Stígandi - 01.04.1945, Page 62

Stígandi - 01.04.1945, Page 62
156 VEGIR ÖRLAGANNA STÍGANDI það — og segið við verðina, sem þar eru: „Fálkinn er floginn úr hreiðrinu." Þeir munu þá hleypa yður inn, og þér gangið síðan að suðurdyrum hallarinnar. Endurtakið setninguna þar og af- liendið bréfið manni þeim, er svarar: „Látum hann hremma bráð sína, þegar hann vill." Þetta eru kenniorðin, sem móðurbróðir ► minn hefir trúað mér lyrir, því að nú þegar allt er í uppnámi í landinu og setið er um líf konungs, getur enginn, sem ekki kann þessi orð, fengið að koma inn á hallarlóðina eftir dagsetur. Ef þér * viljið gera þetta fyrir mig, þá takið við bréfinu og færið honum það, svo að móðir mín fái að sjá hann, áður en hún Iokar augun- um fyrir fullt og allt.“ „Fáið mér það,“ sagði Davíð ákafur. „En á ég að láta yður fara eina heim svona seint? Ég —“ „Nei, nei — flýtið yður. Hver mínúta er eins og dýrmætur gimsteinn. Einhvern tíma,“ sagði hún, og nú voru augu hennar djúp og seiðandi eins og í flökkustúlku, „mun ég reyna að þakka yður fyrir góðvild yðar.“ Skáldið stakk bréfinu í barm sér og þaut niður stigann. Þegar hann var úr augsýn, fór hún aftur niður í herbergið, þaðan sem hún hafði konrið. Markgreifinn horfði spyrjandi á hana. „Hann er farinn með bréfið,“ sagði hún. Desrolles barði nú hnefanum aftur í borðið, svo að það hristist og skókst. „Hver fjandinn-“ lnópaði hann. „Ég hefi skilið skannnbyss- urnar mínar eftir heima! Ég get ekki treyst öðrum vopnum." „Takið þessa,“ sagði markgreifinn og dró upp stóra skamm- byssu, silfri drifna. „Það er ekki hægt að fá betra vopn. En gætið hennar vandlega, því að skjaldarmerki mitt er á henni, og á mig er þegar fallinn grunur. Ég verð að vera kominn margar rastir frá París í nótt. í fyrramálið verð ég að vera heima í höll minni.“ Markgreifinn slökkti á kertinu. Konan og mennirnir tveir læddust hljóðlega niður stigann og hurfu brátt í mannjrröngina, er ráfaði eftir mjóu gangstéttunum í Contigötu. Davíð flýtti sér nú senr mest hann mátti. Við suðurhliðið á aðseturstað konungs var spjóti lagt fyrir brjóst Davíðs, en hann afstýrði frekari aðgerðum með orðunum: „Fálkinn er floginn úr hreiðrinu." „Farðu inn, bróðir," sagði varðnraðurinn, „og flýttu þér.“ Á Jrrepununr við suðurdyr hallarinnar hlupu varðnrennirnir

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.