Stígandi - 01.04.1945, Side 40

Stígandi - 01.04.1945, Side 40
NOKKRAR SKYRINGAR Stígancli flytur að þessu sinni þrjár myndir eftir hinn unga teiknara og málara , Örlyg Sigurðsson. Örlygur er sonur hjónanna Halldóru Ólafsdótlur og Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara. Vakti hann snemtna á sér athygli í skóla vegna teiknileikni sinnar, » og er hann hafði lokið hér menntaskólanámi, hélt hann til Vesturheims til náms í teikni- og málaralist. Síðastliðinn vctur var í Reykjavík haldin sýning á myndum eftir Örlyg og fengu þær góðar viðtökur. Seldust flestar þeirra þegar á sýningunni, og mun það ekki algengt, þegar nýr málari á i hlut. Varð ráðið af dómum skyn- bærra manna um sýningu þessa, að Örlygur þætti líklegur til afreka í málara- og teiknilistiuni. Sérstaklega vöktu andlitsmyndir hans athygli, svo og hinar hiimor- ísku. Um þær farast Kristjáni Eldjárn svo orð í Degi 28. marz s.l.: „Að efnisvali minna sumar myndirnar á teikningar Guðmundar Thorsteinsson. l>að eru kímilegar, íslenzkar senur. En húmor Örlygs er allur stórkarlalegri. Hann hefir ekki cins góðlátlegt gaman af mannkindinni og Guðmundur. Htirnor lians er oddhvassari, nálgast jafnvel smáskæruhernað stundum, en er þá líklega öllu is- lenzkari í cðli. En myndirnar af Guddu gömlu og Hofsláka eru þó fyndnar í beztu merkingu. Þær sýna, að góður málmur er í fyndni Örlygs, þótt hann sé ekki enn að fullu skírður. Og það er ástæða til að vona, að hann eigi eftir að gera margar þjóðsagnamyndir, sem mannfagnaður er að.“ Myndirnar, sem hér birtast eru þessar: Gunnar Matthiasson (í eigu Magnúsar Matthíassonar) Æringinn Hofsláki (í eigu Níelsar Dungal próf.) og Timburmenn í Tobbu (í eigu Sig. Guðm., skólameistara). Gunnar Matthíasson er sonur Matthíasar Jochumssonar, skálds. Hann er fæddur í Odda á Rangárvöllum 8. ág. 1882, cn fór 16 ára gamall til Vesturheims, og er nú búsettur i Los Angeles, Hann er kvæntur Guðnýju Árnadóttur Sveinssonar. Br. S.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.