Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 108

Morgunblaðið - 23.10.2014, Page 108
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 296. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hvað kostar að fljúga til Ameríku? 2. Kaldur veruleiki Pistorius 3. Nennti ekki að skafa 4. Tólf ár að byggja bílskúr »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Vök samdi nýverið við útgáfufyrirtækið The Musebox Re- cords og hefur nú sent frá sér þröngskífuna Tension á erlendri grundu. Vök, skipuð Margréti Rán Magnúsdóttur, Andra Má Enokssyni og Ólafi Alexander Ólafssyni, fór með sigur af hólmi í hljómsveitakeppninni Músíktilraunum í fyrra og hefur nú vakið athygli vestanhafs. Fjallað hef- ur verið um hljómsveitina í tónlistar- tímaritinu Noisey, þar sem tónlist hennar er líkt við Sade og Fever Ray og í dagblaðinu New York Times þar sem blaðamaðurinn Jon Pareles fer fögrum orðum um hana. Vök vekur athygli ut- an landsteinanna  Höfundakvöld verður haldið í annað sinn í Gunnarshúsi í kvöld kl. 20 og mæta að þessu sinni rithöfund- arnir Kristín Steinsdóttir og Sverrir Norland og fjalla um nýútkomnar bækur sínar, Vonarlandið og Kvíðasnillingana. Kristín og Sverrir á höfundakvöldi  Allir lesa, landsleikur í lestri, hófst á föstudaginn var og á vefnum all- irlesa.is má finna ýmsar töl- fræðilegar upplýsingar um gagn keppninnar, m.a. í hvaða sveitar- félögum mest er lesið, í klukkustund- um talið. Um miðjan dag í gær tróndi Garður á toppnum og næst kom Djúpavogshreppur. Þá mátti einnig sjá að konur höfðu lesið í 7.196 klst. en karlar öllu skemur, í 2.116 klst. Garður í efsta sæti Á föstudag Breytileg átt 3-8 m/s en austan 5-10 m/s á Vest- fjörðum. Slydda eða snjókoma með köflum fyrir norðan en annars úrkomulítið. Hiti nálægt frostmarki en víða vægt frost til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og snjó- koma með köflum norðantil en vestlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða slydda syðra. Frost víða 0 til 5 stig inn til landsins. VEÐUR „Þeir sýndu áhuga í sumar en ég fékk að heyra það í júlí að þeir hefðu ekki átt pening fyrir mér. Það breyttist, þeir hringdu í mig á þriðjudegi og ég var farinn út á föstudegi,“ sagði Sigurður G. Þor- steinsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur strax fengið stórt hlut- verk hjá Solna Vikings í Svíþjóð þrátt fyrir að hafa komið til liðsins rétt áður en leiktíðin hófst. »3 Fundu fé og fengu Ísafjarðartröllið Þegar saga Meistaradeildarinnar og Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu er skoðuð kemur í ljós að lið frá mörgum fjölmennustu borgum álfunnar hafa ekki unnið bikarinn. Má þar nefna Istanbúl, Moskvu, París og Róm auk þess sem London fékk ekki bikarinn með stóru handföngunum á hliðunum til sín fyrr en árið 2012 þegar Chelsea sigraði. » 4 Vinsælustu liðin ekki í stærstu borgunum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég vildi ekki taka reynsluna og fróð- leikinn með mér í gröfina,“ segir Reynir Eyjólfsson lyfjafræðingur um bókina Design and Manufacture of Pharmaceutical Tablets, sem hann skrifaði á skömmum tíma í vor og kemur út í kilju 29. október en er nú fáanleg á rafrænu formi hjá Amazon- .com. Það eru ekki margir sem taka upp á því að skrifa bók 77 ára gamlir. „Bara þeir hörðustu,“ áréttar Reynir og bætir við hann hafi ekki verið lengi að skrifa hana, loks þegar hann hafi byrjað á verkinu. „Ég var búinn að ganga með bókina í höfðinu í mörg, mörg ár og var því í raun búinn að semja hana áður en ég byrjaði að skrifa.