Stígandi - 01.03.1949, Page 83

Stígandi - 01.03.1949, Page 83
því er sagt í Þorskfirðingasögu, að Gull-Þórir hafi átt gauzkan hlaupara, kinnskjóttan, „ok var alinn á korni vetr ok sumar“. Víða er frá því sagt í íslendingasögum, að menn lögðu hina mestu alúð við lirossastofn sinn. Hvað sem verið hefir um upphaflega kynferð hans, er eigi ólíklegt, að góðhestakyn okkar megi þangað rekja. Hafi þau síðan haldizt í einstökum sveitum, þó að ekki væru þau kynbætt öldum saman með öðru en þeim „þúsund þrautum", er landið okkar og harðindin lagði á þau. En náttúran getur verið furðu gamansöm í sköpunarstarfi sínu. Því hefir það oft orðið að spásögn, er segir í Darraðarljóðum: „Þeir munu lýð- ir löndum ráða, er útskaga áður byggðu“. Það, sem gilt hefir um mennina, liefir einnig reynzt gildandi um aðrar tegundir hins lif- andi, m. a. hunda og ketti, kýr og kindur — og hesta. Arabiski hesturinn á upphaf sitt á útkjálka við einhæf, en einstök skilyrði. Hví gæti ekki svipuð saga gerzt um íslenzka hestinn? En til þess að svo megi verða, þarf markvissa ræktun hinna ís- lenzku góðkynja heima í íslenzkum sveitum og margt manna, sem hefði gáfur, vilja og alúð til að velja hestana til lífs, ala þá upp, temja þá, kenna þeim allar þær listir, sem næmur og fótmjúkur hestur getur lært. Slíka menn eigum við ekki í sveitunum nú, en við eigum efni í þá. Enn er þar til margt niðja Jóns Ásgeirssonar á Þingeyrum, Jóns Péturssonar á Nautabúi, Sigurgeirs á Önguls- stöðum, Sigfúsar á Krónustöðum, Stefáns á Öndólfsstöðum og Sig- fúsar á Halldórsstöðum og annarra hestamanna liðins tíma. Snilli- gáfur þeirra ágætu manna búa eflaust enn í blóði niðja þeirra og koma fram um leið og verkefnin kalla á þá. Þegar það kallið kemur, duna bakkarnir við lygnar ár lágsveitanna, grundir fjall- dalanna, víðlendur heiðanna og víðerni öræfasandanna af hófa- slætti hinnar nýju aldar. En jóreykurinn við yztu sjónmörk sveita- barnsins verður að nýju boðberi hins ókunna, sem er að koma. STÍGANDt 153

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.