Stígandi - 01.03.1949, Side 63

Stígandi - 01.03.1949, Side 63
ekki hræðsla. Einhvers staðar lengst utan úr fjarskanum svífur atburður inn í hug hans. Það var einhver maður, sem ætlaði að ráða sínum næturstað sjálfur. Svo var einhvers staðar stúlka með ljós í hendinni. En nú er hún búin að slökkva ljósið. Áslákur rís hægt á fætur og þreifar eftir kverkólinni á Svan. Hún er gaddfrosin, og þornið stendur blýfast í leðrinu. Ein- hvers staðar á hann hníf í vasa sínum. En það má reyna að hólka beizlið fram af hestinum, þótt ekki náist ólin. Jú. Það getur tek- izt. Og hann smokkar beizlinu fram af eyrunum og rennir því ofan í snjóinn. Þar liggur það. Svo sté hann í ístaðið og varpaði sér í hnakkinn og hvatti dýrið lauslega með fótahreyfingu, eins og sagt væri: af stað. Svanur reisti höfuðið eins og úlfaldar gera, þegar þeir sjá óasa í eyðimörk í hillingum. Eyrun risu fram á við, og fjaðurmagn hljóp út í livern vöðva. Svo tók hann fetið, hraðan seinagang, og linusaði um leið ofan í mjöllina og brenndi eld fram úr aug- unum. Honum hafði skilizt, að nú ætti hann að taka við völd- unum. — Það var um þrjúleytið, sem hann brast á í Bæ. Fyrst var eins og blautri húð væri lamið í stofuþilið. Svo dúraði eins og himinn- inn væri að ná andanum. Það eru einlægir sviptibyljir þar við Bæjarfjallið. Svo reið bylurinn yfir þekjuna og lamdi hvíta-hríð í alla glugga, en strokan stóð eftir hlaðinu. Við litum hvert á annað, og kvenfólkið bað til guðs. — Guð almáttugur varðveiti þá, sem kunna að vera úti í þessu veðri, sagði móðir mín. Hvað haldið þið um hann Áslák? Einhver liélt, að hann væri nú kominn út að Stórabakka fyrir löngu. Færustu menn lilupu til yfirhafna sinna og kipptu á sig úti- skóm. Þeir vildu heim að reyna að duga einhverju af skepn- um sínum, sem flestar lágu enn úti. Sex menn fóru frá næstu bæjurn. En þeirra ferð varð að litlu liði. Enginn smalaði fé að gagni í slíku veðri um nótt. Enn í dag er þessi bylur í fersku minni okkar eldri mannanna. Veturnótta-bylurinn var hann kallaður eða Fjárskaðaveðrið. Þá fennti fé í hópum um allan Hlíðardal og næstu sveitir, en surnt rak í vötn. Já. Þeir voru sex, og konurnar báðu þá í guðanna bænum að fara varlega. Við hin sátum kyrr. Og það varð langa brúðkaups- veizlan þetta í Bæ. Á þriðja degi gerði upprof. Þá fyrst komust allir til síns heima. stígandi 133

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.