Stígandi - 01.03.1949, Page 75

Stígandi - 01.03.1949, Page 75
„HORFNIR GÓÐHESTAR" OG DRAUMUR UM ÍSLENZKA HESTINN Eftir ARNÓR SIGURJÓNSSON Ásgeir Jónsson frá Gottorp hefir nú ritað tvær miklar bækur unr horfna góðhesta. Fyrri bókin, um góðhesta í Húnavatnssýslu og Skagafirði, kom út 1946, og er nú þegar góðkunn unr allt land. Þar ritaði Ásgeir um þá liesta eina, er hann hafði meiri eða minni kynni af, og voru frásagnir hans allar hinar skemmtilegustti. Að sjálfsögðu kenndi mismunandi hugþokka til gæðinganna. Það hefir að vísu valdið því, að sumir þeir menn, sem líka þekktu þá og báru að einhverju leyti til þeirra annan hugþokka, hafa gert við bókina sínar athugasenrdir. Einnig lrafa komið franr leiðrétt- ingar á fáeinum missögnum, og er þetta eigi annað en við var að búast, eins og til bókarinnar er efnað. En einmitt það, hversu persónuleg bókin er, hversu rík hún er af hugþokka höfundarins, gerir lrana heillandi til lestrar, og þá er auðvelt að fyrirgefa smá mistök, þegar þau eru sjálfsagðir fylginautar þess, sem gefur henni mest gildi. Síðari bókin, nýútkomin, er um góðhesta í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarsýslum. Þar hefir Ásgeir víða orðið að láta sér nægja að end- ursegja annarra manna umsagnir. Þeir þættir eru yfirleitt lítils eða einskis verðir nema fyrir eigendur hestanna eða þá aðra, er eiga góðar minningar um þá, og þá aðeins til upprifjunar minn- inganna. Hætta er jafnvel á, að tómleiki frásagnanna geti vakið öðrum þær hugmyndir, að þessir hestar hafi verið hversdagslegri en þeir voru í raun og veru, þar sem þær korna í bland miklu auð- ugri frásagna. Aðeins eina frásögn, senr á þenna hátt er til efnað, er gaman er að lesa, frásögnina urn Sokka sr. Sigurgeirs á Grund. En til er það, að góðar myndir bæta upp lítilsverðar frásagnir fGeysir Stefáns skólameistara, Blesi Péturs Hallgrímssonar, Krist- jáns-Rauður, Fölskvi Aðalsteins Kristjánssonar, Bleikur Sigríðar á Æsustiiðum, Grani Jóns Laxdals, Skuggi Indriða í Skógurn, Rauður jóns á Hömrum o. fl.). Hins vegar bætir það ekki úr, þeg- ar reynt er að fylla tómið með íburði. (T. d. Dreyri Ingólfs í Fjósa- tungu). 10 STÍGANDI 145

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.