Stígandi - 01.03.1949, Page 68

Stígandi - 01.03.1949, Page 68
ÞRJÚ KVÆÐl Eftir KRISTIÁN EINARSSON fró Djúpalæk HÚMFYLGD. Eg er fylgdarmaður húmsins um heiminn, góðir menn, — í hafi sólin blundar. — Svo lokið öllum dyrum og dragið fyrir skjá, það dimmir innan stundar. Og ljúkið ei upp dyrum þó drepið sé á hurð og dragið ei frá tjöldin. Það verður enginn samur, er sér í myrkrið inn, því sofa menn á kvöldin. Eg er fylgdarmaður húmsins og háski þinni sál í heimi villugiömum. Ó, beygðu kné til jarðar og byrgðu augun þín, þú barn á vegi fömum. MILLI FJALLA. Úr lágum skúta brýzt lindin fram, í lítilli hvilft milli fjalla. Syngjandi bergvatnslind silfurtær. Svöl eins og heiðanna morgimblær hoppar ’ún kát fram um hæðadrög og hrynur af stalli á stalla. Þar fagnar hún vegmóðiun ferðalang úr fokbyljum heitra sanda. Hann beygir sig niður að bakkans skör þar bergir lífdrykk hans þyrsta vör. Hhi bjarta svalandi bergvatnslind er blessun hvers vegfaranda. 138 STÍGANDI

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.