rut Stefánsdóttir, f. 31.5. 1977, guðfræðingur, bús. í Varma- hlíð; Guðrún Stefánsdóttir, f. 13.7. 1978, d. 17.7. 1978, Berglind Stef- ánsdóttir, f. 20.11. 1979, tónlistar- kennari, bús. í Reykjavík. Maki: Sigurgeir Agnarsson, tónlistar- kennari, f. 4.10. 1976. Börn þeirra: Stefán Rafn Sigurgeirsson, f. 18.5. 2008, og Árni Dagur Sigurgeirsson, f. 1.9. 2010; Sara Katrín Stef- ánsdóttir, f. 4.6. 1985, geislafræð- ingur, bús. í Kópavogi. Maki: Hjör- leifur Björnsson, pípulagninga- meistari, f. 13.8. 1981. Systkini Stefáns: Jón St. Gísla- son, f. 30.4. 1950, bóndi í Miðhúsum í Akrahreppi; Guðbjörg Gísladóttir, f. 15.8. 1952, verslunarmaður, bús. í Garði, Þrúður Gísladóttir, f. 11.2. 1961, kennari, bús. á Reyðarfirði; Gísli Árni Gíslason, f. 10.11. 1969, ráðgjafi, bús. í Kópavogi. Foreldrar Stefáns voru Gísli Jónsson, f. 10.9. 1926, d. 1.4. 2009, búfræðingur og bóndi í Miðhúsum í Akrahreppi, og Guðrún Stefáns- dóttir, f. 9.11. 1926, d. 14.10. 2003, húsfreyja í Miðhúsum í Akra- hreppi. Úr frændgarði Stefáns Reynis Gíslasonar Stefán Reynir Gíslason Rósa Gunnarsdóttir húsfreyja og ljósmóðir í Klifshaga í Öxarfirði Jón Sigvaldason bóndi í Klifshaga í Öxarfirði Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Syðri-Bakka í Kelduhverfi Stefán Jónsson Bóndi og smiður á Syðri- Bakka í Kelduhverfi Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja í Miðhúsum í Akrahreppi Kristín Stefánsdóttir húsfreyja á Syðri-Bakka í Kelduhverfi Jón Egilsson bóndi á Syðri-Bakka í Kelduhverfi Guðrún Jónsdóttir Húsfreyja í Miðhúsum í Akrahreppi Gísli Þorfinnsson bóndi í Miðhúsum í Akrahreppi Þrúður Aðalbjörg Gísladóttir húsfreyja í Holtskoti í Seyluhreppi Jón Sigfússon bóndi og bókbindari á Minni-Ökrum Gísli Jónsson búfræðingur og bóndi í Miðhúsum í Akrahreppi Valgerður Jónsdóttir húsfreyja í Holtsmúla í Staðarhreppi Sigfús Guðmundur Bjarnason bóndi í Holtsmúla í Staðarhreppi Afmælisbarnið Stefán R. Gíslason. ÍSLENDINGAR 95 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Ármúla 24 • S: 585 2800 EOS fjaðurljósin frá Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Bjarni Bjarnason, alþing-ismaður og skólastjóri, fædd-ist á Búðarhóli í Landeyjum, Rang. 23. október 1889, Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundsson, f. 1854, d. 1896, bóndi í Búðarhólshjá- leigu og k.h. Vigdís Bergsteinsdóttir, f. 1856, d. 1937, húsmóðir. Bjarni tók gagnfræðapróf í Flens- borg 1909, kennarapróf frá KÍ 1912, og kennarapróf í íþróttum og sundi við Statens Gymnastikinstitut í Kaupmannahöfn 1914. Hann var kennari við barnaskól- ann í Hafnarfirði 1912-1915, skóla- stjóri 1915-1929 og jafnframt leik- fimikennari við Flensborgarskóla 1912-1927 og íþróttakennari í ýmsum íþróttafélögum í Hafnarfirði. Hann keypti Straum í Hafnarfirði og rak þar búskap 1918-1930. Síðan varð hann skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni 1929-1959 og jafnframt stundakennari við skóla Björns Jak- obssonar, síðar Íþróttakennaraskóla Íslands 1932-1946 og Húsmæðra- skóla Suðurlands 1942-1952. Hann var ráðsmaður við skólabúið á Laug- arvatni 1935-1953, sjálfur bóndi þar 1953-1962 og átti þar heima til 1967, er hann fluttist til Reykjavíkur. Bjarni var alþingismaður 1934- 1942 fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var formaður Sambands ís- lenskra barnakennara frá stofnun 1921 til 1927 og sat í stjórn til 1931. Hann sat í miðstjórn Framsóknar- flokksins 1933-1956 og var í stjórn Íþróttakennaraskóla Íslands 1942- 1960. Bjarni gaf út Suðra, bók í þrem bindum um sunnlensk málefni 1969- 1970. Fyrri kona Bjarna var Þorbjörg Þorkelsdóttir, f. 9.10. 