Stígandi - 01.04.1945, Síða 22

Stígandi - 01.04.1945, Síða 22
116 ÆSKUMINNINGAR STÍGANDI En annað kemur líka til greina við og við, sem stefnir í aðra átt, gleymist stundum fljótt á þessu skeiði — og stundum seinna en nokkuð annað. Tuttugasta og annan marz 1874 kem ég inn frá útileikjum og sé, að fólk stendur við rúm móður minnar, sem veik hafði verið nokkurn tíma; stendur Jrar þögult, hlið við hlið. Ég verð forvitinn, treð liöfði inn á nrilli fólksins og sé andlit móður minnar afmyndað — í dauðateygjum. Fyrstu áhrifin urðu ofboðslegur ótti; ofboðsleg hræðsla við eitthvað, sem ég vissi ekki hvað var og síðar kom fram sem myrkfælni í raunverulegasta skilningi. Kom fram sem ofboðsleg hræðsla við móður mína látna og bæði í vöku og svefni. Og einkum í svefni. Mig dreymdi, að hún ásækti mig nótt eftir nótt, nálægt vikutíma. En svo skipti um. Mig dreymdi, að hún kom til mín með innilegri ástúð, tók mig sér við hönd og leiddi mig í forkunnarfagurt lnis, sem mér Jrótti vera einhvers konar laufskáli. í lnisinu var rúm með drifhvítum sængurklæðum. Móðir mín lagði mig í rúmið og lagðist sjálf fyrir framan mig. Þarna hvíldum við saman nokkra stund í algleymis- unaði — í drauminum. Þegar ég vaknaði, var öll hræðsla við hina látnu móður mína horfin og kom aldrei framar. Eftir þetta varð innileg guðstrú og kærleiksrík guðshugmynd mér í móðurstað nokkur ár, og mun kvenfólkið á heimilinu hafa átt talsverðan þátt í Jrví. — Lestur lærði ég að mestu leyti þenna vetur (1874). Faðir minn kenndi mér að þekkja stafi og kveða að. Viðvíkjandi Jressu man ég eina lestrarstund sérstaklega. Faðirminn lét mig lesa nokkur smáorð og var Jrar á meðal orðið ull. Þetta ætla ég að hafi verið í apríl 1874,3-4 vikum eftir að móðir míndó.Flest smáorðin, sem ég varð að fara með — sundurlaus — voru skilningi mínum lítils og einskis virði. En orðið ull þekkti ég og skildi vel. Það var nokkuð, sem heimilisfólkið hafði í fórum sínurn allan veturinn — og var af kindum, sem ég var kunnugur og þótti vænt um. Að Jretta alþekkta fyrirbrigði skyldi koma fram í bók, snerti mig sem leiftrandi sýn. Ég gerðist forvitinn, rýninn í stafrófs- kverið og síðan aðrar bækur. Lærði lesturinn eftir Jrað fljótt og fyrirhafnarlítið — og einkum á Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Hús- lestrar voru Jrá tíðkaðir á Sandi á veturna, við lýsisljós á kvöldin fyrri hluta vetrar, en við dagsbirtu og snemma dags, Jregar fram á útmánuði kom. Og á húslestrana átturn við börnin að hlusta — sagði kvenfólkið. Vinnukona var á Sandi um þessar mundir, sem var mér velviljuð og lét ntig sitja hjá sér, þegar lesið var. Og þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.