Stígandi - 01.04.1945, Page 51

Stígandi - 01.04.1945, Page 51
FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR Eftir ÞORMÓÐ SVEINSSON AÐ mun ekki ofmælt, að á æskudögum mínum hlakkaði ég Jr ekki meira til nokkurs hinna reglubundnu atburða líðandi árstíða en gangnanna. Jafnvel jólin fóru þar ekki fram úr, enda jólagleðin með allt öðrum blæ. Þegar leið að göngum, fór ég að telja dagana, og síðast klukkustundirnar, sem eftir voru þar til gangnasunnudagurinn kæmi. En það var sunnudaginn í 22. viku sumars. Þann dag hófust göngur almennt í því byggðarlagi, sem ég ólst upp í, og hafði svo verið, frá því að menn mundu fyrst eftir. Vafalaust liefir ýmislegt valdið þessu. Um þetta leyti ársins urðu nokkur þáttaskipti í atvinnuháttum heimilanna. Heyskap- urinn var á enda, en meðan hann stóð yfir, var vinnudagurinn jafnan langur og einhæfur. — Þar sem fráfærur voru, var nú kvía- ánum sleppt með öllu, en það var mitt hlutskipti um mörg sum- ur að gæta þeirra, sitja hjá þeim fyrstu vikurnar á afskekktum stöðvum, en síðan smala þeirn daglega heim til mjalta. Og þetta starf var mér jafnan farið að leiðast undir lokin. Nú mátti ég vera heima allan daginn með öðru fólki. — Eftir göngurnar hófust kaupstaðaferðirnar. Þær tóku langan tíma fyrir þá, sem fjærst bjuggu sjó — og voru erfiðar, sögðu fullorðnu mennirnir, en mér þóttu þær skemmtilegar, nerna þegar illa viðraði, svo að mér varð kalt. Bær sá, er ég dvaldi á flest þau ár, sem ég fór í göngur, var innstur bæja í löngum og fremur strjálbyggðum dal, sem liggur suður af víðu héraði á Norðurlandi. Var því að jafnaði fáförult þar um. En út af því brá þó á haustin. Að þessu heimili söfnuðust á gangnasunnudaginn allir þeir menn, er leita skyldu afrétt þá, er liggur þar inn af byggðinni á allstóru svæði. Og þaðan lögðu þeir á fjöllin hressir og reifir, eftir að hafa þegið þar góðgjörðir. Og framhald nokkurt varð á þessum gestakomum, þar til fjall- leitum var lokið seint að haustinu. En gestakomur voru ávallt vel séðar á þessu afskekkta heimili, jafnt af hinum eldri sem yngri. En það voru þó fyrst og fremst göngurnar sjálfar, ferðalagið, sem áttu liuga minn og ég hlakkaði til. Það var hin þrotlausa víð- 10

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.