Stígandi - 01.03.1949, Page 29

Stígandi - 01.03.1949, Page 29
Hátíðahöldin 1. maí í Danmörku og um gjörvalla Vestur-Evrópu voru tákn um vilja og þrá fólksins í þessum löndum. Vilja til frið- ar og þrá eftir frelsi og lýðræði. Ef til vill getur einingarhugur þeirra þjóða dreift óveðursskýjunum úr austri. Margir hafa spurt mig síðan ég kom heirn, hvort ég hafi ekki orðið var við kala frá Dana hálfu til íslendinga, sem ýmsir ferða- menn hafa mætt þar úti. Frá því er skemmst að segja, að hvergi varð ég lians var, hvorki rneðal kunnugra né ókunnugra. Hitt heyrði ég á sumum, að þeir gátu ekki varizt því að bera saman kjör beggja þjóðanna á stríðsárunum, en öfundlaust virtist mér það tal. Síðasta kveldið í Höfn að þessu sinni verður mér minnisstætt. Það var 4. maí, en þá minnast Danir frelsis síns í stríðslokunum síðustu. Til hátíðabrigða voru þá öll ljós tendruð í borginni, jafn- skjótt og rökkva tók. Skipti hún við það svo um svip, sem komið væri úr þokuheimi inn í ljósálfaborg, og það mátti einnig sjá, að létti yfir fólkinu, sem á ferli var. Rektor Einar Ande.rsen, sem ýmsir íslendingar þekkja, síðan hann var hér á ferð með nemend- um sínum fyrir stríðið, bauð okkur hjónum í samkvæmi. sem hann og nokkrir vinir hans héldu í tilefni dagsins. Þar ríkti hinn gamli, glaði andi, sem Dönurn var eiginlegur. Sú samkoma, ásamt 1. maí hátíðahöldunum, sannfærði mig um, að nú væri að birta til. Nú var kornið að ferðalokum. Síðdegis liinn 5. maí lögðum við á loftvegu á ný. Var nú flogið yfir Prestwick í Skotlandi, en lítt sá ég þar til lands fyrir þoku og rigningu. En nálægt miðnætti lenti flugvélin á Keflavíkurflugvellinum. Við vorum komin til íslands eftir rétta mánaðar útivist, og þrem dögum síðar fórum við heim til Akureyrar og reyndum hinn ævagamla sannleika allrar ferðareynslu, að af öllu góðu, er ferðamanninum mætir, er þó hamingjusamleg heimkoma hið bezta. Ég hefi nú rakið það helzta, er ég sá og heyrði í þessari ferð, og það sem helzt orkaði á hug minn. Margt er ótalið, sem vert hefði verið að geta, en ég hefi valið það efni, sem flestir hafa spurt mig um, þeirra er ég hefi átt tal við um ferðalag þetta. Og njóti hver sem nemur, Akureyri, 20. febrúar 1949. T STÍGANDI 90

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.