Stígandi - 01.04.1945, Page 26

Stígandi - 01.04.1945, Page 26
KANNSKE BREYTT Eftir GRÍM SIGURÐSSON Þýtur blærinn þétt við gluggann minn, það er eins og vilji hann komast inn. Kannske ber hann kveðjuorð frá þér, kveðju, sem hann á að færa mér. Upp á gátt ég opna gluggann minn, en ekki heyri ég létta róminn þinn. — Þetta er svo löng og torsótt leið, löndin reginvíð og höfin breið. Væri sál þín útvarpsorku rík, eins og sterkust fundizt getur slík, heyra mundi hjartað næma mitt hvísla blæinn ástarskeytið þitt. Þó ég hlusti og hlusti gluggann við, heyri blæsins margvíslega klið, orð ég greini ekki frá þér neitt. — Öldulengdin þín er kannske breytt?

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.