Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 96

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 96
96 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Enn og aftur ertu að sætta mann- eskjuna sem þú ert og þá sem þig langar til að vera. Gakktu úr skugga um hver staða þín er, hvað þú átt og hvað þú skuld- ar. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver sem þú ert í sambandi við kynnir þig fyrir nýjum möguleikum. Mundu bara að það þarf tvo til að slást. Vandaðu mál þitt og mundu að hverju orði fylgir mikil ábyrgð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert venju fremur ástríðufullur núna. Efasemdir þínar og óöryggi gera þig tortrygginn í garð annarra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Notfærðu þér þann hæfileika þinn að vera fundvís á missmíðir. Næst er að ákveða framhaldið, en það gæti falið í sér mikla ábyrgð. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú skiptir öllu máli að halda þétt ut- an um budduna ef ekki á illa að fara. Sólin er í merki þínu og þú verður að nýta það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér gefast mörg tilefni til upplyft- ingar en vertu vandlátur og veldu þér skemmtun við hæfi. Fáðu vin þinn í lið með þér því hann hefur góða dómgreind í fjár- málum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur miklar áætlanir varðandi út- gáfumál, menntun og ferðalög. Ekkert er of mikil fyrirhöfn um þessar mundir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Taktu hliðarskref í vinnunni sem gagnast þér betur til langtíma á framabrautinni. Besta leiðin til þess að komast í gegnum félagslegt annríki dags- ins er að taka einn hlátur í einu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Aukið álag í vinnunni gæti komið niður á þér seinna. Ef hugurinn reik- ar, beindu honum þá aftur að því sem ást- vinirnir eru að segja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Líklegt er að vinkona þín vilji tala við þig í trúnaði í dag. Hafðu hugfast að allt á sér sinn stað og sína stund. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugur þinn er dálítið í fortíðinni núna og líklegt að þrá eftir liðinni tíð grípi þig annað veifið á næstunni. Stutt ferðalag gæti orðið þér til ánægju. 19. feb. - 20. mars Fiskar Forðastu að lenda í deilum um stjórnmál og trúmál í dag. Bættu nokkrum sterkum litum við, til dæmis rauðum eða fjólubláum, með málningu, hillum eða nýj- um púðum. Bandaríska fyrirtækinu NaturalWay, sem flytur íslenskar vörur til Bandaríkjanna, hefur verið gert að innkalla þrettán tonn af hráu íslensku lambakjöti vegna mis- taka í innflutningi. Að öllum líkindum hefur lamba- kjötið þó að mestu leyti verið selt – og borðað,“ kom fram í tilkynnn- ingu frá bandaríska landbún- aðarráðuneytinu. Þetta fór ekki framhjá Davíð Hjálmari Haralds- syni, eða eins og hann segir á Leirn- um: Kanarnir bönnuðu ketið frá Fróni því Kaninn er dóni og stöðvuðu allt það sem ekki var metið en átu fyrst ketið. Gagaravilla heitir sá háttur, sem Davíð Hjálmar yrkir undir í þessu sögulega kvæði, – og er vel kveðið: Egill Skall – á Borg hann bjó – býsna snotur var að sjá. Drukkinn yfir aðra spjó, eins og Hulk varð kappinn þá. Saga ein um Gunnar gekk garpinn – öll varð Fljótshlíð klökk: Fjórtán tommu fólksbílsdekk fullur varla yfir stökk. Bær er nefndur Bergþórshvoll. Bar þar skarn á hóla Njáll. Hífaður um heitan poll hentist’ann sem rafmagnsáll. Grettir líkt og belj’um burð brjálaðist þá hreifur varð. Ölvaður hann yfir skurð asnaðist og griðku sarð. Þjóðin oft í þynnku hraut, þunnur eftir skátamót fólið Árni beiskur braut bak á Snorra, haus og fót. Freyfaxi hlaut feigðarskell, fékk