Stígandi - 01.04.1945, Qupperneq 71

Stígandi - 01.04.1945, Qupperneq 71
STIGANDI VEGIR ORLAGANNA 165 inum. Konurnar mösuðu í meðaumkunartón. Einhver hljóp til að segja Yvonne tíðindin. Herra Papineau hafði verið einn af Jreim fyrstu, sem kom þangað. Hann tók upp silfurbúnu skammbyssuna og horfði á hana með samblandi af aðdáun og hryggð. Hann brá prestinum á eintal og sagði honum til fróðleiks: „Þetta er skjaldarmerki markgreifans af Beaupertuys." MÁLVERND Útvarpið ber meiri ábyrgð á þróun ritmáls og talmáls en nokkur önnur stofnun: Ekki mætti þulur eða aðrir, sem þar koma fram að jafnaði, bera fram málleysur nokkru sinni, jafnvel Jrótt aðrir orði í upphafi. Allt, setn þeir flytja, verður að vera á góðu máli, og entlurskoðað og umbætt, ef aðrir senda til flutnings. En hér er syndgað herfilega. Auglýsingar og tilkynningar eru oft svo, að rétt hugsun brjálast, cn smekkleysur urga í eyrum. Dánarlilkvnningar sem þessi eru daglegt brauð: „Faðir minn Jón Jónsson andaðist í gær fyrir mína hönd og annarra vanda- manna." Þulurinn verður að lesa hratt, í belg og biðu, til þess að koma auglýsingunum af á réttum tíma, og af hinum hraða lestri hans verður ekki annað skilið, en að faðirinn hafi gert Jtað fyrir „aðstandendurna" að deyja í þeirra stað. Ekki mætti þó minna vera en að dánarfregnir verði ekki alvörumönnum hneykslunarhella eða gárungum til gamans. Auglýsingar kaupsýslumanna eru J)ó enn verri, og nýyrði þeirra taka út yfir allan þjófabálk. Dæmi frá haustinu: „Kvenvetrarfrakkar", „karlregnkápur", „barna- rykfrakkar", í stað vetrarfrakkar kvenna o. s. frv. Orð eins og „kvenvetur", „karl- regn" og „barnaryk" eiga ekkert erindi, hvorki sem sjálfstæð orð eða fyrri hluti samsettra orða. Víst mundi því betur varið en mörgu öðru, sem við greiðum súrum sveita til al- mannaþarfa, ef ráðinn væri fastur starfsmaður við útvarpið, er leiðrétti málið á öllu aðsendu efni, sem flutt er. B ó n d i.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.