Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 7

Læknablaðið - 15.01.2005, Page 7
RITSTJÓRNARGREINAR Læknablaðið 90 ára Um þessar mundir er Læknablaðið 90 ára. Á liðnu vori vaknaði sú hugmynd innan ritstjórnar blaðsins að vert væri að minnast þessara tímamóta og gefa yfirlit yfir það sem birst hefur í blaðinu með því að endurbirta eina grein frá hverjum áratug úr útgáfusögu blaðsins. Ákveðið var að fá fyrrverandi ritstjórnarmenn til að velja greinarnar og fylgja þeim úr hlaði með greinar- gerð um valið eða fjalla um efni greinarinnar í ljósi nútímaþekkingar í læknisfræði. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og komið að lesendum að skoða hvernig til hefur tekist. Ritstjórnin þakkar hér með þeim sem tekið hafa að sér að velja greinarnar og ræða þær. Læknablaðið er afar háð þeim sem í það skrifa og taka að sér viðlíka verkefni og hér er á ferð og allt er það gert án þess að það gefi peninga í aðra hönd. Læknablaðið væri ekki til án þeirra sem í það hafa skrifað frá upphafi og til þessa dags og helst það í hendur við að blaðið hefur haft trygga lesendur. Læknablaðið er blað lækna. Það er að mestu skrif- að af læknum um læknisfræði og hefur lengst af borist eingöngu læknum þó dreifing þess hafi orðið miklu umfangsmeiri á síðustu áratugum og þar með áhrif- in. Nú er blaðinu meðal annars dreift til alþingis og fjölmiðla þar sem efni þess hefur oft vakið umræðu. Það yfirlit sem hér er gefið um það sem birst hefur í blaðinu í 90 ára sögu þess er um margt athyglisvert og greinarnar eru af tvennum toga. I fyrsta lagi eru grein- ar um einstaka sjúkdóma eða sjúkdómaflokka, grein- ingu þeirra, meðferð, gang og horfur. I öðru lagi eru greinar um heilbrigðismál íslensku þjóðarinnar, það sem nú er kallað lýðheilsa. Greinarnar um sjúkdóm- ana bera því vitni að íslenskir læknar hafa á umræddu tímabili fylgst vel með í fræðum sínum, höfundarn- ir kynna nýjungar, hver í sinni sérgrein, fyrir öðrum læknum með það að markmiði að sem best gagnist sjúklingunum. Efni þessara greina eiga sér hliðstæð- ur í erlendum læknatímaritum og Læknablaðið hefur því ekki staðið eitt að þekkingardreifingu fræðanna. Læknar sem lögðu sig eftir nýrri þekkingu gátu einnig lesið um þetta annars staðar og þannig fengið vísbend- ingar um nýjungar. Þekkingarsvið læknisfræðinnar er alþjóðlegt og þar hefur Læknablaðið verið þátt- takandi jafnframt því sem það hefur veitt þeim sem ekki eru læknislærðir innsýn í fræðilegar nýjungar á íslensku. Greinarnar um lýðheilsumálin hafa ekki síður al- þjóðlega skírskotun auk þess að varða hag og heill allrar þjóðarinnar. í þessum greinum nota höfundar faraldsfræðilegar rannsóknaraðferðir nútímans eins og þar sem best hefur tíðkast í nágrannalöndum okkar. Fjallað er um algenga sjúkdóma í sögulegu samhengi og skal hér nefnd grein um berklaveiki en einnig greinar um leiðir til þess að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóm og um það hvernig lífshættir og hegðunarmynstur ráða holdafari og þar með heilsu. Enn skal á það minnt að þessar vönduðu læknisfræði- legu greinar eru ekki einungis skrifaðar af læknum til lækna heldur höfða þær ekki síður til almennings og til stjórnvalda. Lýðheilsumál er oft á tíðum flókin og hápólítísk og kalla því á nákvæma og vandaða umfjöll- un og framsetningu þannig að málinu sé lið unnið og fái sem flesta fylgjendur og stuðningsmenn svo nægi- legt afl sé til að hrinda fram forvarnaraðgerðum. Læknablaðið er á íslensku. Mörgum finnst það öllu skipta að Læknablaðið sé á móðurmálinu. Þeirra rök eru meðal annars að læknar verði að geta tjá sig um læknisfræði á íslensku við sjúklinga og að Lækna- blaðið sé góður æfingavöllur til þess. Aðrir láta sér fátt um finnast og gætu eins hugsað sér að blaðið væri á alþjóðlega fræðimálinu, á því máli koma flestar nýj- ungar fram, án þeirra stöðnum við. Læknablaðið fylgir stöðluðum reglum alþjóðlegra læknatímarita, hvað varðar framsetningu og hönn- un fræðigreina (1, 2). Þar eru einnig fyrirmyndir að ritrýnisferli og gæðamati á innihaldi greina í Lækna- blaðinu. Á þeim kröfum og stífu reglum verður í engu slakað: Þær eru órjúfanlegur hluti þess trúverðugleika sem læknisfræðin og Læknablaðið njóta. Reglukerfi þetta, sem er í stöðugri endurskoðun, miðar að því að leitast sé við að hafa sannar og réttar frásagnir og að ályktanir byggi á röklegum samanburði og þar er mannvirðing höfð að leiðarljósi. Þessar reglur hafa læknatímaritin sjálf sett sér, hvorki stjórnvöld, há- skólar né læknadeildir hafa komið að gerð þeirra. Þær eru umgjörð samvinnunnar sem ritstjórn og höfundar eiga um fræðigreinarnar. Margur íslenskur læknirinn hefur fyrst reynt sig á hinum fræðilega ritvelli á síðum Læknablaðsins. Nánd blaðsins við íslenska lækna er mikil og það hefur ef til vill lokkað og hvatt til fræðiiðkana. Það er auðvelt sem ritstjóri að sjá fyrir sér höfunda fræði- greina, einkum hina yngri, glíma við textagerðina. Löngu áður hafa þeir velt vöngum yfir skipulagi rann- sókna sinna og spurt spurninganna, safnað gögnurn, stillt þeim saman, lagt á þær tölulegt mat og hugleitt ályktanir. Aftur þakkir til höfunda, það eruð þið sem gert hafið blaðið. Heimildir 1. Uniform requirements for manuscripts submitted to biomedical journals. Intemational Committee of Medical Journal Editors. Med Educ 1999; 33: 66-78. 2. www.laeknabladid.is/fragangur/ — Vilhjálmur Rafnsson Höfundur er prófessor í heil- brigðisfræði við læknadeild Háskóla íslands og ábyrgðar- maður Læknablaösins. Læknablaðið 2005/91 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.