Stígandi - 01.04.1945, Side 23

Stígandi - 01.04.1945, Side 23
STÍGANDI ÆSKUMINNINGAR 117 lesið var við dagsbirtu — „guðsorðið'” — liallaði ég mér ósjaldan á hlið bak við ltana og las í þjóðsögunum. Hvort hún tók eftir því, t’eit ég ekki. Myrkfælinn var ég oft á þessu skeiði ævinnar og er líklegt, að H þjóðsagnalesturinn hafi haft talsverð áhrif á það. — En nokkru síðar mun jtað liafa verði, að mig dreymdi „djöfulinn“ nokkrar nætur á þann hátt, að við vorum í sífelldum áflogum og munaði ♦ litlu, hvor betur mátti. En í síðasta drauminum fór svo, að ég kont „óvininum" í gjá í Sandshrauni, har á hann grjót — og dreymdi hann aldrei síðan. Síðla vetrar 1875, Jregar ég var á 8. ári, ætla ég það liafi verið, að faðir minn kom úr kaupstað, hafði meðferðis stóra hók í rauð- leitu handi og stakk henni í bókaskáp, sem liann átti. Bók jressi jrótti mér girnileg og kom liöndum á liana, jafnskjótt og faðir minn fór úr baðstofunni. Við þessa hók, sem var saga Ólafs kon- ungs Tryggvasonar, lagði ég skjótt sams konar alúð og þjóðsög- urnar áður. Fleiri og fleiri hækur fékk ég nú líka milli lianda, hverja af annarri: Olafs sögu lielga, Laxdælu, Njálu, Fósthræðra sögu o. fl. Og rnátti segja, að ég væri allur í hókum flesta vetrar- daga — og oftar, ef tækifæri gafst. Um leiki hirti ég lítið, jregar bækurnar voru annars vegar, hafði líka fáa á mínu reki til að leika við. Snúningum við kindur vandist ég snemma og hafði ánægju af. Og líku máli gegndi um heyskaparvinnu, sem ég vand- ist líka snemma, að því leyti sem máttur var til. Seint um haust 1876, jregar ég var á 9. ári, minnir mig það væri, að faðir minn kom enn með stóra hók úr kaupstaðnum, Forn- aldarsögur Norðurlanda. Þetta var eftir dagsetur, veður bjart og tungl í fyllingu. Ég náði í hókina og byrjaði á lestri, en hafði ekki annað ljós en tunglsljósið. Þá tíðkuðust enn myrkra-setur — og stundum svefn — fyrri hluta skammdegiskvölda. Baðstofa á Sandi var vestast í hæjarþorpinu og í skugga af frambænum, meðan tungl var í austri, eins og var í þetta sinn. Ég tók því það ráð að * fara með hókina fram í „stofu“ austast í bænum, með gluggum móti austri, og lesa þar við tunglsbirtuna. Þarna byrjaði ég að lesa sögu þá, sem kennd er við Hrólf kraka. Myrkfælinn hafði ég oft verið í jressari stofu og einkurn í dimmum gangi fram úr henni. Og frost var úti og kalt í stofunni. En hvort tveggja lét ég mig litlu skipta í þetta sinn. Hugur minn fór allur með föðurleysingj- ununr Helga og Hróari. Og á þessu kvöldi varð til mín fyrsta til-

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.