1896, d. 21.4. 1946 húsmóðir. Foreldrar hennar voru Þorkell Hreinsson og k.h. Elín Magnúsdóttir. Seinni kona Bjarna var Anna Jónsdóttir, f. 22.4. 1906, d. 24.7. 1977, húsmóðir. Foreldrar henn- ar voru Jón Jónatansson alþing- ismaður og k.h. Kristjana Benedikts- dóttir. Börn Bjarna og Þorbjargar: Þorkell, f. 1929, d. 2006, og Védís, f. 1931. Bjarni Bjarnason lést 2.8. 1970. Merkir Íslendingar Bjarni Bjarnason 85 ára Guðrún Sigurjónsdóttir Gunnhildur Jóhannsdóttir Jón Árni Sigfússon Kristín Jóna Sigurðardóttir Ólafur Haukur Árnason Ólöf Sigurðardóttir Sigurður Sigmarsson 80 ára Luis Enrique Sarabia Lopez 75 ára Ingólfur Þórir Hjartarson Sigríður Ósk Óskarsdóttir 70 ára Hafdís Guðnadóttir Hulda Sigurbjörnsdóttir Páll Helgason 60 ára Andrés Eyjólfsson Bergur Steingrímsson Borgþór Baldursson Helga Hilmarsdóttir Jóna Bergljót Guðfinnsdóttir Jón Eðvald Friðriksson Kristín Blöndal Páll Steinþór Bjarnason Sigurjón Pétur Johnsson Smári Jóhannsson Vilborg Elín Torfadóttir 50 ára Agnes Margrét Eiríksdóttir Alicja Mudz Áslaug Gunnarsdóttir Berglind Nína Ingvarsdóttir Björgvin Már Guðmunds- son Eiður Ólafsson Elízabet Guðný Tómasdóttir Erla Sigrún Einarsdóttir Guðmunda Guðfinna Jónsdóttir Gunnar Örn Ástþórsson Hildur Hrefna Kvaran Hjördís Brynja Mörtudóttir Kristjana Skúladóttir Magnús Thorlacius Einarsson Nanna Herdís Eiríksdóttir Olav Ingvald Olsen Ólöf Stefanía Eiríksdóttir Sigríður Gunnarsdóttir Þorbjörg Gunnarsdóttir 40 ára Aðalheiður M. Steindórsdóttir Elsa Jensdóttir Elvar Þór Ásgeirsson Guðný Guðnadóttir Gunnar Þór Helgason James Hakan Ucel Jóhanna Marta Sigurðardóttir Matthildur Ólöf Guðmundsdóttir Ragnheiður Pétursdóttir Sóley Björt Guðmundsdóttir Stefanía Pálsdóttir Þorsteinn Viðarsson 30 ára Davíð Sveinn Guðmundsson Deep Shika Eiríkur Húni Bjarnason Elvar Arason Erla Björk Höskuldsdóttir Halldóra Jóna Guðmundsdóttir Heiðrún Fjóla Georgsdóttir Ingibjörg María Þórarinsdóttir Magda Winska María Lillý Jónsdóttir Svanhildur Anna Gestsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Elva Björk er Reyk- víkingur og á verslunina Sweet Home, og er förð- unar- og naglasnyrtifr.. Maki: Axel Örn Bragason, f. 1972, sjúkraþjálfari og háskólakennari. Börn: Amalía Rut, f. 1992, Viktor Örn, f. 1997, Aron Freyr, f. 2000, Dagmar Natalía, f. 2003, og Hlynur Marinó, f. 2009. Foreldrar: Sigurður Krist- insson, f. 1954, og Anna Jónsdóttir, f. 1954. Elva Björk Sigurðardóttir 30 ára Sigga Eva ólst upp á Starmýri í Álftafirði og á Djúpavogi og er hjúkr- unarfræðingur og lífsstíls- leiðbeinandi í Borgarnesi. Maki: Árni Gunnarsson, f. 1986, vinnur í Noregi við að smíða fiskeldiskvíar. Sonur: Birkir Árni, f. 2008. Foreldrar: Magnús Geirs- son, f. 1958, læknir í Sví- þjóð, og Hrafnhildur Krist- jánsdóttir, f. 1956, bóndi á Blábjörgum í Álftafirði. Sigríður Eva Magnúsdóttir 40 ára Guðrún er Reyk- víkingur og innan- húshönnuður og er pistla- höfundur á pjatt.is. Maki: Jóhann Svavar Þor- geirsson, f. 1974, sölu- stjóri hjá Allra ráðgjöf. Börn: Viktor Orri, f. 2002, og Mikael Kári, f. 2009. Foreldrar: Halldór Þor- grímsson, f. 1939, bifvéla- virki og rak verkstæði, og Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 1939, saumakona. Þau eru bús. í Reykjavík. Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.