Stígandi - 01.03.1949, Side 10

Stígandi - 01.03.1949, Side 10
Vorharðindi mjög tilviljunarkennd, sem vitanlega var eðlileg afleiðing af hin- um slælega undirbúningi. I>að er mjög erfitt að verjast þeirri hugsun, að núverandi fjár- málaráðherra og núverandi formaður fjárveitinganefndar séu hvorugir þessum vandastörfum vaxnir. Ofan á þessa óáran í stjórnarvöldum vorum bætist svo óáran í veðráttunni. I.iðinn vetur var illliryss- ingslegur í sambúð, en þó kastaði fyrst tólfunum með vorkom- unni, a. m. k. hér norðanlands. Nú á fardögum sést varla gróður- litur í túni hér við Eyjafjörð, og hvarvetna að berast uggvænleg tíðindi um yfirvofandi heyþrot í stórum stíl meðal bænda, ef þess- um þrálátu kuldum heldur áfram. Mörgum hættir við að gleyma nú á tímum, hve snar þáttur landbúnaðurinn er í lífi þjóðarinn- ar, þótt önnur atvinnugrein leggi nú til meginliluta útflutnings- teknanna. Sannleikurinn er þó sá, að hann er í rauninni hið sama þjóðinni og heimilisstörfin eru heimilinu. Okkur hættir oft til að lnigleiða ekki, hvers virði þau eru, fyrr en lröndin, senr vinnur þau, forfallast, og á sama hátt hugleiðum við ekki, hve mikilvæg- ur landbúnaðurinn er, fyrr en okkur verður það allt í einu ægi- ljóst, að köldum heljarljá liafíss og lrarðrar veðráttu er brugðið ískyggilega nærri einum lífsþætti þjóðarinnar. F.itt af mörgu, sem nú þjáir þjóð vora, er skilningsskortur milli stétta og starfshópa á hag hvers annars: Bóndinn býsnast oft yfir háu kaupi, en hann man það ekki alltaf, að um allt Vestur-, Norð- ur -og Austurland a. m. k. verður verkamaðurinn að gera ráð fyrir allt að 3 mánaða atvinnuleysi yfir veturinn, sums staðar meiru. Slíkt er fljótt að skerða tekjurnar. Verkamaðurinn býsnast yfir Iiáu verðlagi landbúnaðarvörunnar, en man það sjaldan, að bú- peningurinn getur drepizt, þegar minnst varir, og það er 2000— 2500 kr. tap fyrir bóndann, ef ein kýrin Iians drepst, eða 15—20 ung lömb týna lífi í vorharðindum. Fjölmörg dæmi um líkan skilningsskort annarra stétta mætti nefna. ^ Stundum verður manni að hugsa, þegar hinar ýmsu , ' aðgerðir ríkisvaldsins gegn vaxandi verðbólgu fara í handaskolum, svo að átakanlegt er, hvort það sé ekki einmitt þessi sífelldi grunur um auð í annars garði, sem er frumkraftur dýrtíðarskrúfunnar. Það reynir Iiver af fremsta megni að skara eld að sinni köku, svo að luin verði jafnvel glóðarbökuð og kaka náungans. Og þessi ákafi hefir verið slíkur, að flestir eru á góðum vegi með að brenna kökurnar sínar: Verkstæðisvinna o o so STÍGANDI

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.