Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 23

Læknablaðið - 15.01.2005, Side 23
1 925-1 934 / GLÆPIR OG GEÐVEIKI Glæpir og geðveiki Fyrirlestur fluttur í Málflutningsmannafélagi Reykjavíkur 12. febr. 1932 Læknablaðið 1932; 18:1-9 Helgi Tómasson 1896-1958 Háttvirtu áheyrendur! Eins og yður er kunnugt má skoða glæpina frá ýmsum hliðum. 1) Sem objektiv socialpsykologisk fyrirbrigði, þ.e. fyrirbrigði sem hafa ákveðin psykologisk áhrif á borgarana yfirleitt. 2) Sem subjektiv individual-psykologisk fyrír- brígði, þ.e. eftir viðhorfi hins brotlega manns sjálfs til þess hvernig á glæpnum standi. 3) Sem jurídisk fyrirbrigði. 4) Sem biologisk medicinsk-psykologisk fyrir- brígði. Júridískt eru glæpir ákveðnir verknaðir, tiltekn- ir í hegningarlögum landanna og taldir refsiverðir samkvæmt þeim. Hegningarlögin eru m.ö.o. fyrst og fremst um ákveðna verknaði en ekki um mennina. Peir sem framkvæma þau hafa að vísu með menn að gera en þó hefir það ekki alltaf verið svo, sbr. það er menn áður dæmdu og refsuðu dauðum hlutum og dýrum. Læknisfræðilega eru glæpirnir aftur á móti aðeins einkenni um sálarástand manns eins og hvert annað framferði hans, án tillits til hegningarlaganna eða annarra laga. Eins og öll önnur medicínsk einkenni eru þeir árangur af samhrifum einstaklingsins og um- hverfisins af gagnkvæmum áhrifum þess á hann og hans á það. Læknirinn tekur þá eins og hvert annað problem er hann hefir með að gera: 1) Safnar saman einstökum facta og 2) leitast síðan við að skýra orsakasamband þeirra samkv. Almennum fysiólógískum eða patólóg- ískum lögmálum fræðigreina sinna, m.ö.o. hann reyn- ir að finna orsakasambandið á milli vissra mannlegra eiginleika og vissra atriða úr umhverfi mannsins og hins glæpsamlega afbrots. 3) sér læknirinn máske ein- hver ráð til þess að fara með „sjúklinginn“ þannig að honum verði minna hætt við að gerast á ný sekur í hinu sama. Þó ég segði „sjúklinginn" þá meinti ég það auðvitað í gæsalöppum því það er engan veginn víst að endilega þurfi að vera um að ræða sjúkling í þessa orðs þrengstu og eiginlegustu merkingu. Glæpsemi er auðvitað sósíalt hugtak en ekki bíó- lógískt medicínskt, en það útilokar ekki að beitt verði 1925-34 1935-44 1945-54 1955-64 1965-74 1975-84 1985-94 1995- 1915-24 Læknablaðið hafði samband við mig og skýrði frá því að í tilefni 90 ára af- mælis blaðsins ætti að gefa út afmælis- rit sem hefði að geyma eina grein úr hverjum tíu ár- göngum. Jafnframt var ég beðin að fara yfir árgangana 1925-1934 og velja eina grein til birtingar í afmælis- ritinu. Ég fór yfir þessa árganga sem ég haföi aldr- ei skoðað fyrr. Á þessum tíma kom blaðið út að jafnaði annan hvern mánuð, um 6-8 blöð á ári. Það var ekki ritstjóri við blaðið, en þrír læknar skipuðu ritnefnd. Það voru um 30 blaðsíður í hverju blaði og yfirleitt ekki auglýsingar. í hverju blaði birtist venjulega ein vegleg grein, oftast erindi eða fyrirlestur, sem höfundur hafði haldið á læknafundi eða öðrum fundi. Annað efni blað- anna voru frásagnir, fréttir og upplýsingar. Ég hafði eðlilega mestan áhuga á að kanna, hvort í þessum blöðum væri einhver grein í mínu sérfagi, geðlækningum. Ég fann slíka grein eftir dr.med. Helga Tómasson. Þessi grein birtist í 1. -2. tbl. jan. -febr. 1932. Þetta var fyrirlestur sem dr. Helgi flutti í Málflutn- ingsmannafélagi Reykjavíkur 12. febrúar 1932. Fyrirlesturinn nefnist: Glæpir og geðveiki. Mér finnst athyglisvert að erindið er ekki flutt fyrir lækna heldur fyrir lögfræðinga, en síðan birt í Læknablaðinu. Greinin er að mínu mati mjög áhugaverð og nákvæm yfirlitsgrein um þetta efni. Augljóst er að höfundur hefur góða yfirsýn yfir þær athuganir sem gerðar höfðu verið erlendis á þeim tíma um efnið. Hins vegar er ekki rakin nein læknisfræðileg athugun hérlendis. Heim- ildir höfundar eru verulegar og sennilega þær einu sem þá voru fáanlegar um efnið. Höfundur notar mikið af erlendum orðum í greininni, en það var algengt á þeim tímum. Geðlæknisfræðin er fjölþætt fræðigrein. Hún fjallar alhliða um manninn, líkams- og geðheilsu hans, hegöun, tilfinningar og hvatir. Hún fjallar einnig um áhrif erfða og uppeldis og um að- lögun einstaklings að félagslegu umhverfi sínu. Margir geðlæknar telja að siðferðisþroski og dómgreind manns skipti máli. Lögfræöin lítur á glæpi sem ákveðna verknaði, tiltekna í hegn- ingarlögum landanna, sem taldir eru refsiverðir samkvæmt þeim. Læknisfræðin álítur glæpi aftur á móti aðeins einkenni um sálarástand manns og hegðun, án tillits til hegningarlaganna eða annarra laga. Réttargeðlæknisfræðin fjallar um samband geðveiki og glæpa. Grein dr. Helga er að mínu mati læknis- fræðilega mikilvæg og jafnframt dæmigerð fyrir þekkingu, umræður og heilbrigðismál þess tíma er hún var skrifuð, fyrir rúmum 70 árum. Efni greinarinnar er sígilt metið á mælikvarða nútímalæknisfræðilegrar þekkingar. Efnið er enn verðugt viðfangsefni fyrir lækna og lögmenn. Glæpum og hryðjuverkum hefur fjölgað í heim- inum. Áfengis- og eiturlyfjaneysla hefur aukist, en það eru sem fyrr aðalorsakavaldar glæpa. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar. Nú á dögum er nákvæm geðskoðun einn liður í að greina hvort glæpamaðurinn er haldinn geðveiki eða geð- villu, ósakhæfur og því óábyrgur gerða sinna, eða sakhæfur og ábyrgur gerða sinna. Geð- skoðun er ekki gerð eins og dr. Helgi kemst að orði „til þess að álíta alla glæpi geðveiki, heldur til hins, að geta máske séö, hvaða leiðir mundu heppilegastar til þess að beina þeim bræðrum og systrum vorum, sem gerst hafa brotlegir við hegningarlögin, inn á rétta braut og hindra þau í að gerast brotleg við þau á ný.“ Guðrún Jónsdóttir 1926 Læknablaðið 2005/91 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.