Stígandi - 01.04.1945, Page 55

Stígandi - 01.04.1945, Page 55
STÍGANDI FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR 149 mig kominn á ákvörðunarstaðinn. Var ég þó ekki viss um það, því að klettagil mikið var enn að ánni svo langt suður senr sást fyrir þokunni. En syðsti hluti dalsins er í raun og veru ekkert annað en regindjúpt og skuggalegt hamragljúfur. En svona langt suður hafði ég aldrei komið fyrr. Þó sannaðist síðar, að ég liafði verið á réttum stað. Um það leyti sem ég kom þarna suður, breyttist regnið í krapa- liríð, svo að fljótlega varð allt hvítt í kringum mig. Og að sama skapi kólnaði í veðri, og um nóttina var frosthríð til fjalla og í sveitum snjóaði. Veðurhæð var þó aldrei mikil. Ég mun hafa komið þarna suður um kl. 31/6—4. Annars var ég úrlaus. Neytti ég nú af nesti mínu og beið svo langa stund, sá ekkert til mannaferða og heyrði ekkert nema gnauðið í vindinum og niðinn frá ánni, þar sem hún háði fangbrögð við flúðir og urðir niðri í dalnum. Var allt {rarna hið ömurlegasta. Ógeðfelldar hugsanir vöknuðu hjá mér. Gat það verið, að ég væri orðinn villtur? Eða hafði ég farið á nris við gangnamennina? Mér var í fersku rninni, að haustið áður hafði Eyfirðingur einn villzt í gengum suður yfir þver öræfi landsins, og fannst eftir viku rétt ofan við byggð á Suðurlandi, nær dauða en lífi. Hvað mundi ég lifa lengi, villtur á öræfunum uppi í svona veðri? Og ég óskaði mér þess á þeirri stundum, að ég hefði aldrei farið af stað að heiman. Nei, hvorugt þetta gat átt sér stað. Enda þótt ég hefði aldrei komið svona langt suður, þá vissi ég, að dalurinn klofnaði aldrei, svo að ég hlaut að vera á réttri leið. Og gangnamennirnir gátu ekki farið aðra leið en eftir dalsbrúninni eins og ég liafði gert, því að hestunr þeirra varð ekki komið niður í dalinn fyrr en miklu norðar, enda óhugsandi að þeir liefðu farið svo hljótt yfir, að ég hefði ekki heyrt til þeirra. — Nú, og hætta virtist heldur eiginlega engin vera framundan, því að ég hlaut alltaf að rata söniu leið til baka og ég kom. — Nema ef hann gengi í grenjandi norðanlm'ð. Þá vandaðist nú málið. En það var þá alltaf hægt að klöngrast niður í dal og fylgja svo ánni og síðan árgilinu til byggða. Dalurinn var djúpur og þröngur og fjöllin brött, svo að upp úr honum var ekki hægt að villast. Eða þannig hugsaði ég a. nr. k. Við þessar hugsanir varð ég rórri. Og ég beið enn og beið og horfði til suðurs, suður í lm'ðina og þokuna, og hlustaði. En

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.