Stígandi - 01.04.1945, Page 28
122
VEÐMÁLIÐ
STÍGANDI
En livað mig snerti fór það svo fyrr en varði, að ég fór að efast
um sigursæld hugsjónanna. Ég viðurkenndi gagnsemi þeirra, en
ég hætti bara að trúa því, að þær væru framkvæmanlegar. Aukin
kynni mín af samborgurum mínum og um leið lífinu yfirleitt
staðfestu þessa vantrú mína á liinum betri eigindum lífsins. En
með Níels var allt öðru máli að gegna. Hann trúði á hugsjónirnar
með því meira ofstæki, sent ég linaðist.
Við töluðum oft um þessi mál frá ýmsum hliðum.
Það lætur enginn maður með fullu viti sér detta í hug að segja
alltaf sannleikann undantekningarlaust, sagði ég. Lífið er einu
sinni þannig, að það er nauðsynlegt að sniðganga hann og hagræða
honum undir vissum kringumstæðum.
Sannleikurinn á alltaf að segjast, sagði Níels. Það er ekkert til,
sem réttlætir lygi og blekkingar. Það liggur í augum uppi, hvað
lífið yrði heilbrigðara og skemmtilegra, ef fólk temdi sér það, að
segja aldrei annað en sannleikann.
Gæti verið, anzaði ég, þó að ég væri engan veginn sannfærður
tun þá heilbrigðisráðstöfun. En til þess þyrftu mennirnir að
breytast mikið til batnaðar.
Sannleikurinn er einmitt meðalið, sem mennirnir þarfnast til
þess að verða betri og réttlátari en þeir eru, fullyrti Níels. Á með-
an flærðin og lygin eru tilbeðnar, er ekki von á góðu. Það verður
einhver að byrja á því að segja sannleikann undandráttarlaust.
Fljótlega fara aðrir að dæmi hans, og þegar ísinn er einu sinni
brotinn, er þegar hálfur sigur unninn, og brautryðjandinn fer að
uppskera laun sín.
Brautryðjendur hljóta aldrei laun sín í þessu lífi, skaut ég
inn í.
Skiptir líka minnstu máli, sagði vinur minn. Aðalatriðið er, að
einhver byrji.
Það mundi enginn óvitlaus maður leggja í, fullyrti ég.
Hvers vegna ekki? Er ég kannske ekki andlega heilbrigður?
spurði Níels móðgaður.
Hingað til hefi ég talið þig með fullu viti, anzaði ég. En þú
verður það aldrei lengi, ef þú ætlar að fara að gerast postuli sann-
leikans. Fólk mundi ekki kunna að meta þessa annars mjög svo
lofsamlegu viðleitni þína betur en svo, að þú yrðir álitinn geggj-
aður. Og til þess að hrekja það, yrðir þú fljótlega að leggja árar
í bát.
Ég skal sýna þér, lagsmaður, að þetta er auðveldara en þú