Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 69

Læknablaðið - 15.05.2004, Side 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝTT ORLOFSHÚS iiiini/ Húsið að Skaftárvöllum er á vel rœktaðri lóð. Að neðan má sjá eldhús og borðstofu. Orlofsnefnd á Klaustri kaupir hús 7 Orlofsnefnd Læknafélags íslands festi í lok mars kaup á nýjum orlofsbústað. Um er að ræða einbýlis- hús sem stendur við götuna Skaftárvelli í þéttbýlinu á Kirkjubæjarklaustri. Húsið er 120 fermetrar að flatarmáli með tvöföld- um bílskúr sem er tæplega 50 fermetrar að stærð. Húsið er byggt árið 1982 úr timbri á einni hæð og skiptist í stofu, borðstofu, fjögur svefnherbergi, bað- herbergi og eldhús. Ræktuð lóð er umhverfis húsið. Verðið sem greitt var fyrir eignina er 11,2 milljónir króna. Sigurbjörn Björnsson formaður orlofsnefndar LI sagði í spjalli við Læknablaðið að nefndin hefði um nokkurt skeið haft augastað á Suð-Austurlandi. - Fyrir nokkrum árum höfðum við hús á leigu í Hornafirði en það gaf ekki nógu góða raun. Kirkju- bæjarklaustur er nær Reykjavík og liggur auk þess vel við bæði veiðum og hálendisferðum. Skammt frá eru einhver bestu sjóbirtingsveiðisvæði landsins og stutt er að fara upp á hálendið og á jökul. sagði hann. Eins og fram kom hér í Læknablaðinu í haust stendur nú yfir smíði á sumarhúsi fyrir orlofsnefnd lækna að Húsafelli og kemst það hús í gagnið í sumar eins og húsið á Klaustri. Orlofsnefnd er að svipast um eflir fleiri kostum og hefur einkum í sigtinu að bæta við heilsárshúsi á Norðurlandi, helst nærri Mývatni. Er það gert að eindreginni ósk lækna fyrir norðan. Jafnframt beinast sjónir nefndarmanna að Snæfells- nesi og Norðurlandi vestra. Loks er verið að íhuga hvort ástæða væri til að fjölga kostum fyrir félags- menn í útlöndum og þá ekki endilega yfir hásumarið. Úthlutun sumarbústaða og annars sem orlofs- nefndin býður upp á í sumar fór fram í apríl og gekk vel. 240 umsóknir bárust um 224 kosti og fengu 155, eða 65% umsækjenda, úthlutað að eigin vali í fyrstu Þröstur umferð. Haraldsson Læknablaðið 2004/90 433

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.