Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.01.2005, Qupperneq 17
1 915-1 924 / RADÍUMLÆKNINGAR Radíumlækningar Ágrip af fyrirlestri fluttum í Læknafélagi Reykjavíkur í janúar 1918 Læknablaðið 1918; 4: 49-56 Gunnlaugur Claessen 1881-1948 Radíum er eitt hinna svonefndu radíóaktíf* eða geisl- andi efna; þau gefa frá sér geisla algerlega af sjálfs- dáðum, án allra ytri áhrifa, svo sem ljóss eða rafmagns. Til framleiðslu röntgengeisla þarf eins og kunnugt er háspenntan rafmagnsstraum og ýmislegar vélar; til framleiðslu radíumgeisla þarf ekki annað en radíum, orkan sem framleiðir geislana býr í efninu sjálfu. Tildrögin til þess að radioactiv efni fundust voru rannsóknir eðlisfræðinga á „fosforescens“ og „fluor- escens“. Til eru efni sem bera birtu nokkra stund eftir að þau hafa orðið fyrir Ijósáhrifum og er þetta nefnt „fosforescens". Önnur efni geta tekið móti ljósgeislum en gefið þá frá sér aftur í breyttri mynd; t.d. sýnist yfirborðsflötur steinolíu blár þótt olían sé * Hr. landlæknir G. Bjömsson hefir eftir ósk minni þýtt radíóaktíf og radíóaktífitet og myndað orðin „geislaríkur" og „geislakraftur“. annars litarlaus; steinolían tekur í sig sólgeisla en kastar þeim að nokkru leyti frá sér aftur með bláu ljósi. Þetta nefna menn „fluorescens". Franskur eðl- isfræðingur, prófessor Becquerel, rannsakaði þvflík efni og fann að frumefnið úraníum var ekki eingöngu „fosforescerandi“ en gaf líka frá sér ósýnilega geisla; Becquerel hélt fyrst að skilyrðið fyrir myndun ósýni- legu geislanna væri undangengin Ijósáhrif en af tilvilj- un fann hann að úraníum sem verið hafði í myrkri gaf líka frá sér þessa nýfundnu geisla. Þar með var sannað að úraníum sjálft er radíóaktíft. Geislarnir voru fyrst nefndir úraníumgeislar en síðar eru þeir venjulega kenndir við Becquerel sem með uppgötvun sinni lagði grundvöllinn undir vísindalega þekking og rannsókn á radíóaktíf efnum. Þessi nýja vísindagrein snertir bæði efna- og eðlisfræði. Hvernig er sönnuð tilvera ósýnilegra geisla? 1. Þeir hafa áhrif á ljósmyndaplötur; t.d. má taka 1915-24 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1995- Ritstjóri Lækna- blaðsins fól mér að fara yfir 10 fyrstu árganga blaðsins (1915-1924) og velja eina athygl- isverða grein sem væri:. . „annað- hvort læknisfræði- lega mikilvæg og sígild eða að hún sé dæmigerð fyrir þekkingu, umræður og heilbrigðismál þess tíma, þegar hún var skrifuð". Jafnframt var þess óskað að rökstutt væri með nokkrum hætti hvers vegna greinin væri valin. Þegar flett er fyrstu árgöngum Læknablaðs- ins rekur maður strax augun í ritgleði þeirra manna sem telja mátti í framvarðasveit lækna á þeim árum. Ritað er um rannsóknir, ferðir og fundi, erlent efni kynnt, teikningar af spítölum sýndar, sagt frá prófum og já - einnig skurð- aðgerðum á læknum (sbr. Læknablaðið 1917; 3:191-2). Sumt af þessari ritgleði er því miður horfið af síðum Læknablaðsins. Lesendur í dag sakna þess hins vegar að greinum frá þessum árum sem telja má fræðilegar fylgir ekki heim- ildaskrá og myndir (Ijósmyndir eða