sér gerjað byggkornssull. Þéttur hátt af hömrum féll; hélt þar meri klippa gull. – – – Svona birtist sagan öll, sú hin fyrri – eintómt bull. Landsmenn orðnir tæknitröll, tölvustýrð – en ennþá full. „Allar lögreglubifreiðar á landinu verða búnar MP5-hríðskotabyssu og Glock 17-hálfsjálfvirkri skamm- byssu“ var frétt í DV sem ekki fór framhjá Ármanni Þorgrímssyni: Ekki vil ég efla róg en alltaf gera sumir skyssur Ætti að vera alveg nóg að þeir fengju teygjubyssur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kaninn er dóni, söguleg gagaravilla og teygjubyssur Í klípu „ÉG ER MJÖG HRIFINN AF ÞESSUM – EN ÞAÐ ER OF SNEMMT. ÉG VIL EKKI VERA SÆRÐUR AFTUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU EKKI MEÐ HÁRBURSTA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bjóða tengdafólkinu þínu út að borða. SPURNING: ER ALLT BETRA MEÐ BRÁÐNUM OSTI Á? EINN ÍÞRÓTTA- SOKKURINN MINN ER TÝNDUR SVAR: „NEI“. AÐ RÁÐAST Á KASTALA ER MJÖG HÆTTULEGT! HVAÐ ER LÆKNIRINN AÐ GERA HÉRNA? HANN ER AÐ BJÓÐA NÝJUM VIÐSKIPTAVINUM AFSLÁTT! Fyrsti snjórinn kom til Reykjavíkurdegi á eftir áætlun. Víkverji telur nú fullvíst að langflestir hefðu nú kos- ið það að snjórinn hefði tafið komu sína enn frekar og jafnvel sleppt því að mæta þetta árið, nema svona rétt fyrir klukkan sex á aðfangadags- kvöld. Því miður eru nú litlar líkur á að slíkar óskir verði uppfylltar, hvað sem hlýnun jarðarinnar líður. x x x Það vekur þó furðu Víkverja að allt-af virðast yfirvöld einhvers stað- ar vera jafnhissa á þeirri eðlis- fræðilegu staðreynd að vatn undir frostmarki frjósi og myndi ís, og að ofankoma breytist þá í snjókomu við vissar aðstæður. Þessar staðreyndir hafa verið þekktar síðan á forsögu- legum tíma, en engu að síður sefur alltaf eitt bæjarfélag á verðinum og klikkar á snjómokstursviðbúnaði sín- um. Að þessu sinni var það Kópavog- ur og eiga starfsmenn þar alla samúð Víkverja. x x x Klúðrið í Kópavogi var þó ekkert ávið þá upplifun Víkverja að vera námsmaður í London. Þar heyrði það til undantekninga ef snjó festi á göt- um og þegar það gerðist var hann aldrei meira en ökklahár. Engu að síður fékk Víkverji frí í skólanum einn daginn, því að allar samgöngur stórborgarinnar lágu niðri. Þegar hann horfði í forundran út um gluggann sá hann þunnt lag af snjó, sem var um einn sentimetri á þykkt, ef þá það. x x x Með komandi vetri nálgast hinsvegar jólin, hátíð kaupmanna á öllum aldri, og er það aldeilis að sann- ast í ár. Ekki bara er Thule búið að koma jólabjórnum sínum á veit- ingastaði, heldur er Ölgerðin farin að selja jólaöl og appelsín í dósum. Vík- verji hefur eflaust haft orð á því áður í kvörtunartón, að nú sé byrjað of snemma að skreyta fyrir jólin. Engu að síður finnst Víkverja sem viss þröskuldur hafi brostið, þegar jóla- vertíðin byrjar í október í staðinn fyr- ir nóvember, hvað þá desember! Á endanum mun Víkverji ekki einu sinni hafa fyrir því að taka jólaskraut- ið frá því í fyrra niður. víkverji@mbl.is Víkverji Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. (Jobsbók 19:25) Since 1921 Við höfum notað lífræna jurtaolíu í vörur okkar í meira en 90 ár. Þær hafa marga frábæra eiginleika og næra húðina m.a. með vítamínum, andoxunar- efnum og fitusýrum. Vörurnar okkar eru prófaðar af óháðum aðila* og eru vottaðar NaTrue vörur. Olíurnar veita vellíðan styrkja og vernda þurra húð - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is Það er ekkert jafn rakagefandi og olíurnar okkar Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland *Derma Consult Concept GMBH Útsölustaðir: Apótek og Heilsuverslanir um allt land
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.