Stígandi - 01.04.1945, Síða 55

Stígandi - 01.04.1945, Síða 55
STÍGANDI FYRSTU GÖNGURNAR MÍNAR 149 mig kominn á ákvörðunarstaðinn. Var ég þó ekki viss um það, því að klettagil mikið var enn að ánni svo langt suður senr sást fyrir þokunni. En syðsti hluti dalsins er í raun og veru ekkert annað en regindjúpt og skuggalegt hamragljúfur. En svona langt suður hafði ég aldrei komið fyrr. Þó sannaðist síðar, að ég liafði verið á réttum stað. Um það leyti sem ég kom þarna suður, breyttist regnið í krapa- liríð, svo að fljótlega varð allt hvítt í kringum mig. Og að sama skapi kólnaði í veðri, og um nóttina var frosthríð til fjalla og í sveitum snjóaði. Veðurhæð var þó aldrei mikil. Ég mun hafa komið þarna suður um kl. 31/6—4. Annars var ég úrlaus. Neytti ég nú af nesti mínu og beið svo langa stund, sá ekkert til mannaferða og heyrði ekkert nema gnauðið í vindinum og niðinn frá ánni, þar sem hún háði fangbrögð við flúðir og urðir niðri í dalnum. Var allt {rarna hið ömurlegasta. Ógeðfelldar hugsanir vöknuðu hjá mér. Gat það verið, að ég væri orðinn villtur? Eða hafði ég farið á nris við gangnamennina? Mér var í fersku rninni, að haustið áður hafði Eyfirðingur einn villzt í gengum suður yfir þver öræfi landsins, og fannst eftir viku rétt ofan við byggð á Suðurlandi, nær dauða en lífi. Hvað mundi ég lifa lengi, villtur á öræfunum uppi í svona veðri? Og ég óskaði mér þess á þeirri stundum, að ég hefði aldrei farið af stað að heiman. Nei, hvorugt þetta gat átt sér stað. Enda þótt ég hefði aldrei komið svona langt suður, þá vissi ég, að dalurinn klofnaði aldrei, svo að ég hlaut að vera á réttri leið. Og gangnamennirnir gátu ekki farið aðra leið en eftir dalsbrúninni eins og ég liafði gert, því að hestunr þeirra varð ekki komið niður í dalinn fyrr en miklu norðar, enda óhugsandi að þeir liefðu farið svo hljótt yfir, að ég hefði ekki heyrt til þeirra. — Nú, og hætta virtist heldur eiginlega engin vera framundan, því að ég hlaut alltaf að rata söniu leið til baka og ég kom. — Nema ef hann gengi í grenjandi norðanlm'ð. Þá vandaðist nú málið. En það var þá alltaf hægt að klöngrast niður í dal og fylgja svo ánni og síðan árgilinu til byggða. Dalurinn var djúpur og þröngur og fjöllin brött, svo að upp úr honum var ekki hægt að villast. Eða þannig hugsaði ég a. nr. k. Við þessar hugsanir varð ég rórri. Og ég beið enn og beið og horfði til suðurs, suður í lm'ðina og þokuna, og hlustaði. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.