Stígandi - 01.03.1949, Page 24

Stígandi - 01.03.1949, Page 24
allsherjar miðstöð, og dreift síðan út til viðkomandi blaða í ýms- um löndum. En þrátt fyrir allan þenna bægslagang virðist fylgi kommúnista fara rnjög þverrandi í Noregi, og veldur því fremur öðru óttinn við heimsveldisstefnu Rússa. En þaðan ugga Norð- menn mjög um yfirgang sem aðrar Vesttur-Evrópuþjóðir. Og vit- að er jrað, að ekki mundi standa á kommúnistum að taka upp hlutverk Kvislings, ef til árásar kæmi af hálfu Rússa. Annars þótti mér athyglisvert, hversu lítið Norðmenn töluðu um stríðið, og þrautir sínar í því. Það var líkast því, að þeir litu á það, sem ljótan draum, sem ekki væri vert að hafa orð á. En vera Jdó vel á verði gegn því, að sagan endurtæki sig. Á Hafnarslóðum. Á sumardaginn fyrsta kvöddum við Osló, og héldum með járn- brautarlestinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Fórum við sem leið liggur um Gautaborg í Svíþjóð. Dvöldumst við þar tvær nætur. Það var allólíkt að litast um í Gautaborg og Osló. Hér voru allar verzlanir fullar af varningi af öllu tæi, og frjálst að kaupa, hvað sem var, nema matvörur. Fyrir þær Jrurfti að afhenda skömmtun- arseðla. Hins vegar virtist mér verðlag hátt, en úrval mikið, af ýmsmn Jreim hlutum, sem sjaldséðir eru hér heima. Mun þá fleir- um fara sem mér, að Jreir hugsi þunglega til gjaldeyrisyfirvald- anna. • Seinni Jiluta laugardagsins fyrsta í sumri liéldum við svo til Kaupmannahafnar og komurn þangað um kl. 10 um kveldið. Ég get ekki neitað Jrví, að Jregar frá upphafi ferðar lék mér einna mestur hugur á að koma til Hafnar. Þar mátti ég kallast gamall heimamaður eftir nær 5 ára dvöl, og gat ég um hana sagt líkt og Páll Vídalín forðum, að „lifði ég í Höfn með gleði“, enda þótt oftast væri létt í pyngju og við ýmsa örðugleika að etja, svo sem verið hefir um íslenzka námsmenn þar í borg fyrr og síðar. Enda er það kunnara en frá þurfi að segja, að Höfn hefir löngum verið víðkunn sem glaðværðanna bær, og Danir léttir í viðmóti, fjörugir og gamansamir. Einnig var Höfn fyrrum bær velmegun- ar. Verzlun og viðskipti mikil og fjölbreytt. Sölubúðir ætíð fullar af hinum margbreytilegasta varningi, kaupgeta almennings mikil, og því jafnan margt um manninn í verzlunum og á sölutorgum. Matsölustaðir borgarinnar rómaðir fyrir frábæra framreiðslu 94 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.