Stígandi - 01.03.1949, Page 19

Stígandi - 01.03.1949, Page 19
Utan af hafi blés vestangúlpur með regnsudda, og fyrr en varði ' var komin úrhellisrigning. Minna varð því úr ferðalagi mínu um bæinn en til stóð, en samt sem áður prikaði ég upp á Öxl til að fá nokkra hugmynd um bæ og umhverfi, en þoka hékk niðri 1 fjöll- um, svo að útsýnið reyndist vera svipur hjá sjón. En þótt regn væri og rosi létu Álasundsbúar það ekki tálma sér frá að taka móti konungi sínum. Úti við bæjarmörkin safnaðist fólkið þúsundum saman og beið rólegt í illviðrinu, en ferð kon- ungs hafði seinkað nokkuð, svo að biðin varð alllöng a. m. k. þeim, er fyrstir komu á vettvang. Þegar loks konungsbíllinn kom og konungur og krónprins stigu út, laust upp slíku fagnaðarópi, að ég hefi aldrei heyrt neitt líkt. Mátti þar sjá, hversu mjög Norð- menn unna konungi sínum, enda mun það mála sannast, að eng- inn einstakur maður hafi svo haldið uppi kjarki þjóðarinnar í gegnum hörmungarár styrjaldarinnar og liann. Var það og svo þá daga, er konungur dvaldi í Álasundi, að stórhópar fólks biðu klukkustundum saman úti fyrir hótelinu, þar sem hann bjó, til þess að sjá hann ganga út og inn og hylla hann í hvert sinn, er liann sýndi sig. Hátíðahöldin fóru fram 1B. apríl. HófuSt þau með guðsþjón- ustu og flutningi söngdrápu í kirkjunni kl. 9 að morgni. Var at- höfn sú hin hátíðlegasta. Var síðan haldið áfram og endað með veizlu mikilli, er stóð frá kl. 7 um kveldið til 1 að nóttu. Ekki hyggst ég að rekja hér einstök atriði þeirra. En einna tilkomumest þotti mér sýningin á flota Álasunds. Hófst hún nokkru eftir há- degi. Farþegaskip flutti gesti út á fjörðinn, og lá það þar, meðan flotinn sigldi fram hjá. Nokkuð dró það úr ánægju manna, að veð- ur var leiðinlegt. Skipaflotinn kom siglandi af hafi utan, var þang- að út að sjá, sem skóg þéttan af siglutrjám. Úr skógi þessum komu síðan skipin siglandi tvö eða fleiri samsíða, og stóð sýningin fullar tvær stundir, enda töldu fróðir menn, að skipin hefðu verið á sjöunda hundrað, auk nokkuna árabáta, sem flutu með. til að sýna hinn liðna tíma. Vantaði þó margt skipa, t. d. nær'allan selveiða- fjotann, en frá Álasundi eru gerð út mörg skip á selveiðar norður í íshaf. Var flotasýningin ljóst tákn um, hve fast sjórinn er sóttur frá Álasundi. Að loknum hátíðisdeginum dvöldumst við á þriðja dag í Ála- sundi. Áttum við þar í hvívetna að mæta hinni mestu vinsemd. N.okkrar íslenzkar konur, sem .þar eru búsettar, hittum við þar. STÍGANDI 89

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.