teiknaðar myndir) heyrðu til mikilla undantekninga (nema Ijósmyndir í minningargreinum). Töflur koma að vísu fyrir en eru oft ekki sérlega aðgengilegar og á stundum skelfilega langar. Veigamiklar greinar eru í blaðinu á þessu tímabili um berkla (Sigurður Magnússon (1869- 1945); fyrsti yfirlæknir á Vífiisstöðum), sullaveiki (Guðmundur Magnússon (1863-1924); fyrsti prófessor í skurðlæknisfræði) og ekki síst um holdsveiki (Sæmundur Bjarnhéðinsson (1863- 1936); forstöðumaður holdsveikraspítalans í Laugarnesi). Greinar eftir alla þessa menn kæmu vel til greina „sem dæmigerðar fyrir þekkingu þess tíma, þegar þær voru skrifaðar". Ekkert þeirra vandamála sem þessir höfundar fengust við og áttu þátt í að leysa, brennur þó á okkur I dag. Utan síns fræðasviðs skrifaði Sæ- mundur Bjarnhéðinsson enn fremur merkilega grein, sem vel gæti fallið undir „umræður og heilbrigðismál þess tíma“. Er það grein hans um „læknabrennivínið” svonefnda (Læknablaðið 1920; 6: 17-22). í Læknablaðinu er á fyrstu árum þess all- margar greinar eftir Gunnlaug Claessen (1881 - 1948). Tvær þessara greina vekja sérstaka at- hygli. Sú fyrri nefnist Um notkun röntgengeisla og er í tvennu lagi (Læknablaðið 1915; 1:18-20 og 41-47). Síðari greinin heitir Radiumlækn- ingar og er með ekki færri en átta Ijósmyndum (Læknablaðið 1918; 4: 49-56). Gunnlaugur hafði árið 1914 orðið forstöðumaður Röntgen- stofnunar Háskólans (sem læknadeild frábað sér síðarl). Fáum árum síðar tók hann upp radíumlækningar. Frumbýlingsárum stofnunar- innar lýsti hann vel í Læknablaðinu 1922; 8: 6-7 og 23-6). Þar er ásamt öðru merkilegt að lesa um baráttu Gunnlaugs við rafmagnsskort eða rafmagnsleysi þar til almenningsrafmagn kom til Reykjavíkur sumarið 1921. Gunnlaugur Claessen var pennafær í besta lagi. Hann virðist og hafa verið óvenjulega geislandi maður og dugmikill, og hann hafði mikinn metnað fyrir hönd síns sérsviðs sem í dag er tvískipt: Læknisfræðileg myndgreining og geislalækningar. Ef Gunnlaugur mætti í dag sjá hvert væri orðið hlutskipti þess mjóa vísis myndgreiningar og geislalækninga sem hann hélt á forðum við stopult rafmagn, myndi hann án efa, - eftir að hafa áttað sig á hugtökunum CT, MRI, PET og CT-PT ásamt nýjungum í geislatækni -, falla í stafi af undrun og lofa fram- þróun fræðanna. Verkefni Gunnlaugs Claessen eru þannig miðsvæðis í læknisfræði í dag og hafa aldrei verið veigameiri en nú. í Ijósi þessa dreg ég fram greinar hans. Hvora greinina? Jú, þá yngri frekar. Aðeins meira um Gunnlaug Claessen. Hann varði doktorsritgerð um röntgengreiningu á sullum í Stokkhólmi 1928 og skrifaði kennslu- bók í röntgenfræðum (bæði ensk og dönsk útgáfa) sem víða var notuð. Hvorttveggja vitnar um þrek, dugnað og færni. Gunnlaugur var framsýnn maður og vildi m.a. stofna náms- stöður handa ungum læknum á væntanlegum Landspítala mörgum árum áður en hann komst í gagnið (Læknablaðið 1916; 2: 26-32). Gunn- laugur var yfirlæknir röntgendeildar Landspítal- ans frá 1939 og til dauðadags. Læknablaðið 2005/91 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.