Stígandi - 01.03.1949, Page 12

Stígandi - 01.03.1949, Page 12
Hver óskar ekki, að vorharðindin flytji búferlum frá okkur? Hver óskar ekki eftir heilbrigðari stjórnarháttum? Hver óskar ekki eftir drengilegra þjóðlífi? Við vorharðindin ráðum við ekki. En hitt er okkur i sjálfs vald sett. Ef við viljum nógu einlæglega, ef við reynum af nægri þraut- seigju, ef við skiljum af nægilegri víðsýni, þá getum við vissulega látið hvítasunnu nýs og fagurs sumars renna upp yfir okkur, nú að loknum fardögum. Og ætti það, lesandi góður, að vera nokkuð álitsmál? Á fardögum ’49. \ Veturinn 1748—49. En vetur hinn næsti settist að norðanlands með Michaelsmessu (29. sept.), hlánaði með jólaföstu og eigi lengi, og gerði síðan hinn mesta harðinda- vetur, svo að hestar féllu af hungri og megurð víða um land, og sauðfénaði var lógað 20 eða 30 á bæ; var jiað þó mest fyrir sunnan og austan; — létti nokkuð og hlánaði í fyrstu viku Góu. Víða urðu menn þá úti í hríðum, og skip fórust: eitt 1 Staðarsveit, annað við Hellna, Jiriðja undir Eyjafjöllum, fjórða við Drangey með 6 mönnum, fimmta á Eyjafirði með jafnmörgum, og tekur nú nokkuð að skipta um tíðina, frá ])ví sem verið hafði um hríð. (Arbækur Espólíns.) 82 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.