“ Í lyfjaþróun í 40 ár Reynir vann við lyfjaþróun hjá Pharmaco, Delta og Actavis í 40 ár, einkum hvað varðar venjulegar töflur og töflur sem losa lyf hægt úr sér. Hann segir að bókin, sem fjallar um hönnun og framleiðslu á lyfjatöflum, eigi mikið erindi í lyfjafræðina og lyfjaiðnaðinn. „Mér fannst vanta bók um þetta efni sem tekur á þessum praktísku hlutum og bókin er skrifuð fyrir allan heiminn,“ segir Reynir. Hann bendir á að margar, ágætar bækur séu til um þetta efni, en þær séu allar því marki brenndar að vera mjög teoretískar. „Í þeim eru mjög fá dæmi um raunverulegar samsetn- ingar og framleiðslu- aðferðir, sem ég legg áherslu á í minni bók. Teorían er ágæt og mað- ur getur ekkert án henn- ar en mér fannst vanta bók sem tekur á þessum praktísku atriðum.“ Reynir bætir við að flest- ar bækur um hönnun og framleiðslu á lyfjatöflum geri of lítið úr kerfis- bundnum aðferðum við lyfjahönnun, en nálgast megi hönnunina á vísinda- legan, kerfisbundinn hátt með því að beita tölfræðilegum aðferðum. Sama eigi við um blöndun á lyfjadufti. Bókaútgáfan Elsevier gefur bókina út. Reynir segir að um sé að ræða stærstu bókaútgáfu á sviði lyfjafræði og læknisfræði í heiminum. Hann hafi sent inn sýnishorn af efni bókarinnar og sérfræðingar útgáfunnar hafi lagt blessun sína yfir verkið. „Ég er mjög stoltur af þessu verki enda ekki hlaupið inn á þennan markað,“ segir Reynir, sem hefur verið afkastamikill þegar kemur að ritun fræðigreina og annarra greina. „Ég skrifaði bókar- kafla 1970 og svo var það doktors- ritgerðin en þetta er í raun fyrsta bókin.“ Þá liggur beinast við að spyrja hvort önnur bók sé væntanleg. „Það er aldrei að vita,“ segir hann, „en heilsan ræður því.“ Skrifaði bók fyrir heim allan  77 ára lyfja- fræðingur lætur til sín taka Morgunblaðið/Ómar Fræðimaðurinn Reynir Eyjólfsson með rafræna útgáfu af bókinni, sem kemur út í kilju 29. október. Doktor Reynir Eyjólfsson lyfjafræð- ingur er 77 ára, fæddur 19. mars 1937 í Haugum, Skriðdalshreppi í Suður-Múlasýslu. Fyrir um tveimur árum fékk hann heiðursviðurkenningu Verk- fræðingafélags Íslands fyr- ir að þróa lyfjafræðilegar lausnir sem gerðu Delta hf., síðar Actavis Group, kleift að hasla sér völl með samheitalyf á alþjóðlegum markaði. Reynir var lyfjafræð- ingur í Lyfjaverslun rík- isins 1964-1965 og stundaði síðan framhaldsnám, kennslu- og rann- sóknastörf við Lyfjafræðiháskólann í Kaupmannahöfn áður en hann varð forstöðumaður rannsókna- og gæðaeftirlitsdeildar Pharmaco 1971-1975. Hann starfaði síðan hjá Lyfjamáladeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Lyfja- eftirliti ríkisins og Lyfjaverðlags- nefnd til 1982, var deildarstjóri lyfjaþróunardeildar Delta hf., síðar Pharmaco og svo Actavis 1983- 1999 og starfsmaður sömu deildar 2000-2010. Víðtæk og mikil reynsla REYNIR EYJÓLFSSON DOKTOR Í LYFJAFRÆÐI „Ég er að renna út á samningi og er að skoða mín mál. Lilleström vill halda mér og er búið að tilkynna mér það en fjárhagsstaða félagsins er erf- ið og það er ljóst að framundan er niðurskurður. Við höfum ekkert farið út í neinar viðræður enda á félagið eftir að ráða þjálfara,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, knatt- spyrnumaður hjá Lilleström. Vel get- ur ver- ið að hann flytji heim haldi hann ekki áfram hjá Lille- ström. »1 Óvissa hvað tekur við hjá Pálma Rafni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.